Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Qupperneq 40
Fiskimálanefndar. Öll þau óhöpp, sem nefndin hafði orðið fyrir í til- raunum sínum til að koma upp hraðfrystiiðnaði um land allt, voru smámunir einir á móti þeim óhöppum, sem skipaútgerð henn- ar mátti þola. Hamona var mikill siglari, en erfitt að fá menn vana seglum. Á stríðsárunum var ekki hlaup- ið að því að fá skip keypt erlendis. Jafnvel í Ameríku fjarri styrj- aldarátökunum, var erfitt að fá útflutningsleyfi fyrir skipi. Því fór svo, að útgerðarmaður frá Þing- eyri sem staddur var í Ameríku árið 1940, þeirra erinda að kaupa skip. fékk ekki útflutningsleyfi fyrir því skipi sem hann ætlaði að kaupa og varð annaðhvort að láta sér nægja aldna skútu eða ekkert. Hann valdi fyrri kostinn frekaren að fara erindisleysu og keypti skútuna. Seglskúta þessi hét Hamona og var smíðuð í Nova Scotia árið 1922. Hún var 177 brúttó lestir að stærð. Eigandi hennar hér á landi var Glámur h/f á Þingeyri (Anton Proppe o.fl.) Hamona var svokölluð djúp- rniða skonnorta eða lúðuveiðari eins og þessi tegund skipa var al- mennt nefnd hér. Þessar skonn- ortur höfðu bermúdastórsegl og voru miklir siglarar. Þegar Hamona kom til Þingeyrar var stórseglið tekið af henni og í stað- inn settur lítill messi. Við þessa breytingu varð Hamona raunar ekki lengur seglskip heldur vél- skip sem notaði segl sem viðbót- arafl, þegar henta þótti. Seglin voru aldrei notuð nema á lensi. Ástæðan fyrir því að seglabúnaði skipsins var breytt mun m.a. hafa verið sú að erfitt eða ómögulegt var að fá sjómenn vana seglum þar vestra. Vélin gaf Hamonu um 7 sjó- mílna hraða í sléttum sjó og logni. 40 Guðjón Finnbogason. Hún var alltaf notuð, en skipið ekki smíðað með það fyrir augum að keyra það að staðaldri með vélarafli. Mönnum þótti Hamona því svög, sérstaklega í mótvindi, og er ekki að undra, þar sem heilt og fullsterkt þverskilrúm var aðeins niilli lestar og lúkars en ekki milli lestar og vélar, þar var það samsett. Eftir að Hamona komst í eigu íslendinga var hún alltaf í flutn- ingum og flutti ísvarðan fisk til Englands. Yfirleitt tók ferð frá Vestfjörðum til Fleetwood 5 til 6 daga. Ein ferð tók þó 11 daga, en þá voru veður válynd mjög. Endalok Hamonu urðu þau að hún slitnaði upp af legunni á Þingeyri í fárviðri árið 1946 og rak á land. Lystisnekkjan Capitana Capitana var smíðuð árið 1927 á eynni Wight og bar þá nafnið Exarif. Hún var smíðuð sem skemmtisnekkja og við smíðina var ekkert til sparað, svo að þessi farkostur yrði sem glæsilegastur. Allur málmur í skipinu var annað hvort úr ryðfríu stáli eða kopar og allar innréttingar úr völdum kjör- viði. Bolurinn var úr ryðfríu stáli og stórmastrið, sem var 60 m á hæð, úr heilu tré svo dæmi sé tekið. Þennan glæsta farkost gistu mörg stórmenni þar á meðal Hertoginn af Windsor og frú Simphson. Capitana var svo kölluð barkantína, hafði 3 möstur, þver- segl á því fremsta, fokkumastrinu, en langsegl á stórmastrinu og messanmastrinu. Hún var 287 brúttó lestir og hafði 240 hestafla cummings hjálparvél. Magnús Andrésson útgerðar- maður í Reykjavík keypti skip þetta árið 1941 og breytti því í flutningaskip. Lestin var þó grunn og ekki hægt að dýpka hana nema að færa vélina, sem var fram í. Skrúfuásinn lá undir lestargólfinu og varð því að vera manngengt undir því. Capitana var skráð hér sem fiskiskip og bar umdæmisstafina RE 150. Hún var þó alla tíð í flutningum meðan hún var í eigu Magnúsar. Flutti aðallega ísvar- inn fisk til Bretlands. Capitana var seld til Danmerkur árið 1946. Magnús Andrésson lést í hárri elli í febrúar sl., en Guðjón Finn- bogason, sem var skipstjóri á Capitönu frá því í ársbyrjun 1944 og þar til hún var seld, er enn vel ern, þótt hann sé 81 árs. Þótt Guðjón sigli ekki lengur The Seven Seas og hafi hvorki voðir né stög daglega fyrir augum er hann ekki sestur í helgan stein. Hann er nú næturvörður í olíustöð Olíufé- lags íslands í Hvalfirði. Ég átti tal við Guðjón um páskana, þegar hann hafði tveggja daga frí frá skyldustörfum sínum. Ég spurði hann um Capitönu og veru hans þar og fer samtalið hér á eftir: Alltaf betra að keyra vélina með — Nú varst þú skipstjóri á VÍKINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.