Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 45
Einar Jónsson, fiskifræöingur: Um smokkfisk- Afla og nýjar veiðiaðferðir Síðastliðið haust kom beitu- smokkurinn aftur að ströndum landsins eftir nær 14 ára fjarveru. Eins og menn muna var hann reglulegur gestur hér við land fram undir 1966, en síðan varð hans lítið sem ekkert vart fyrr en nú. Allar aflatölur yfir smokkfisk eru næsta óáreiðanlegar og fyrir- finnast raunar ekki sundurliðaðar skýrslur um þessa tegund hjá Fiskifélagi íslands lengra aftur en til 1958. Menn spyrja hvaðan smokkurinn komi og hvers vegna hann komi, eða komi ekki. Heim- kynni kolkrabbans, eins og hann hefur líka verið nefndur á ís- lensku, eru í djúpunum vestur af Bretlandseyjum og allt suður til Azoreyja. Lítið er þó í raun vitað um lífshætti hans á þessum slóð- um. Á þessu svæði hrygnir smokkurinn; hann er þarna dreifður og stendur djúpt og er ekkert veiddur, enda vart mögu- legt, og þekking manna á lifn- aðarháttum tegundarinnar í hlut- falli við veiðiskapinn. Hvers vegna keniur smokkfiskur- inn? Sagt hefur verið að smokkfisk- urinn komi hingað í ætisleit. Þetta er ekki nema hálfur sannleikur, því sennilega er ætisgangan ekki markviss sunnan úr höfum, held- ur í fyrstu háð breytilegum haf- straumum. Smokkfiskurinn límir egg sín saman í sviflægar eggja- kökur, 12—14 egg (hrogn) saman í hverri, sem geta borist langa vegu VÍKINGUR með straumum. Fundist hefur beint samband milli magns suð- rænna svifdýra í norðlægum höf- um (Norðursjó) og magns smokk- fisks sem gengið hefur upp að Noregsströndum. Því virðist Ijóst að hagstæðir straumar sunnan úr höfum geta ráðið því hvort smokkfiskurinn kemur í norðlæg höf. Talið er að smokkfiskurinn hrygni seinni part vetrar (mars). Séu straumar hagstæðir berast eggjakökur og síðar seiði í norð- læga átt. Seiðin vaxa afar hratt og verða brátt vel sundfær. Því er ekki um að ræða, að straumar beri kolkrabbann sem óvirkt svifdýr alla leið, heldur kemur hann syndandi í torfum seinnihluta leiðarinnar og er þá talað um ætisgöngur. Eins og komið hefur fram eru smokkfiskagöngur ekki bundnar við Island heldur eru þær fyrir- bæri sem þekkt er víða við aust- anvert N-Atlantshaf. Samkvæmt norskum upplýsingum kemur smokkurinn að Noregsströndum að jafnaði í 3 ár af hverjum 5. Líkur eru á að heldur sé hann sjaldséðari hér við land, t.d. lét hann sig aðeins vanta í 5 ár við Noregsstrendur á sama tíma og hans varð hér lítt vart í 14 ár. Líffræðilegar athuganir Nú í haust fór fram nokkur at- hugun á útbreiðslu og hegðun smokkfisksins, svo og voru tekin -sýni eftir föngum og líffræðilegar athuganir gerðar. Hér er ekki ætl- unin að ræða þær athuganir sér- staklega en stiklað skal á fáeinum atriðum lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Smokkfiskurinn kemur hingað ætíð á haustin eða seinnipart sumars og er vanalega horfin héðan fyrir jól. Meðan á dvöl hans hér stendur étur hann feiknin öll og bætir mjög við sig í þyngd og lengd. Þetta fyrirbrigði þekkja sjómenn vestra mjögvel, en svo ör er vöxturinn, að menn héldu lengi vel að urn göngur mismunandi stórra smokkfiska væri að ræða. Smokkfiskurinn er á bilinu 15—18 cm að kápulengd er hann kemur hér síðla sumars. Þetta er allt ókynþroska einstaklingar á fyrsta aldursári. Fullvaxinn kyn- þroska dýr eru liðlega 60 cm að kápulengd og sjást hér varla nema í undantekningartilfellum. Hrygnur eru aðeins stærri en hængar, en þær virðast vera í yfirgnæfandi meirihluta (jafnvel eingöngu hrygnur) í fyrstu göng- unum á haustin. Þegar líður á fer hænga að gæta meir, en þó virðist aldrei eins mikið um þá og hrygnur. Á einum rnánuði í haust (þ.e. september) virtist smokkur- inn bæta tæplega 4 cm við lengd sína og 25% við þyngdina. Ekki virðist hann kræsinn á fæðu því í maga hans var að finna allt frá ígulkerjum til eigin félaga. Hann virðist éta flest sem að kjafti kemur og hann ræður við. í fjörð- um vestra reyndist mest af ljósátu og smásíld í maga smokksins en 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.