Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Blaðsíða 58
keppni í útflutningi leiddi hins vegar til lægra skiptaverðmætis en það jók enn síðan á útflutninginn. Stuðningur frá ríkinu til handa smærri stöðum reyndist þegar á leið ekki annað en peningasóun. Rannsóknir hafa aukist mjög Norska fiskirannsóknaráðið sem stofnað var á síðasta áratug hefur aukið mjög umsvif sín þannig að fiskirannsóknir hafa aukist mjög, en einnig hafa þjóð- félagsrannsóknir er snúa að sjávarútveginum verið auknar. Er nú beðið í Noregi með töluverðri eftirvæntingu reglugerðar um al- hliða fiskirannsóknir. Hún er til meðhöndlunar um þessar mundir í sjávarútvegsráðuneytinu. Fleiri stofnanir er lúta að sjávarútvegi hafa verið settar á laggirnar upp á síðkastið. Má þar nefna Útvegs- þjónustumiðstöðina og norska Fiskiháskólann. Einstakir byggðaháskólar hafa sett á lagg- irnar sérstakt menntunar- og rannsóknasvið fyrir sjávarútveg- inn. Ýmiskonar sjóvinna og út- gerðarmenntun er að byrja í gagnfræða- og menntaskólum. Sjómannaskólarnir fara stækk- andi og útgerðartækniskólar verða settir á laggirnar í Bodö og Álasundi. Af umbótamálum er snerta sjó- menn sérstaklega má nefna kaup- tryggingar og lífeyrissjóðsgreiðsl- ur, áætlun sem brátt tekur gildi um launað frí til handa sjómönn- um og fleira þess háttar. Áuk þess má nefna að fiskisjómenn fá brátt sömu skattfríðindi og sjómenn á kaupskipaflotanum hafa haft. Allir þessir þættir koma til með að hafa áhrif á nýbyrjuðum áratug. Af útgerðarinnar hálfu var samningurinn frá 1964 um fjár- styrk til handa henni jafn mikil- vægur og setning laga um ferks- fisk. Upphaflega var ætlast til að útgerðin ætti að geta orðið óháð þessum styrk og var því marki að 58 mestu náð á árunum 1973—1974. En þá kom olíukreppan og mark- aðir stóðu höllum fæti. Það varð nauðsynlegt að auka enn á styrki til handa útgerðinni. Það að meðaltogari brennir um það bil einu tonni af olíu á hvert tonn sem fiskast er einnig orðið vandamál sem ýtir undir umræðu um hvað sé heppilegasta veiðiaðferðin. Eitt er þó ljóst: Stærð og búnaður fiski- skips er álíka mikið háður efna- hagslegum sem tæknilegum og líffræðilegum þáttum. 270 þúsund tonna tankskip stöðvast í makrfltorfu Þurfti aö liggja í 22 tíma meðan ventlar og rör voru hreinsuð 1 færeyska blaðinu Dimmalætting var 19. janúar sl. frétt sem margan kann að undra: Norska tankskipið Moscliff var á siglingu undan Lands End, syðsta odda Englands, 30. desember sl., þegar það stöðvaðist í makríl- torfu. Skipið er 270 þúsund tonn að stærð. Makríllinn stíflaði rör og ventla svo að aðvörunarkerfi í vél fór í gang. — Sjórinn ólgaði allur af makríl, segir skipstjórinn, Ole Muren, í norsku blaði, Fædre- landsvennen, 9. jan. Hann var í brúnni þegarskipið sigldi gegnum torfuna. Mörg tonn af makríl bárust inn í skipið og lokuðu sjálfvirku kælikerfi vélarinnar. Mönnum er ráðgáta hvernig þetta gat gerst. Kælivatnsinntakið og önnur rör liggja í afturhluta skipsins og eru þannig sett að þau ættu ekki að komast í kast við fisktorfu. Menn kunna þá skýringu eina að torfan hafi verið svo stór og þétt að makríllinn hafi þrýst inn í skipið — gegnum op sem er 2.5 sm í þvermál. Þetta hljómar sem skröksaga, en er nú samt einskær sannleikur, segir í fyrrnefndu norsku blaði. Varð að halda til hafnar Vélstjórinn á Moscliff varð fyrstur var við þennan áhrifaríka fund skips og fisks. Viðvörunar- kerfi vélarinnar fór í gang, „vakúmið“ minnkaði og allt benti til að eitthvað meira en lítið væri í ólagi. Fljótlega var uppgötvað hvað var að. Afleiðingarnar voru alvarlegar. Skipið neyddist til að halda til hafnar. Það tókst reyndar með herkjum. Og svo var farið að hreinsa. í 22 klukkustundir unnu vélamenn- irnir við að hreinsa makrílinn úr rörum og ventlum; sums staðar var hann orðinn að stöppu. Fyrsti meistari hafði froskbúning og hann varð að kafa undir skipið til að hreinsa úr rörum utan frá, og það tók langan tíma. Að 22 tímum liðnum gat skipið haldið leiðar sinnar, en næstu vikur þurfti af og til að hreinsa fisk úr leiðslum. Norðmennirnir eru víst ekki í vafa um að nóg er af makríl í Ermarsundi og ekki þurfi að tak- marka veiðar á þeim fiski þar. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.