Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 31
Afli og veiðar fram til ársins 2000 Þetta var yfirskrift síðari ráðstefnunnar sem haldin var á Nor-Fishing “82. Frummælendur voru mættir til leiks en það voru þeir Steinar Olsen ráðunautur hjá FIFI (Rannsóknastofnun sjáv- arútvegsins í Bergen, Jan Olaf Traung framkvæmdastjóri Traung skipasmíðastöðvarinnar í Gautaborg og Anders Endal ráðunautur hjá FIFI í Þrándheimi. Fyrsta erindið flutti Steinar Olsen og hét það: „Hvernig munum við hátta veiðunum næsta áratuginn.“ Fyrst verðum við að gera okkur grein fyrir því hvað við ætlum að veiða og hvað við munum geta veitt. Hvernig verður ástand fiski- stofnanna og hvar munum við stunda veiðarnar? Það er ljóst að einhliða útfærsla landhelginnar hefur þegar breytt töluverðu. Helsta og markverðasta breytingin er sú að í dag fara allflestar veiðar fram á eigin miðum. Þróunin verður einnig að öllum líkindum sú að allar veiðar á fjarlægum miðum verða úr sögunni. Ástand fiskistofnanna mun vonandi batna sér í lagi ef stjórnvöld hafa vilja og hæfileika til þess að takmarka og stjóma veiðunum þannig að hægt sé að koma í veg fyrir ofveiði og ónauðsynlegt smáfiskadráp. Við munum því vonandi upplifa það að fiskistofnarnir stækki og gefi meira af sér. Eftir stríð hefur sjó- mönnum fækkað mjög en afli aukist sér í lagi á síðasta áratug. Og sjómönnum mun fækka í framtíðinni sér í lagi í N-Noregi þar mun sjávarútvegurinn standa í hraðri samkeppni við olíuiðnað- inn um vinnukraftinn. Sjómenn geta samtímis auknar kröfur til velferðar og eðlileg fjölskyldu- lífs. En þessar kröfur eru að sjálf- sögðu mjög skiljanlegar. f þessu sambandi má nefna stikkorð eins og styttri vinnutíma, minna lík- amlegt erfiði, öruggari vinnu og betri hvíldaraðstöðu um borð og aukna möguleika á eðlilegra fjöl- skyldulífi. En aukin tækni hefur gert okkur kleift að auka afla jafnt og þétt, jafnframt fækkun sjómanna. En við höfum verið tilneydd til auk- innar hagkvæmni. Aukinn olíu- kostnaður árin 1971-1981 (sex- földun á verði) stendur ekki í samræmi við fiskverðshækkun. Hún var á sama tímabili aðeins 2-3 föld. En þær veiðar sem krefjast mikillar olíunotkunar standa illa að vígi ef okkur tekst ekki að auka hagkvæmnina ennþá meira, svo sem með minni olíunotkun eða auknum afköstum veiðarfæranna. Það liggur ljóst fyrir að olíuverð mun halda áfram að hækka og þess vegna er vert að líta aðeins nánar á þá hlið málsins. Ef við lít- um aðeins á vörpuna þá er hún það veiðarfæri sem líður mest við aukið olíuverð. Og varpan eins og hún er í dag býður ekki upp á neinar stórkostlegar breytingar í framtíðinni. Hins vegar er hægt að minnka olíunotkunina við tog- veiðar. Minni toghraði, hag- Frá vinstri: Anders Endal, Steinar Olsen og Jan Olaf Traung. VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.