Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 13
Véltak hf., Hafnarfiröi: Álbobbingar — þaö sem koma skal? — tilraunir gefa góöa raun Véltak hf. í Hafnarfirði, var með lítinn bás á sýningunni og kynnti álbobbinga sem er ný framleiðsla. Fyrirtækið hóf tilraunir í þessa átt fyrir rúmu ári síðan og naut til þess aðstoðar íslenska álfélagsins sem lánaði um 800 kg af áli til tilraun- arinnar, sem Véltak myndi síðan skila til endurbræðslu ef bobbing- amirreyndustekkinothæfir,annars yrði það reiknisfært. Á sýningunni mátti sjá nýjan bobbing og annan sem notaður hefur verið í átta mánuði og reyndist slitið ekki mikið. Að sögn Guðbjartar Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Véltaks hf. eru helstu kostir álbobbinganna, að þeir eru þyngri við botn en stál- og gúmmíbobbingar en jafn þungir á dekki. Þeir halda því vörpunni betur við botninn og varna því að fiskurinn sleppi undir hana. Álbobbingarnir sem framleidd- ir voru í tilraunaskyni, hafa verið í notkun síðan í desember á síðasta ári, um borð í togaranum Ársæli Sigurðssyni frá Hafnarfirði og lætur skipstjóri og eigandi skipsins, Þorleifur Björnsson, vel af þeirri reynslu. Til að byrja með, meðan bobbingarnir voru alveg nýir og veitt var á slæmum botni, vildi álið rifna og mynda hvassar brúnir og skera eða slíta netin. Síðan voru þeir steyptir úr harðara áli og kantarnir afrúnnaðir og hvarf þá þessi galli. Bobbingarnir eru allir um 50 cm að þvermáli en mis- þungir og misbreiðir. Þorleifur var með sex álbobbinga um borð og notaði aldrei minna en fjóra, á miðju vörpunnar, og uppi í sex, eftir dýpi og aðstæðum hverju sinni. Þorleifur telur álbobbing- VÍKINGUR VÉLfAk \ JpWfí í WsÁ í m Úr sýningarbás Véltaks hf. Hér má sjá álbobbingana nýja og eftir átta mánaða notkun. ana hentuga við þorsk- og grá- lúðuveiðar á miklu dýpi, þar sem bobbingalengjan þarf að liggja fast við botninn. 50 kílóa álbobb- ingur er 30 kíló við botn en jafn- þungur gúmmíbobbingur er talinn innan við tíu kíló við botn, vegna eðlisþyngdarmunar á gúmmíi og áli. Veiðarnar á Ársæli gengu vel meðan á þessari tilraun stóð og létu mennirnir á dekkinu vel af að vinna við þá. Sem dæmi nefnir Þorleifur, að við veiðar á grálúðu við Austurland, á um 350-—450 fm dýpi, hefðu mörg skip notað 750—850 faðma af togvír, en á Ársæli var mest hægt að hafa 675 faðma af togvír úti. Segir Þorleifur árangur af sínum veiðum að minnsta kosti þann sama og á skipunum sem höfðu lengri togvír og mun betri en á þeim sem ekki gátu sett út nema um 675 faðma. Enn einn kostur við álið er sá að hægt er að skila allt að 30% af bobbing til baka til endurvinnslu, fyrir gott verð. Vélatk hf. er til húsa að Hval- eyrarbraut 3, í Hafnarfirði. Sími

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.