Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 53
Jónas Sigurðsson sjötugur Jónas Sigurðsson skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík varð sjötugur s.l. mánuð. Mér þykir hlýða að minnast þessara tímamóta nokkrum orðum. Jónas Sigurðsson er fæddur í Ási, Hafnarfirði 13. mars 1911. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930. Slgldi síðan til Þýskalands og lagði þar stund á rafmagns- verkfræði. Er Jónas hafði lokið fyrri hluta prófi í þessari grein kom hann heim og gerðist togara- sjómaður. Haustið 1939 settist hann svo í fiskimannadeild Stýri- mannaskólans í Reykjavík. Og mun ætlun hans hafa verið að taka fiskimannapróf og gerast síðan togaraskipstjóri. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Friðrik V. Ólafsson þáverandi skólastóri Stýrimannaskólans gerði sér fljótlega ljóst að mikill fengur yrði að því fyrir skólann að fá Jónas sem kennara í stærðfræði og siglingafræði. Friðrik hvatti því Jónas til að láta ekki staðar numið við fiskimannaprófið. En það próf veitir ekki réttindi til kennslu í siglingafræði í efri bekkjum skól- ans. Jónas fór að ráðum Friðriks og tók einnig farmannapróf. Að því loknu fór hann til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í siglingafræði. Þetta var á stríðsárunum og því nokkrir erfiðleikar að komast landa á milli. Eftir að Jónas kom heim frá Ameríku varð hann fastur sigl- ingafræðikennari við Stýri- mannaskólann. Við lát Friðriks V. Ólafssonar haustið 1962 tók Jónas við skólastjórn og hefur verið það óslitið síðan, eða í rösk 18 ár. Er ég hóf nám í Stýrimanna- skólanum fór mikið orð af Jónasi sem stærðfræðikennara. Hann kenndi mér stærðfræði í þriðja bekk og það fór ekkert á milli mála að þama var maður sem kunni sitt fag. Enda eru þær stræðfræðibækur sem kenndar eru við Stýrimannaskólann hans verk. Jónas er íhaldssamur að eðlis- fari og róttækar breytingar eru honum ekki að skapi en sem sam- starfsmaður hans í fulla tvo ára- tugi get ég fullyrt að meiri og betri menntun sjómönnum til handa er hans hjartans mál. Jónas er kvæntur Pálínu Árna- dóttur frá Vestmannaeyjum og eiga þau þrjú börn. Á þessum tímamótum árna ég honum og fjölskyldu hans heilla og óska honum langra lífdaga. Benedikt Alfonsson 53 Þegar Jónas varð sjötugur þann 13. mars s.l. kom fjöldi manns til að færa honum heillaóskir sínar á þessum merkisdegi. Bárust Jónasi margar fagrar gjafir bæði frá vandamönnum svo og fyrrverandi nemendum og samstarfsmönnum í gegn um tíðina. Myndin er af þeim hjónum Jónasi og frú Pálínu Árnadóttur við þetta tækifæri. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.