Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Blaðsíða 55
að allar loðnuveiðar var það mik- ilvægt að engin loðna yrði veidd á því svæði sem talið er að loðnan gangi um. í sumar voru teknar upp við- ræður við EBE að frumkvæði Norðmanna í þeim tilgangi að ræða um alvarlegt ástand loðnu- stofnsins og að ekki skyldu fara fram sumarveiðar á loðnu. í upphafi þeirra viðræðna sem hér um ræðir, settu fulltrúar EBE fram þá kröfu, að loðnuveiðar yrðu bannaðar frá júlí 1982 til jafnlengdar 1983. íslensk stjórn- völd töldu sig ekki geta gengið að slíkum skilyrðum, heldur hlyti mat á ástandi stofnsins að lokum rannsóknarleiðöngrum íslendinga og Norðmanna í október á þessu ári og skera úr um þetta atriði. Á síðustu stundu náðist samkomulag um að banna loðnuveiðar fram í byrjun nóvember, svo og alfarið á vertíðinni, ef hryggningarstofn loðnunnar reyndist minni en 400 þús. tonn. Ef ástæður leyfðu, og íslendingar hæfu veiðar í haust eða næsta vetur var samið um, að skip frá EBE fengju heimild til takmarkaðra kolmunnaveiða næsta sumar við ísland og Jan Mayen. Á móti fengju íslendingar heimild til veiða á kolmunna á miðum EBE. Nú á Fiskiþingi var sam- þykkt að mæla með að leyft skyldi að veiða 30-50 þúsund tonn af loðnu í vetur þrátt fyrir að stofn- inn hafi aðeins mælst 265 þús. tonn af hrygningarloðnu. Hver viðbrögð stjórnvalda verða er ekki vitað nú á þessari stundu. Það skal tekið fram að loðnu þessa á að nytja til mann- eldis en ekki til mjölvinnslu. Á þessu hausti var ákveðið að leyfa veiðar á 50 þúsund tonnum af síld. Gerð var veruleg breyting á veiðunum og loðnuskipin tekin inn að hluta, en önnur nótaskip verða að bíða til næsta hausts ásamt þeim hluta loðnuskipa sem ekki VÍKINGUR fengu leyfi í haust. Þetta þýddi að hlutur hvers skips varð um helm- ingi meiri en á síðasta hausti. Ekki var vilji fyrir því meðal rekneta- veiðimanna að fækka bátum og auka magnið sem hverjum yrði leyft að veiða. Nú hafa veiðst um 40 þúsund tonn. Síldarsöltun er lokið. Fryst hefur verið sú beitu- síld sem talið er að við þurfum og farið að minnka það sem sölu- samtök telja að hægt sé að selja af frystri síld. Þá geta orðið eftir 6-8 þúsund tonn af leyfðum kvóta, sem mest virðist ætla að koma niður á reknetabátum. Þá er spurning sem ég vil leggja fram hér og nú. Eigum við að fara fram á ríkisábyrgð fyrir 40 þúsund tonnum af saltsíld, sem trúlega er hægt að selja á Rússlandsmarkað. Samningar farmanna voru undirritaðir þann 12. ágúst 1982 og gilda til 1. júlí 1983. Það sem ég tel markverðast við þá samninga, að þar náðist óbein viðurkenning á vinnutímastyttingu og yfirlýsing Samgöngu- og Fjármálaráðuneyt- isins um nefndarskipan til að skoða og gera tillögu að lífeyris- málum farmanna, þ.e. að þeir sjóðir sem farmenn eru tryggðir innan hafi sömu tryggingu og Líf- eyrissjóður sjómanna veitir. Þessi nefnd sem skipa átti hefur ekki séð dagsins ljós, en henni var ætlað að ljúka störfum fyrir næstu áramót. Við höfum ítrekað rekið á eftir að þessi nefnd yrði skipuð, bæði við aðstoðarmann ráðherra Þröst Ol- afsson, sem fyrir hönd áður- nefndra ráðuneyta skrifaði um- rætt samkomulag og einnig höfum við rætt við sáttasemjara um að reka á eftir því, þar sem þetta var forsenda undirskriftar samnings. Ég vil ekki trúa öðru en nefndin verði skipuð innan fárra daga, og von mín er að störf hennar verði jákvæð fyrir samtök okkar. Því miður hefur þróun far- skipaflotans ekki orðið okkur í hag. Skipafélögin hafa haldið uppteknum hætti og hafa í aukn- um mæli erlend skip í þjónustu sinni, undir stjórn erlendra manna og áhafna að hluta eða öllu leyti, en Baldur Halldórsson mun fjalla nánar um þessi mál. Samningar fiskimanna hafa verið lausir frá 1. nóv. s.l. hjá öll- um félögum. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvert fram- hald verður, en ég vona að við getum hér á þessar formannaráð- stefnu ákveðið hvernig staðið verði að þessum málum. Fjárveiting til Landhelgisgæslunn- ar verði skipuð áfram Formannaráðstefna F.F.S.I. haldinn 13. og 14. nóvember 1982 ítrekar við stjórn sambandsins, að þær samþykktir, sem gerðar hafa verið á undanförnum þingum og ráðstefnum um öryggismál nái fram að ganga, hvort heldur um er að ræða viðhald vita og sigling- merkja eða annan öryggisþátt. Stjórnin vinni að því að fjár- veiting til Landhelgisgæslunnar verði í samræmi við þarfir stofn- unarinnar. Ennfremur vinni stjórn sam- bandsins að því að fjármagn til viðgerðar á m.s. Árvak verði í samræmi við þær þarfir, sem þarf til framkvæmda 20 ára flokkunar- viðgerðar. Loftskeytamönnum ekki fækkað Formannaráðstefna F.F.S.Í. leggur á það unga áherslu að ekki verði gengið á rétt loftskeyta- manna í áhöfn skipa, frekar en orðið er. Og núgildandi reglur um radióbúnað og fjarskipti á skipum nr.813 2.des. 1981 verði framfylgt og þeim í engu breytt. Björgunarlagafrumvarp verði skoðað betur Formannaráðsefna F.F.S.Í. ályktar eftirfarandi um frumvarp 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.