Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 66
Sýningin BÁTUR OG BÚNAÐUR Bátasýning í Sýningarhöllinni á Ártúnshöfða um páskana, 11.-20. aprfl 1081 Dagana 11 til 20 n.k. verður Bátasýning í Sýningahöllinni við Bíldshöföa, á vegum Snarfara, félags sportbátaeigenda. Henni er valið heitið „BÁTUR OG BÚNAÐUR, sem sport og atvinnutæki ’81 “. Tilgangur sýningarinnar er að sýna báta og búnað þeirra, og vekja áhuga fólks á bátasporti, útivist og öórum hlutum sem til heyra. Á sýningunni verður margt að sjá, m.a. handfæra- og trillubáta, sportbáta, ýmsar tegundir véla, öryggisútbúnað, fjarskiptatæki, vióleguútbúnað, köfunartæki, verkfæri og reiðhjól og margt fleira. Meðan sýningin stendur yfir verður settur saman seglbátur sem fyrir hvern meðal mann tekur sextíu tíma að setja saman. Þarna verður sundlaug, þar sem börn geta leikió sér aö meðan þeir eldri eru að skoða sig um. Kvikmyndasýningar verða daglega, teiknimyndir fyrir börn, ýmsar myndir um sjósport. Módelsamtökin hafa tekió að sér að annast „lifandi vörukynningu” á hvers kyns vörum í tengslum við sýninguna. Undirbúningur er langt kominn og hafa mörg fyrirtæki og stofnanir staófest þátttöku. Auk verslunarfyrirtækja, munu Sjómælingar íslands, Siglingamálastjóri, Félag Farstöðvareigenda, Siglingasamband íslands og björgunarsveitir kynna störf sín. Skrifstofa sýningarstjórnar er í Austurstræti 17, 4. hæð sími 12019. Framkvæmdastjóri er Jörundur Markússon. 66 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.