Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 28
Fiskur ísaður í ker úr fiskikassa, til útflutnings á ferskfiskmarkað. Kerin eru þægileg til stöflunar inn í flutningsgáma skipaféiaganna. Fiskurinn geymist vel ísaður í viku í þurrgámum, þ.e. ekki frystigámum. það tekst að hanna flutningskerfi í skipslestir, sem hægt er að nota bæði við löndun og eins út á sjó. Mesti vinnusparnaðurinn við notkun þessara kerfa er við lönd- un og er okkar mat, að hægt sé að spara allt að helming löndunar- kostnaðarins. Þau fiskker sem eru mest fram- leidd hér á landi urðu til í sam- vinnuverkefni, sem R.f., Iðn- tæknistofnun íslands, Normi og Sæplast, og síðar Norm-X stóðu að. Kerið er hugsað sem alhliða ílát og er hægt að nota það jöfnum höndum í vinnslu og sem geymsluílát. Stærsti kostur slíkra kerja er að auðvelt verður að flokka fiskinn eftir tegundum og jafnvel stærð- um í hvert ker og dagmerkja þau. Á sínum tíma þegar hafin var notkun plastkassa í skipslestum þá var það ákveðið þrep í þróun hentugra flutningskerfa. Eins er með kerin að þau eru áfangi á þessari þróunarbraut. Það er svo spurning hvort þau ná eins al- mennri útbreiðslu og fiskkassarnir hafa náð, en það veltur mikið á því hvernig til tekst við hönnun og smíði flutningskerfis fyrir kerin í lestum skipa. Hönnunarhópur Hér lýkur skýrslu þeirra félaga. Eins og áður sagði, er byrjað að smíða flutningskerfi fyrir m/s Júpiter. Sérstakur hópur tækni- manna hefur annast hönnun verksins, í honum eru Paul Hansen, véltæknifræðingur sem stjórnar verkinu og sér um hönnun á flutningavagni, Elías Guð- mundsson, vélaverkfræðingur sem sér um hönnun á gámalyftu og brautum í lest, Eyjólfur Ámundar- son og Sævar Birgisson, skipa- tæknifræðingar, hanna breytingar á skipi og stálteikningar. Til al- menns ráðuneytis og sérstaklega með tilliti til atriða sem varða gæði og geymslu á fiski, er Ásgeir Matthíasson, tæknifræðingur Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins. Auk þess munu Sigurjón Arason Rf og Hörður Jónsson, Iðntæknistofnun íslands vera til ráðuneytis. Lest m/s Júpiters er nú miðuð við bræðslufisk og er henni skipl í þrjú hólf með tveim langþiljum. Öll vinnuaðstaða miðað við fisk- kassa er því mjög erfið. Við upp- setningu gámaflutningskerfisins þarf að rjúfa bæði langþilin á ein- um stað til að koma fyrir lyftunni. Breytingarnar verða samt sem áður miðaðar við að skipið verði sem fjölhæfast og geti t.d. áfram veitt bræðslufisk er leyfi fæst fyrir slíkar veiðar. Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 28 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.