Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Síða 11
EYJAFJÖRÐ viðlegupláss sé nægilegt einkum yfir sumartímann, þegar allar fleytur sem flotið geta hafa verið settar fram. Eftir því sem hafnar- stjóri sagði, stendur þetta þó til bóta. í framtíðinni er gert ráð fyrir viðleguplássi fyrir smábáta við Torfunesbryggju. Hvernig þeim framkvæmdum verður háttað, er þó enn óvíst. Samkvæmt skipulaginu hefur þó verið ákveðið að fylla upp ein- hvern hluta hafnarinnar við Torfunes. En hve mikið það verð- ur hefur ekki endanlega verið ákveðið þegar þessar línur eru skrifaðar. Um þessa framtakssemi skipu- lagssérfræðinga eru ákaflega skiptar skoðanir á Akureyri. Undirskriftalistar hafa verið í gangi. Á þá skrifar fólk sem er á VÍKINGUR 11 I Bótinni eru mestu umsvif trillukarla á Akurevri. Bergsteinn Garðarsson (uppi á bryggju) og Haukur Konráðsson gerðu að gamni sínu þrátt fyrir kulda og dauðann sjó. „Hann verður við með vorinu sá guli“, sagði Bergsteinn og barði sér. móti uppfyllingu. Aðrir eru æstir í að fylla upp höfnina og telja það ekki aðeins sjálfsagðan hlut, heldur lífsnauðsyn. Þetta fólk hrópar á mold og malbik og segir að ekkert sé að gera með höfn inni í miðjum bæ. Allar líkur benda til að jarð- vegsunnendur hafi vinninginn í þessu máli. Þegar búið verður að fylla upp höfnina, verður lögð þar hraðbraut og búin til bílastæði. En hætt er við því að einhverj- um þyki sjónarsviptir af þessari gömlu höfn og ugglaust eiga margir eftir að minnast hennar í framtíðinni þegar þeir aka á svörtu malbikinu, þar sem áður var mannlíf og margt að sjá. G.A. Akureyri

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.