Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Síða 6
Samstaða um
veiðarnar 1983
— stöðugt þarf að leita nýrra leiða við stjórnun veiða
Eftir þœr breytingar sem gerðar hafa verið á
„skrapdagakerfinu“má segja að víðtœk samstaða
hafi ríkt um tilhögun þorskveiða á árinu 1982.
Ófyrirsjáanlegur aflabrestur setur að sjálfsögðu
strik í útgerð, en segir í sjálfu sér ekki til um ágœti
tilhögunar veiðanna. Sú veiðtilhögun sem verið
hefur við lýði á árinu 1982 er afrakstur nokkurra
ára þróunar á því hvernig haga beri stjórnun
fiskveiðanna. Er vel að um þœr aðferðir hafi rikt
svo víðtœk samstaða og raun ber vitni, en sam-
staðan gerir stjórnunaraðferðirnar árangursrik-
ari en ella. Ekki er ástœða til að œtla annað en
fullt tillit verði tekið til ábendinga hagsmunaaðila
við endurbœtur á veiðifyrirkomulaginu á árinu
1983 í Ijósi reynslunnar frá 1982.
Þrátt fyrir svo góðan einhug um fiskveiði-
stjórnun hlýtur að vera fyllilega tímabœrt fyrir
sjómenn jafnt og aðra sem hagsmuna hafa að
gæta í sjávarútvegi, hvort sú þróaða aðferð sem
flestir hafa lýst ánœgju sinni með, skilar sjó-
mönnum og útgerð því besta sem fáanlegt er með
stjórnun fikveiða. Sjómenn mega ekki sofna á
verðinum við leit að árangursríkustu aðferðunum
við stjórnun veiða. Aðferðum sem ganga sem
lengst í að sameina þá kosti sem mest eru um
verðir. Þá að skipin komi með besta mögulega
hráefni að landi, útgerðarkostnaður sé í lágmarki
og að hœfileikar einstaklinganna við fiskveiðar
nýtist sem best.
Forráðamannastefna FFSÍ 1982 ályktaði um
tilhögun þorskveiða á árinu 1983, á þann veg að
bátum yrði úthlutað 48,89% þorskaflans er tog-
urum 51,11%. Veiðitíma bátanna verði skipt íþrjú
jafnlöng tímabil, janúar til vertíðaloka, vertíðar-
lok til ágúst og september fram I desember.
Kveðið verði á um aflahámark innan veiðitíma-
bila og jafnframt sett ákvœði um veiðibann í til-
tekinn tíma. Svipuð skipting verði á veiðitíma
togaranna auk nánari útfœrslu á tilhögun veiða
togaranna.
Forráðamannaráðstefna FFSÍ gerði ráð fyrir
450 þús. tonna heidlarafla á árinu 1983 en sú
ályktun var gerð áður en skýrsla Hafrannsókn-
arstofnunar um ástand nytjastofna á íslandsmið-
um kom út. í skýrslunni er sem kunnugt er mœlt
með 350 þús. tonna hámarksafla á árinu 1983.
1. desember efndi sjávarútvegsráðherra til
fundar með fulltrúum fiskvinnslu, útgerðar og
sjómanna þar sem tœkifœri gafst til skoðana-
skipta við sérfrœðinga Hafrannsóknarstofnunar.
Þar lét sjávarútvegsráðherra upp þá skoðun sína
að stefna beri að 370 þúsund tonna þorskafla á
nœsta ári, að gefnum þeim forsendum er fiski-
frœðingar reikna nú með. Hinsvegar geti frekari
rannsóknarleiðangrar breytt þessari tölu til eða
frá eftir því hverjar niðurstöður þeirra kunnu að
verða.
Fyrst sjávarútvegsráðherra afræðurað fara svo
nœrri tillögum fiskifræðinga og raun ber vitni, þá
hljóta sjómenn að vona að sem næst verði farið
tillögum þeirra um tilhögun veiðanna þó svo að í
öðru hlutfalli verði en þeir helst hefðu óskað.
B.H.
6
VÍKINGUR