Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 27
og þróunar á rafeindavörum á þessu sama sviði. Hita/kuldaherbergið er ætlað til að kanna hvaða áhrif heims- skautaveður og hitabeltisveður hafa á hin ýmsu tæki og hluta. Það verður þó ekki tekið í notkun fyrr en í september á næsta ári. í upplýsingamiðstöðinni getur að finna fiskitækni-bókasafn og ennfremur verður hægt að nýta sér mikið magn upplýsinga sem birt- ast á tölvuskermum. Þar á sem sagt í framtíðinni að vera hægt að fá bækur eða tölvuútskrift um nánast allt er varðar veiðar, útgerð og fiskvinnslu. Þessu næst vék Sverdrup að til- raunatanknum og sagði, að það væru liðin 11 ár síðan byrjað var að ræða um að byggja slíkan tank í Hritshals, en árið 1977 hefðu David Wileman. menn byrjað að ræða um bygg- inguna á honum fyrir alvöru. Þá hefði ákvörðunin verið tekin í raun og hugmyndin um Norður- sjávarmiðstöðina fæðst út frá því. „Tilraunatankurinn hér er gegnumstreymistankur með færi- bandi á botni. Stærð hans er 30 metrar að lengd, breiddin er 8 metrar og dýptin 6 metrar og er umgjörðin úr steinsteypu. Vatnið kernur inn í tankinn eftir 4 þar til gerðum göngum og er hægt að mynda straum úr öllum áttum. Framhlið tanksins er úr gleri og er hún 21 metri að lengd. Þar fyrir framan er hægt að stunda hinar ýmsu rannsóknir á vörpum og eru hjálpartækin fjölmörg. Við mæl- ingar á vörpunum er notað raf- eindastýrt tæki ásamt ljósmynda- tækjum og myndbandatækjum. Tankurinn er sérstaklega ætlaður til að gera athuganir á módel- vörpum í stærðarhlutföllunum 1:5 Þannig mun Norðursjávarmiðstöðin í Hirtshals líta út, þegar svæðið verður fullbyggt. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.