Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 49
borðsgluggann og andæfði, leit
annað slagið á mig og brosti. Á
slíkum augnablikum gat ég ekki
betur séð en meðaumkun væri í
svipnum; eins og hann vildi segja
að það þýddi ekkert að æsa sig
upp út af fiskiríinu, hvort sem það
væri gott eða lélegt.
„Helvíti er hann nú tregur!“
stundi ég.
Matthías hló og sagði:
„Ég segi nú eins og Kiddi Sig
var vanur að segja þegar illa gekk
og allir voru að moka upp síldinni
í kringum okkur: Einhverntíma
Hlýtur röðin að koma að okkur!“
Og svo sannarlega kom röðin
að okkur.
í þrjár síðustu trossurnar var
ágætis fiskirí, miðað við það sem á
undan var gengið. Þegar búið var
að draga var giskað á að aflinn
væri nálægt 8 tonnum.
Síðasta trossan var lögð, drek-
inn látinn fara og baujunni hent á
eftir. Því næst var sett á fulla ferð
og stefnan tekin fyrir Gjögur.
Komið var leiðinda veður,
norðaustan stinningskaldi og hríð.
Það var ekki útlit fyrir sjóveður á
morgun.
G.A.
Utan hringsins
Ég geng í hring
í kringum allt, sem er.
Og innan þessa hrings
er veröld þín
Minn skuggi féll um stund
á gluggans gler.
Ég gengíhring
í kringum allt, sem er.
Og utan þessa hrings
er veröld mín.
Steinn Steinar.
Svo var það Hafnfirðingurinn sem
gerði gat á regnhlífina sína. Hann
vildi fylgjast með því hvenær hætti
að rigna.
★
Nokkrir sagðir af Hafnfirðingum:
Hefurðu heyrt um Reykvíkinginn
sem varð fyrir slysi, þegar hann
var að strauja? Hann datt út um
gluggann.
★
Af hverju hafa reykvískir hundar
flöt trýni? Þeir elta kyrrstæða bíla.
★
Hefurðu heyrt um reykvíska
sómamanninn sem aldrei fór út
með konunni sinni?
Móðir hans sáluga hafði varað
hann við því að fara út með giftum
konum.
★
Þegar ég finn hjá mér þörf til að
trimma, legg ég mig þar til þörfin
er liðin hjá.
★
— Einsog mig grunaði, það er nikótín-
eitrun!
VÍKINGUR
49