Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1982, Side 63
Ný tegund smurolíu frá Vickers Oils Asiaco h.f. Vesturgötu 2 Rvík er nú að hefja innflutning á smurolíu og smurfeiti frá Vikker Oils, sem er ætluð til notkunar á stöðum þar sem sjór eða vatn er til staðar, og hætta er á að olían blandist sjón- um eða vatninu. Sérstaklega er olían hentug til notkunar á stefnisrör og skipti- skrúfubúnað þar sem ætið er hætta á sjóblöndun. En olían er þeim eiginleikum gædd að geta blandast sjó og myndað upplausn með sjónum sem ekki aðskilst að halda smurhæfninni þrátt fyrir sjávaríblöndunina. Olían heitir HYDROX 550 sem er 59° Engler við 50°c og HYDROX 21 sem er 21° Engler við 50°c. Þykkari olían HYDROX 21 er notuð á stefnisrör sem leka og minnkar hann oft eða stoppar algjörlega eftir að hún hefur verið sett á smurkerfið stefnisrör sem leka með ásþéttum. HYDROX 21 var t.d. sett á stefnisrörið í Svalbak EA 302 sem lak um 25-30 lítrum af smurolíu á sólarhring, tveim sólarhringum seinna hætti þessi leki algjörlega og hefur ekki borið á honum síð- an, eftir um 2 mánaða notkun. Myndin sýnir stefnisröraleg, sem gengið hafa undir svo kallað Skefco prófun. Efsta legið var smurt með HYDROX 550 en tvö neðri með venjulegri oliu. Spyrðiklemmur komnar á markaðinn — tækni sem veldur byltingu í skreiðarverkun Fyrir nokkru hóf Lamaiðjan h.f. að framleiða spyrðiklemmur, sem notaðar eru þegar fiskur er hengdur upp í skreið. Hafa þessar klemmur verið í notkun um skeið og reynst mjög vel. Klemmurnar hafa verið reyndar mikið hjá Sjö- Klemman með fiski. stjörnunni h.f. í Njarðvíkum og hafa þær reynst vel bæði við inni og útiþurrkun. Spyrðiklemmurnar hafa verið notaðar á fisk, sem hengdur hefur verið upp á þar til gerða rekka, sem hægt er að láta standa nálægt húsum og eins eru Hleðslurekkar með klemmum. þær notaðar þegar hengt er upp á hjalla. Þegar spyrðiklemma er nótuð, þá skemmist fiskurinn ekkert á sporði og það sem munar kannski mestu, er að afskurður er enginn, en oft er mikið verk að skera böndin af fiskinum þegar hann er orðinn þurr. Spyrðiklemman er mjög einföld í notkun. Hún er opnuð með einu handtaki, fisknum er raðað á ann- an kjammann og klemmunni lok- að. Losun fer fram á sama hátt. Kostir klemmunnar koma besta í ljós við verkun á keilu og löngu. Það er fyrirtækið Kvikk s.f. sem sér um sölu á spyrðiklemmunum og býður það ennfremur ráðgjöf við val á hleðslurekkum fyrir klemmurnar. Myndirnar sýna hugsanlega notk- unarmöguleika spyrðikelmmunn- ar. VÍKINGUR 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.