Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Page 62
Gunnar Sætersdal forstjóri.
um eigi að vera hægt að auka
þorskafla um allt að helming á
nokkrum árum. En þá verðum við
að friða ungfiskinn alveg upp í
fimm ára aldur. Þá er lengd hans
um 50 cm. En fyrstu árin eftir að
slík stjórnun veiðanna hefst geta
orðið ansi mðgur fyrir sjómennina
og megum við reikna með að
þurfa að binda hámarksaflasem
deilt verður með Rússum við
300.000,- tonn þorsk. Varðandi
loðnuna í Barentshafi erum við
bjartsýnir og sjáum engin merki
um minnkandi afla og virðist
stofninn vera í vistfræðilegu jafn-
vægi. Ef ástandið breytist ekki til
hins verra, má gera ráð fyrir því að
ársafli næstu ár geti verið þetta
1,5—2 milljón tonn loðna. Sömu
sögu er ekki hægt að segja um
loðnuna við Jan Mayen og ísland.
Þar lítur út fyrir að aflinn fari
stöðugt minnkandi. Og erum við
fiskifræðingar áhyggjufullir yfir
ástandinu. Við megum ekki
gleyma því að t.d. fannst loðna á
Grand Banks við Nýfundnaland
fyrir nokkrum árum síðan. Hún
fékkst að í nokkur ár en hvarf síð-
an. Annars erum við bjartsýnir
hvað varðar síldina. Jafnvel þó
stofnstærð atlando-skandiske
síldarstofnsins sé í dag aðeins um
300.000 tonn, erum við á góðri leið
að styrkja hann. Og ef rétt er
haldið á málunum ætti okkur að
takast að byggja upp sterkan síld-
arstofn innan nokkurra ára.
Með þessum orðum lauk Sæt-
ersdal erindi sínu. Þar á eftir hóf-
ust umræður sem báru sterkan
keim af fiskifræðingahatri þar
Tveir strákar voru að rífast.
„Ég skal kýla allar tennurnar úr
þér nema eina.“
„Af hverju ætlar þú að skilja
eina eftir?“
„Svo þú getir fengið tannpínu í
hana.“
★
Kennari: „Hvaða þrjú orð eru
mest notuð af nemendum?“
Nemandi: „Ég veit ekki.“
„Kennari: „Alveg rétt.“
sem sjómenn deildu hart á fiski-
fræðingana. Það leiddi til þess að
hinn norski sjávarútvegsmálaráð-
herra Thor Listau sté í pontu og
gat þess að fiskifræðingar væru
aðeins ráðgjafar stjómvalda en
það væru stjómvöld sem ákvæðu
aflatakmarkanir og þessháttar.
„Lögregluþjónn, hvernig kemst
ég fljótast á Landspítalann?“
„Lokaðu augunum og gakktu
yfir götuna. — Þú verður þá
kominn þangað eftir kortér.“
★
Mamma: „Villi, afhverju
sparkaðirðu í magann á honum
litla bróður þínum?“
Villi: „Það var honum að
kenna. Hann sneri sér við.“
62
VÍKINGUR