Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Qupperneq 33
Hjalteyri Á Hjalteyri búa nú á milli fimmtíu og sextíu manns. Það er af sem áður var þegar fólkið flykktist þangað í stórum hópum til að vinna í síldinni. Þá var búið í hveiju húsi, í gömlum sjóbúðum og jafnvel í hriplekum moldar- kofum sem í dag fengju ekki háa einkunn hjá Heilbrigðiseftirlitinu. Þá var húsnæðisskortur mikill á staðnum. En nú er þetta liðin tíð. Einu minjarnar um blómlegt atvinnulíf eru gömul mannvirki sem tilheyra síldarbræðslunni og þeim umsvifum sem í kringum hana voru. Þar sem áður var allt iðandi af mannlífi, mæta manni nú auðar götur. Þar sem áður lagði reyk úr strompum, gapa nú á móti manni augnatóftir yfirgef- inna húsa. Mannvirkin draggast niður. Tíminn færir ryð yfir sög- una. Á veturna er lítið um að vera á Hjalteyri. En strax og vorar fara menn að sjást á vakki niðri við höfnina, sumir mála trillurnar sínar, aðrir koma til að fylgjast með. Allmikil trilluútgerð er það- an fyrir sumarið. Á síðastliðnu sumri var þar rekin fiskmóttaka á vegum KEA (Dalvíkurdeild) og gaf það góða raun. Aðeins tvær trillur eru gerðar út á línu frá Hjalteyri í vetur. Þegar undirritaður átti leið þama um í byrjun marsmánaðar, hittist þannig á að trilla var að koma inn í höfnina. Hún fór ekki upp að bryggju, heldur renndi sér á fullri ferð upp í malarkambinn. Maður í gulum hlífðarfötum stökk í land með enda og tyllti honum í staur sem stóð upp úr sandinum. Þetta var Agnar Þórisson. Hann lætur hvorki vetrarhörk- ur né gloppótt fiskirí á sig fá, heldur stundar trilluútgerð allt árið um kring. Þegar hann var spurður að því hvað hann væri að gera í land, svaraði hann því til að hann væri að sækja byssuna sína. „Ég sá hringanóra héma rétt fyrir innan. Mig langar að vita hvort hann gefur ekki færi á sér, bölvaður". Agnar hafði verið að „vitja um“ línuna þegar hann sá selinn. Hann er með „norska línu“ líkt og trillukarlarnir á Akureyri og þarf því ekki að draga hana upp í hvert sinn sem hann fer á sjó. Afli var tregur, svo ekki sé meira sagt, að- eins nokkrir þorsktittir. „Það er áreiðanlegt að einhver fiskur er hérna í firðinum“, sagði Agnar og strauk sultardropa af nefinu. „En ég er hræddur um að selurinn sé að göslast í honum, það er óvenju mikið af sel núna. Og þegar þannig er komið er fisk- urinn á fleygiferð upp um allan sjó“. Agnar var farinn að tvístíga svo að ég vildi ekki tefja hann lengur. Ekki færi hringanórinn að bíða of lengi. Ég horfði á eftir Agnari hlaupa við fót út kambinn og vonaði með sjálfum mér að honum heppnaðist áform sitt. G.A. Agnar Þórisson hafði séð hrínganóra og skaust í land til að ná í byssuna. í baksýn sjást leifar af gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.