Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 53
Er það töluvert líkt klóþanginu í útliti og hef ég orðið var við að margir — meira segja hef ég séð það í kennslubók fyrir barna- skóla — kalla þetta þang allt saman blöðruþang. En blöðruþangið er mjög snautt af alginatesýru, sem er aðalefnið sem sóst er eftir úr þanginu. Við lítum því á það sem illgresi, en eins og áður segir vex það á nokkuð aðskildum svæðum og því oftast hægt að forðast það, þó að á því vilji verða misbrestur hjá sumum sláttumönnum. Daglegan rekstur, svo og ein- földustu lagfæringar og viðgerðir á prömmum og öðrum tækjum, annast flokksmenn eftir ástæðum og getu. En allar meiriháttar við- gerðir framkvæma viðgerðar- menn frá verksmiðjunni og koma þeir á sérstökum báti til þess þegar á þarf að halda og er auðvitað mikils ufn vert að þessi þjónusta sé leyst af hendi fljótt og vel. Samband við verksmiðju, flutningaskip og milli hinna ýmsu flokka fer að mestu leyti fram með VHF talstöðvum og eru þær með sérstakri bylgju sem við höfum sérleyfi fyrir. Þegar öflun einhvers flokksins fer að nálgast það að vera full- fermi fyrir Karlsey, tilkynnir flokksstjóri það í gegnum talstöð- ina annaðhvort í verksmiðjustöð- ina eða til skipstjóra Karlseyjar, sem tekur svo lokaákvörðun um hvenær þangið verður sótt til hans. Viðkomandi flokkur er allt- af látinn vita með nokkrum fyrir- vara hvenær skipið er væntanlegt, oftast daginn áður. Reynt er að hafa meðferðis varahluti eða annað sem flokkinn vanhagar um og verksmiðjan á að láta honum í té, einnig nóg af tómum netum í staðinn fyrir þau fullu sem vænt- anlega verða tekin. Á þangskurðarsvæðin er frá eins og hálfs til fimm tíma stím fyrir Karlsey hvora leið, og eru margar þessar leiðir mjög krók- VÍKINGUR óttar og vandfarnar milli skerja og boða, en allar eiga þær það þó sameiginlegt að vera sérlega skemmtilegar. Oftast er lagt af stað frá Reykhólahöfn á venju- legum vinnutíma eða um 7.30. Út af þessu er þó brugðið alloft ef með þarf vegna sjávarfalla eða af öðrum ástæðum. Fjögurra manna skipshöfn er á Karlsey, skipstjóri, stýrimaður, fyrsti og annar vélstjóri. Annar vélstjóri annast einnig matseld og ræstingu um borð. Stýrimaður og skipstjóri skiptast á um að standa í brúnni á leiðunum. Ganghraði skipsins er um 8Vi sjómíla á klukkustund. Skipið Karlsey er mælt 179 brúttó tonn en ber 256 tonn á sumarhleðslumerkinu. Það ristir um 9Vi fet fulllestað en 6 fet tómt. Þegar komið er á svæðið er reynt að fara eins nálægt poka- trossunum og frekast er þorandi. Oft er hægt að leggjast alveg að þeim. í hverri pokatrossu eru nokkuð mismargir pokar eða frá 10—50 pokar. En mjög margir pokar geta gert okkur erfitt fyrir að hífa, sérstaklega fyrstu pokana, ekki síst ef einhver straumur er. Það fyrsta sem gert er þegar komið er að trossunni er að leggj- ast fyrir akkeri. Oftast er það grunnt að 1 Vi—2 liðir af keðju nægja til að halda skipinu. Venjulega eru einhverjir eða allir úr skurðargenginu mættir á létt- báti og losa þeir trossuna úr ból- færinu og koma með tógenda að síðu Karlseyjar svo við getum far- ið að hífa um borð. Áður höfum við svo ræst vélar sem knýja krana og spil. Þangpokarnir eru frá tveim og upp í fjögur tonn þegar þeir koma úr sjónum, flestir eru milli tvö og þrjú tonn. Helst viljum við að þeir séu um 2—2,5 tonn, því þá gengur best að lesta skipið. Til að hífa þá er notaður ítalskur vökvakrani af Fassi gerð, stærð M9, lyftigeta 4 tonn á 7,5 m armi, og hefur hann reynst okkur vel. Töluverður sjór kemur með þanginu og verður því að lensa stöðugt á meðan híft er um borð. Meðan verið er að hífa þangið eru oftast allir skipverjar á þilfari. Vinnan fer svo þannig fram að einn situr uppi í krananum (oftast höfundur greinarinnar) og stjórn- ar honum. Tveir eru á síðunni — oftast skipstjórinn og stýrimaður- inn — til að festa krókinn í pok- ana og losa þá frá næsta poka, einnig að festa þann poka á síðuna til að trossan fari ekki frá. Oft kemur trossan óklár, því að pokarnir hafa flækst saman. Veldur það síðumönnunum oft miklum erfiðleikum og töfum að greiða úr slíkri flækju. Einnig kemur fyrir að trossan slitnar í sundur, einkum í miklum straumi eða báru, og reynist þá oft erfitt að ná henni á síðuna aftur. Þriðji maðurinn á dekkinu losar svo krókinn af pokunum í lestinni. Einnig sér hann um að afgreiða olíu á pramma og trillur skurðar- flokksins, en hún er seld af birgð- um Karlseyjar. Eðlisþyngd þangsins er það lítil að ekki er hægt að lesta meira af því en 170—190 tonn, mismun- andi eftir því á hvaða tíma það er skorið. Eðlisþyngst er það um mitt sumarið á um það bil tveggja mánaða skeiði, og veldur því blómatími þangsins, en þá vaxa á það miklir klasar af frjóblöðrum, sem eru fullar af vatni og fræjum. Einnig vex þá oft á sumum svæð- um mikið slý innan um þangið og eykur það einnig eðlisþunga þess. Þessir þættir hafa töluverð áhrif á gæði þangsins miðað við þyngd og hefur verksmiðjustjórnin tekið mið af því við verðlagningu þangsins, og kaupir tonnið á föstu verði af þangskurðarflokknum. Hæst er verðið því fyrst á vorin og seinni part sumars. En þegar þessir þættir eru hafðir í huga og 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.