Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 45
Skipshöfnin á Ægi í lok fyrra þorskastríðsins. Stór hluti áhafnarinnar fór yfir á Tý þegar hann kom nýr 1975. Ólafur er sjötti frá vinstri,
fjórði frá vinstri er Sigurður Bergsson og fimmti Elías Sveinbjörnsson, fyrir framan Ólaf situr Friðgeir Ólafsson, stýrimaður og
næstu Guðmundur Kæmested, skipstjóri. Þessirfimm voru lengi saman á varðskipunum.
Þorskastríðin
ólík hvort öðru
— Var ekki oft mikið um að
vera í þorskastríðunum tveim?
— Jú, en þau voru ólík. í stríð-
inu um 50 mílurnar var meira um
hreinar klippingar og þær gátu oft
verið spennandi. Klippurnar voru
á vír og ég stjórnaði spilinu sem
bátsmaður. Maður fylgdi fyrir-
mælum skipstjórans um að slaka
út t.d. 200 föðmum og setti svo
spilið fast og bremsurnar á. Það
þurfli stundum að fara ansi ná-
lægt togurunum. Við beittum
byssunum tvisvar í fyrra þorska-
stríðinu. Einu sinni var dráttar-
bátur búinn að elta okkur lengi,
var alltaf í rassinum á okkur svo
við gátum ekki hægt á okkur eins
og þurfti til að klippa. Guðmund-
ur gaf okkur þá fyrirmæli um að
skjóta á hann með byssunni sem
er aftur í skut. Það var bara
púðurskot en gaf frá sér ógurlegan
hvell. Þeir hentu sér allir niður á
dráttarbátnum þegar þeir heyrðu
hávaðann.
Við skutum svo alvöru skotum
að honum Everton í lok fyrra
stríðsins. Það var reyndar loka-
punktur þeirra átaka.
VÍKINGUR
Þegar Týr kom ný, 1975, fór
nær öll áhöfnin af Ægi með Guð-
mundi á hann. Þá var baráttan um
200 mílurnar að hefjast og má
segja að þau átök hafi likst hreinni
geðveiki. Mér finnst mesta rnildi
að ekki urðu stórslys á mönnum,
ég veit ekki hverju það er að
þakka. Þá var herskipafloti Bret-
anna svo stór og sífelldar ásigl-
ingar. Það var alveg með ólíkind-
um hvað skip eins og Týr, Þór, Ver
og Baldur vöru illa farin eftir
átökin.
Siglt inn í Tý
Ég var með þegar siglt var inn í
Tý síðast. Stýrimaður var veikur
svo ég var uppi í brú þegar þetta
gerðist. Það var búið að vera hálf-
gert tríðsástand á svæðinu, margir
togarar, mörg herskip og nokkur
varðskip. Við vorum nýbúnir að
klippa af einum þegar herskipið
sigldi á 35 mílna ferð inn í hliðina
á okkur. Skipið lagðist á hliðina
en herskipið festist við okkur og
keyrði okkur upp úr kafinu á
ferðinni. Guðmundur bað mig
strax að athuga hvort strákarnir
sem voru á spilinu væru á lífi og
sem betur fer gátu þeir haldið sér
meðan skipið lá á hliðinni. Þeir
voru auðvitað hundblautir og
kaldir. Við vorum að reyna að
ausa það mesta þegar herskipið
kom aftur á fleygiferð og Guð-
mundur kallar til okkar að koma
okkur í skjól. Við komum okkur
fyrir inn í þyrluskýli og þeir sigldu
á nákvæmlega sama stað á okkur
aftur. Við kíktum út úr skýlinu og
okkur sýndist þá eins og búið væri
að sigla aftasta hlutann á Tý í kaf
því við sáum bara stefnið á her-
skipinu en ekki aftasta hlutann.
Það var vegna þess að stór hluti
stefnisins brotnaði af herskipinu
þess vegna leit þetta svona út.
Skömmu seinna var keyrt illa
inn í Ver, síðan hjöðnuðu átökin
enda voru allir búnir að fá nóg. Ég
held að Bretarnir hafi verið að
sýna okkur mátt sinn, þeir vissu að
þeir voru búnir að tapa stríðinu.
Ég er á Tý þar til um áramót '19
og ’80. 1979 gifti ég migogflutti til
Þorlákshafnar. Ég er tvígiftur,
fyrri giftingin var 1974. Ég fékk
ársleyfi frá Gæslunni og pláss á
Jóni Vídalín frá Þorlákshöfn. Mig
langaði að rifja upp togara-
ntennskuna og kynnast skuttog-
45