Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Page 38
Þetta hrópaði á stærri skip, stál- skip sem settu hvert síldveiðimetið á fætur öðru. En svo varð síldin allt í einu búin, menn stóðu gap- andi af undrun í nokkur ár, rugl- aðir og leitandi; þráuðust við og vildu ekki trúa sínum eigin aug- um. En eftir þetta millibilsástand var farið að huga að útgerð smærri báta; menn tóku fram sleddurnar og rifjuðu upp handtökin við flatninguna, gamlar hausunar- sveðjur voru sóttar upp á skúrloft og ryðið skafið af. Sumir stóðu enn svo nálægt gamla tímanum að eiga fúna sísallínu með ryðguðum krókum og hamptaumum. Sagan endurtekur sig. Tíminn virðist sækja að upphafspunkti sínum og helst vilja renna sama skeið og hann hafði áður gert, þó með mismunandi tilbrigðum. Og tilbrigðin eru okkar mannanna. G.A. Lausn á síöustu krossgátu 38 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.