Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 25
Módel af tilraunatanknum í Hirtshals. bjartsýnir á að þegar allt verður komið í fullan gang, muni mið- stöðin hafa mikið að segja fyrir bæinn, en nú er t.d. atvinnuleysi þar töluvert. Framkvæmdastjóri Dansk Fiskeriteknologisk Institut ungur tnaður að nafni Sven Sverdrup Jéhsen tók á móti okkur og sýndi fyrst húsakynnin, sem eru hin glæsilegustu. Hann sagði fyrst að Dansk Fiskeriteknologisk Institut væri hluti af Akademiet for de . Tekniske Videnskaper, sem venjulega væri skammstafað ATV í Danmörku. Markmið stofnunar- innar er að auka veiðiþekkingu og tækniþekkingu þeirra sem fást við sjávarútveg, þannig að aflatækni og hagkvæmniskostnaður verði sem mestur. Þá má geta þess, að stofnunin er sjálfseignarstofnun og fær eingöngu fé af sölu á alls- konar þjónustu og þekkingu sem starfsmenn búa yfir. Þó er það yf- irleitt svo, að stofnunin fær árlega styrk úr einhverjum sjóðnum og frá tækniráðuneytinu danska. Þær deildir sem falla undir Fiskeriteknologisk Institut eru til- raunageymurinn, tilraunastöð og hita/kuldadeild og ennfremur upplýsingamiðstöð. Tilraunastöðin hefuryfir 350 m2 rými að ráða. Þar er meðal annars verkstæði, þar sem hægt er að þróa og reyna ýmsar tegundir véla og tækja, sem notuð eru um borð í fiskiskipum eða við flutning og geymslu á fiski. Hluti af verk- stæðinu er notaður til athugana Finn Nielsen Skibsradioservice A/S Sala og viðgerðir á rafeindatækjum í skipum Umboð fyrir eftirtalin fyrirtæki: Furuno. Skanti, SRA. R & S. AP-navigator. Robertson. „Siemens NMT símar.“ Havnen, 9850 Hirtshals Sími: 08-94 13 22 VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.