Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 16
eftir því hvort þeir ætla sér að veiða karfa eða þorsk. Svo benda margir á að með kvótaskiptingunni væri verið að sníða „toppunum“ þröngan stakk, en gera „skussunum" hærra undir höfði. Aflaskipstjórar fengju þá ekki að njóta sín, en lakari afla- mönnum væri bara gefinn lengri tími til að veiða sama magn. Ég veit það ekki. Kannski er maður sjálfur ekki nógu nálægt toppnum til að skilja þetta! En mér finnst að menn ættu að geta snúið sér að einhverjum öðrum veiðum, til dæmis þegar þeir hafa fyllt þorskkvótann. Þá gætu aflaskip- stjórarnir notið sín á skrapinu. Þessu mætti líka stjóma með því að hækka verðið á skrapfiski.“ — Heldurðu að kvótaskiptingin sé það sem koma skal? Dóri fær sér kaffisopa og hugs- ar sig um. Síðan segir hann: „I dag heyrir maður það í tal- stöðinni að þessi hugmynd er meira rædd en fyrir svo sem einu ári. Því er ekki að neita. Séu bæði kostir og gallar teknir með í reikninginn er auðvelt að sjá að kvótaskiptingin kæmi best út fyrir þjóðarbúið. Hún er hinsvegar erf- ið í framkvæmd og skiljanlegt að einstakir aðilar séu henni andvíg- ir. Ég held að allt sé betra en þetta fyrirkomulag sem haft er í dag. Það þýðir ekkert að fjölga skipum endalaust og reka svo stóran hluta flotans með bullandi tapi ... fjölga skrapdögum í hvert sinn sem nýir togarar bætast við.“ Lífeyrismálin — mikil viðurkenning fyrir sjómenn Nokkrum dögum áður en þetta viðtal var tekið, bárust fréttir um að náðst hefðu samningar um líf- eyrismál sjómanna. Menn eiga nú rétt á lífeyrissjóði þegar þeir eru orðnir sextugir og hafa starfað á sjónum í 25 ár. Það var því ofur eðlilegt að talið bærist að þessum málum. „Þessir samningar, og þá eink- um lífeyrissjóðsmálin, eru geysi- legt hagsmunamál fyrir sjómenn,“ sagði Dóri. „Ég álít að þarna hafi náðst mjög þýðingarmikill áfangi og þetta er ein mesta viðurkenn- ing sem sjómenn hafa fengið á starfi sínu í langan tíma. Fram að þessu hafa sjómenn hugsað ákaf- lega lítið um þessi mál. En nú er þetta að breytast. Meðan á samn- ingunum stóð voru talstöðvarnar rauðglóandi allan sólarhringinn. Þessi mál voru rædd og það var mikill hiti í mönnum. Hefðu líf- eyrissjóðsmálin ekki náð fram að ganga, átti að sigla til Reykjavíkur og loka höfninni! Já, já. Það hefur ríkt mikið tómlæti hjá sjómönnum varðandi lífeyris- sjóðinn. Margir hafa eingöngu litið á hann sem lánastofnun, en ekkert hugsað út í að þeir ættu kannski eftir að verða gamlir. Flestir sjómenn hafa ætlað sér að vera á sjónum þar til þeir væru búnir að koma sér upp íbúð. Þá hefur átt að fara í land og gera eitthvað annað. En oft vill það nú brenna við að menn ílengist í starfinu og verði miklu lengur til sjós en þeir ætluðu sér í upphafi.“ Og satt er það. Hver kannast Leiðrétting í síðasta tölublaði Víkings urðu mistök í viðtali við Andrés Gests- son. Þar er sagt að hann búi í húsi Blindravinafélags íslands, en það er ekki rétt. Andrés býr í húsi Blindrafélagsins. Blindravinafé- lagið er algjörlega óviðkomandi Blindrafélaginu. Mótorbáturinn Frægur VE, sem Andrés segir frá í viðtalinu ekki við söguna um strákinn sem fór til sjós og ætlaði sér að vera þar á meðan hann væri að koma sér fyrir í lífinu, eins og það er kallað? . .. í fjögur eða fimm ár í hæsta lagi. En svo verða árin fimm og þau verða tíu og áfram heldur hann á sjónum. Áður en hann veit af er hann orðinn fullorðinn og þá er of seint að fara í land. Hann fær ekki vinnu við sitt hæfi í landi og heldur því áfram á sjónum. í framhaldi af þessum hugleið- ingum er Dóri spurður hvort hægt sé að tala um einhvem „réttan aldur“ til að hætta á sjónum. „Ja, eitt er víst að ég er fyrir löngu kominn yfir strikið!“ svarar hann og hlær. „Ef menn ætla sér ekki að verða ellidauðir í þessu starfi, eiga þeir að vera búnir að koma sér í land fyrir fertugt." — Mig langar að spyrja þig að lokum hvort þú eigir þér eitthvert draumastarf í landi? „Draumastarf já. Það er nú það. Ég held að það gæti verið fjarska þægilegt að vera hafnarvörður og taka á móti enda þegar togararnir koma að landi. Mann vantar alla menntun til að setjast niður á skrifstofu, þótt ekki væri til annars en að fylla út launaseðla hjá KEA!“ G.A. var ekki 30 tonn, heldur 9 tonn að stærð. Og að síðustu: Það er sagt frá því að Andrés flytji til Vest- mannaeyja með for eldrum sín- um, en það er misskilningur. Andrés fluttist einn til Vest- mannaeyja. Við biðjumst afsökunar á þess- um mistökum. 16 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.