Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1980, Side 46
einnig mikið af eigin tegund sem áður segir. sem er athyglisvert í ljðsi þess að mjög jöfn stærð er á smokknum er gengur saman inn á firðina. Veiðiaðferðir og aflabrögð En víkjum að aflabrögðum og veiðiaðferðum. Smokkfiskurinn hefur eingöngu verið veiddur á færi hér við land eins og víða annars staðar. Það var reyndar ekki fyrr en nú á síðustu 10—15 árum að farið var að reyna að veiða smokkfisk (ýmsar tegundir) í vörpu, og þá ýmist í botn eða flottroll. Þessi veiðiaðferð hefur þó verið meira og minna á til- raunastigi nema helst hjá Rússum. Um handfæraveiðarnar sem slík- ar skulu ekki höfð mörg orð nú. þar sem höfundur hefur ekki alls fyrir löngu ritað grein í þetta blað um nýjungar á því sviði. í haust reyndu menn nýjar veiðiaðferðir, m.a. var reynt að veiða smokkfiskinn í flottroll. Nú kunna menn að spyrja hvað vinn- SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORC.ARTÚNI 18 -105 REYKJAVlK PÓSTHÓLF 757 - SlMI 28577 Sjómenn beinið viðskiptunum yðar í yðar eigin peningastofnun. Afgreiðslutími kl. 09.15—16.00 alla daga nema fímmtudaga frá kl. 09.15—18.00 46 ist með því að veiða hann fremur í troll, þar sem handfæraveiðar séu ódýr veiðiaðferð (lítil olíunotkun) og nokkuð árangursrík. Þótt öll- um förum sé á flot hrundið gefur þessi veiðiaðferð samt ekki nógu góða raun vegna þess hve smokk- fiskurinn stendur oft stutt við. Það eru sem sé líkur á því, að magn það sem dregið er hér úr sjó sé ekki nema brot af því sem kemur hér að ströndum. í töflu 1 má sjá tölur um smokkfiskafla hér við land á árunum 1958— 1966, sund- urliðaðan eftir mánuðum. Þetta er það tímabil sem fiskiskýrslur geta um slíkan afla, en eftir 1966 varð smokkfisks ekki vart að -kalla fyrr en nú í haust. Tölurnar í töflunni eru ekki nákvæmar en gefa þó góða hugmynd um komu og við- dvalartíma smokkfisksins á nefndu árabili. Sé árið 1961 ekki talið smokkfisksár er ljóst að teg- undin var hér heldur sjaldséðari gestur en í Noregi (kom hingað í umtalsverðu magni í 4 af hverjum 9 árum). en tímabilið til viðmið- unar er nokkuð stutt. S.l. haust veiddust hér 375 lestir af smokk- fiski sem voru nær eingöngu teknar í september- og október- mánuði. Smokkfiskaflinn árið 1966 sker sig mjög úr hvað magn varðar. Þótt þetta ár hafi sennilega mikið magn gengið að landinu, er hinn óvenju mikli afli líklega engu síður að þakka því hversu lengi smokkurinn stóð við; tvær sterkar göngur hafa komið hingað þetta ár, önnur í ágúst en hin í október. Þegar flett er í gegnum dagblöð frá þessum tíma má lesa að smokkur hafi gengið inn á alla Vestfirði í byrjun ágúst og bátar séu að afla 300—800 kg yfir nótt- ina. Afli í haust eftir nóttina var engu minni, og sjómenn töluðu um óvenju mikið magn af smokki nú í haust. Veiðarnar stóðu hins vegar miklu styttri tíma en árið 1966, þótt ósagt skuli látið hvort magnið sem gekk að landinu nú var minna en þá. í þessu sam- bandi skal þess getið að nú fóru færaveiðar jafnframt fram á dag- inn (t.d. í Arnarfirði), sem er nýung er gafst vel. Tilraunir með flottroll Að tilhlutan og með framtaki einkaaðila voru gerðar tvær til- raunir til veiða á smokkfiski í flotvörpu s.l. haust, en Hafrann- sóknarstofnunin fylgdist með þessum tilraunum og lánaði vörpu í öðru tilvikinu. Fyrri tilraunin var gerð á skuttogaranum Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS 700 frá Súg- andafirði. Skipstjóri var Arin- björn Sigurðsson en hvatamaður að tilrauninni mun hafa verið Einar Ólafsson útgerðarstjóri tog- arans. Undirritaður fylgdist með þessari tilraun og verður aðallega fjallað um hana hér. Þá var gerð tilraun á m/b Bryndísi ÍS 705 frá ísafirði (30 lesta bátur). Skipstjóri var Finnbogi Jónasson, en Pétur Bjarnason tók og þátt í þessari til- raun og mun hafa verið meðal hvatamanna að henni. Guð- mundur Skúli Bragason forstöðu- maður útibús Hafrannsóknar- stofnunarinnar á ísafirði fylgdist með tilrauninni að hálfu Haf- rannsóknar. Báðar tilraunirnar fóru fram i ísafjarðardjúpi í ann- arri viku októbermánaðar. Veiðitilraun Bryndísar bar eng- an árangur, þrátt fyrir það, að ljóst var af tækjum að nóg var um smokkfisk undir á stundum. Þess- ari tilraun verða ekki gerð hér mikil skil þar sem tæknilegir agnúar sem upp komu valda því að ekki er þörf á að hafa þar um mörg orð. Varpan sem notuð var á Bryn- dísi var flotvarpa sett saman úr fiski- og rækjutrolli; möskvastærð frá kjafti ofan í miðjan belg 135 mm, þá 80 mm, og 40 mm í poka. Hlerar 330 kg, 5,8 fet hvor. Trollið var ekki búið höfuðlínumæli og „astikið“ var óstarfhæft þannig að VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.