Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 12
Hafirðu verið strákpeyi í fiskibæ þar sem allt snerist um sjó-
inn . . . þá rifjast þetta upp fyrir þér eins og af myndbandi
þegar þú lest þessa sögu . . . Og hafirðu í annan tíma verið
á síldarbát og flengt sjóinn út og suður í leit að silfri hafsins
. . . þá verður þetta Ijóslifandi fyrir þér. . . Guðlaugi tekst
meistaralega að lýsa veröld drengsins og hugmyndaheimi
um leið og hann sýnir skýrt þá fullorðinsveröld sem dreng-
urinn lifir og hrærist í."
Gunnlaugur Ástgeirsson: Helgarpósturinn
PELASTIKK
eftir Guðlaug Arason
Hver eru fyrstu viðbrögðin við þessari nýstár-
legu og skemmtilegu skáldsögu?
,,Sagan er stórvel skrifuð og málið skilar myndum hennar
Ijóslifandi til lesanda . . . Ég tel lítinn vafa á því, að þetta sé
besta skáldsaga sem rituö hefur verið til þessa um síldveiði-
tímabil snurpubátanna . . . hún er rituð af leikni, góðum
kynnum og alúð — er sönn . . . Skemmtileg skáldsaga með
jákvæðu viðhorfi."
Andrés Kristjánsson: Vísir
...tilefni þessarar skáldsögu og efnistök öll eru mjög lík-
leg til að skapa Pelastikki merkilega sérstöðu: þá, að hún
verði ein þeirra skáldsagna sem getur sameinað lesendur á
öllum aldri."
Árni Bergmann: Þjóðviljinn
Mál og menning
Eigum oftast fyrirliggj-
andi ýmsar stærðir af
plastkössum — hökkum
bæði til notkunar á
sjó og í landi. — Einnig
ýmsar stærðir af um-
búðafötum/stömpum.
fyrir matvælaiðnaðinn
o. fl.
Eigum einnig fyrirliggj-
andi ýmsar aðrar plast-
vörur til heimilisnota.
B. Sigurðsson s.f.
Skemmuvegi 12 — Kópavogi — Sími 7 77 16.
12
VÍKINGUR