Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 6
Eflum Víkinginn
Lesendur eru beðnir velvirðingar á því að blaðið er
heldur seint á ferðinni nú. Orsök þess er sú, að rit-
stjóraskipti hafa orðið og tók undirrituð við starfinu
1. september sl. Reynsla mín af starfi við blaðið, sem
blaðamaður og ritstjóri í skamman tíma, hefur kennt
mér að velvilji ríkir i garð þess, sérstaklega hjá þeim
mönnum semfylgst hafa með lífi þess frá upphafi. En
alltof lítið er um að menn finni sig knúna til að senda
blaðinu efni, hugleiðingar um velferðarmál sín eða
innlegg í umrœðuna um stöðu sjávarútvegsins al-
mennt, svo eitthvað sé nefnt. Hraði nútímaþjóðfélags
býður ekki upp á mikinn frítíma til slíkrar iðju og
sjómenn vilja að sjálfsögðu nýta tímann í landi með
fjölskyldu sinni, en ef viljinn erfyrir hendi hlýtur slíkt
að vera hœgt. Hér með skora ég á velunnara blaðsins,
hvort sem það eru starfandi sjómenn eða aðrir áhuga-
menn um sjávarútveg, að leggja sitt af mörkum til að
efla Víkinginn sem vettvang umrœðna á þessu sviði.
Ætlunin er að taka upp þátt í blaðinu, lesendaþátt
þar sem birt verða stutt bréf eða erindi sem menn bera
upp símleiðis. Mun þá verða leitað svara hjá réttum
aðilum, við spurningum sem upp kunna að koma.
Slíkurþátturgœti t.d. auðveldaðþeim sem stoppa stutt
í landi að fá úrlausn mála sem á þeim brenna og eiga
erindi til annarra. Hugmyndin erað láta þáttinn heita
„Spjallað í talstöðina". Og nú er bara að láta í sér
heyra!
Eins og lesendur vita, var stofnun Víkingsins á sín-
um tíma mikið baráttumál stéttarinnar. Nú á timum
aukinnar fjölmiðlunar og afþreyingartœkifœra, er
hœtta á aö rödd sem einu sinni var sterk og mikils
metin, dofni og verði undir í samkeppninni. En slíkt
gerist vitanlega ekki ef þeir sem að blaðinu standa eru
tilbúnir að standa vörð um Hf þess og gera rödd þess
marktœka og afgerandi. Það er ekkert launungarmál
að skiptar skoðanir eru uppi um framtíð Víkingsins og
verða málefni hans vœntanlega tekin fyrir á þingi
F.F.S.Í. í nóvember nk. Þess vegna er nauðsynlegt að
menn íhugi afstöðu sína til blaðsins og leggi sitt af
mörkum til að sanna að blaðið eigi rétt á sér og standi
undir því að vera hagsmuna- og baráttumálgagn sjó-
mannastéttarinnar.
Allt frá stofnun hefur blaðið reynt að sinna mikil-
vœgustu málefnum stéttarinnar, svo sem öryggis-
kjara- ogfrœðslumálum og svo mun verða enn. Einnig
mun lögð áhersla á það hagsmunamálfiskimanna sem
umfjöllun um nýjungar í fiskveiðitœkninni er. Sum-
um farmönnum finnst að vísu málefnum fiskimanna
gert of hátt undir höfði í blaðinu, en leitast verður við
að hafa þar á nokkurt jafnrœði.
Ekki má gleyma mannlega þœttinum í þessu öllu
saman, þ.e. persónulegum viðtölum við unga sem
aldna um lífið og tdveruna. Aðalatriðið er að efnið sé
fjölbreytt svo allirfái eitthvað við sitt hœfi.
A tímum erfiðs efnahagsástands, berst útgáfa tíma-
rita í bökkum og því mun enn einu sinn reynt að auka
áskrift að blaðinu. Það mun nú vera sent til um 3.500
áskrifenda, en gaman vœri að hœkka þá tölu a.m.k.
upp i 4.000fram til nœsta árs, þegar blaðið verður 45
ára. Reynt verður að höfða enn meir til yngri manna í
söfnun áskrifenda. Þar geta allir lagt hönd á plóginn
með því að vera vakandi í umrœðu og ábendingum til
þeirra sem enn eru ekki fastir áskrifendur. Einnigmun
dreifing blaðsins í lausasölu verða efld á nœstunni, svo
blaðið verði víðlesnara. Auglýsingar og áskriftir eru
lífgjafi blaðsins og því verður af efla þann þátt.
Ekki erað efa að sjómannastéttin mun ekki una því
að rödd þeirra verði kœfð í fjölmiðlaflóði nútímans.
Þeir munu berjast fyrir áframhaldandi lífi síns eigin
málgagns.
Iðnsýning ’83
Eflaust hafa margir lesendur séð Iðnsýninguna
síðustu, því hún var víst sú fjölsóttasta hér á landi. En
margir búa úti á landi og hafa ekki haft tœkifæri til að
koma suður einmitt á þessum tíma og fjölmargir eru
úti á sjó. Þó nokkur hluti þessa blaðs er kynnig á
fyrirtœkjum sem sýndu vörur á lðnsýningunni sem
tengjast sjávarútvegi, á einn eða annan hátt og varpar
vonandi Ijósi á þá grósku sem ríkir í íslenskum iðnaði.
Ekki er að efa að við getum staöið útlendingum á
sporðiþegar saman fer hugvit og mikil reynsla af starfi
við t.d. sjávarútveg, því verkþekking erjú undirstaða
þess að framfarir eigi sér stað. Nœgir hér að benda á
uppfinningu brœðranna í Eyjafirði sem frá er sagt i
blaðinu. Iðnaður tengdur sjávarútvegi á ugglaust
mikla framtíð fyrir sér þar sem bœði er þörf á vinnu-
hagræðingu og aukinni úrvinnslu afla. Þau fyrirtœki
sem áður hafa verið kynnt í blaðinu og sýndu á sýn-
ingunni eru ekki hér með, af augljósum ástæðum.
„Islensk framtíð — á iðnaði byggð,“ var kjörorð sýn-
ingarinnar og er vonandi aðþað séu orð að sönnu.
6
VIKINGUR