Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 15
skuli þurfa að taka tillit til pen- ingasjónarmiða þegar um björgun skips og áhafnar er að ræða. En því miður er það staðreynd eins og gleggst kom fram þegar Heimaey strandaði. Ég kann að segja frá öðru slíku dæmi, sem þó er öllu skuggalegra. Ég man ekki nákvæmlega hvaða ár það var, en það gerðist þegar Svanurinn fórst úti af Djúpinu. Á sama tíma strandaði enskur togari á Amamesinu . . . þetta var með verri skotum sem koma. Þegar togarinn hafði sent út hjálpar- beiðni, tilkynnti varðskip að það yrði komið til hans klukkan tvö um nóttina. Þá var búið að láta vita að Svanurinn hefði ekki komið fram. Varðskipið kom að sunnan og keyrði á fullri ferð fram hjá því svæði sem Svanur hafði verið á, og hélt beinustu leið inn að Amarnesi. Togaramir voru búnir að berja uppundir í snar- brjáluðu veðri utan af Hala, en voru nú að fara aftur út til að leita að Svaninum. Auðvitað var breski togarinn ekki í neinni hættu þarna inni á nesinu. Þessvegna þótti okkur togarasjómönnum hegðun varðskipsins dálítið vafasöm. Hvort það var vonin um björg- unarlaun sem réði þessu skal ég ekkert segja um. I það minnsta þótti okkur þetta einkennilegt ferðalag á varðskipinu á sama tíma og togaramir voru að búa sig undir að leita að báti sem var saknað. En daginn eftir kemur svo frétt í útvarpinu um það, að hafin væri leit að Svaninum undir stjóm varðskips! Þegar það kemur út með bátaflotann, höfðu togararn- ir leitað alla nóttina í bandvitlausu veðri og fundið gúmmíbát. .. það eina sem fannst úr Svaninum. Það er eðlilegt að menn leiti til Landhelgisgæslunnar þegar eitt- hvað er að. Hún á m.a. að vera björgunar- og öryggishlekkur fyrir sjófarendur... og er það. En VÍKINGUR „Ég fer að hætti hundanna og hrínga mig bara saman“, sagði Dóri á Svalbak og hló við. margir láta sér nægja að leita að- stoðar hennar einu sinni.“ Kvótaskipting hagstæð fyrir heildina „Ég verð nú að segja eins og er, að mér detta alltaf í hug bræð- urnir frá Bakka þegar minnst er á skiptingu sjávaraflans, eins og þetta er framkvæmt í dag,“ sagði Dóri þegar hann var beðinn um að segja álit sitt á þeim málum. „Upp á síðkastið höfum við verið á skrapi fyrir sunnan Reykjanes. Á leiðinni suður mætir maður sunnlenskum togurum sem eru að fara norður fyrir land til að veiða þorsk. Svo þegar maður er á sigl- ingu norður aftur, mætir maður norðlenskum togurum sem eru að fara suður fyrir land á skrap. Núna síðast mættum við Rauða- núpi við Hom. Hann var að keyra skralltómur suður til að fara á skrap. En á sama tíma var mok þorskafli undan Sléttunni . . . rétt við bæjardymar hjá þeim. En þar voru aftur á móti sunnlensku tog- ararnir! Á sama tíma og þetta er látið viðgangast er verið að tala um að spara olíu. Skipin eru látin sigla landshornanna á milli til að veiða þann fisk sem þeim er skipað hverju sinni, en um leið er þeim uppálagt að spara olíu. Bölvuð vitleysa! Það er mikið rætt um þetta á sjónum og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Það hafa komið fram hugmyndir um að skipta niður veiðisvæðum eftir landshlut- um ... að Sunnlendingar veiði fyrir sunnan, Austfirðingar fyrir austan og svo framvegis . . . En ég held nú að það gangi aldrei. Kvótaskiptingin hefur líka mikið verið rædd og finnst mér hún hafa hlotið meira fylgi nú í seinni tíð. Hún hefur bæði kosti og galla. Helstu kostirnir við kvóta- skiptinguna eru þeir, að þá er hægt að leggja dæmið niður fyrir sér strax, til dæmis í upphafi hvers árs. Ef skipin mættu veiða ein- hvem ákveðinn tonnafjölda, væri hægt að skipuleggja veiðarnar miklu betur. Þegar á heildina er litið sparaði það óhemju mikla olíu. Þá þyrftum við til dæmis ekki að sigla suður fyrir land á þessum árstíma og vera þar á skrapi, hed- ur gætum við veitt upp í þorsk- kvótann hér fyrir norðan. Það er ekkert vafamál að mikið hagræði yrði af þessu og útgerðin gæti sparað mikið. En ókostimir eru líka fyrir hendi. Ég er hræddur um að erfitt yrði að skipt aniður kvótanum svo að öllum líkaði. Mér hefur fundist sem Vestfirðingamir væru einna helst á móti kvótaskiptingunni, enda kannski skiljanlegt. Þeir eiga styst að sækja á bestu veiðisvæð- in ... þeir þurfa ekki annað en að breyta stefnunni um nokkur strik, 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.