Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 51
vesturátt. Útsýnið á leiðinni var takmarkað. en þó greiddi úr skýj- um er kom inn yfir Austurströnd- ina. Það sem við sjónum blasti verður best lýst með orðunum grjót og ís og j?að mikið af hvoru tveggja eins og flestir íslenskir sjó- menn þekkja er komið hafa upp undir Grænlandsstrendur. Vélin er hægfleyg og flugið til Syðri- Straumfjarðar tók svipaðan tíma og þotur fljúga frá Kaupmanna- höfn til sama staðar, eða um 4 klukkustundir. Þröngt er um flug- völlinn í Straumfirði. Ein braut liggur út og inn á leirunum innst í fjarðarbotninum. Þar fyrir innan rís hinn eilífi Grænlandsjökull, svo stærri flugvélar verða alltaf að lenda inn fjörðinn og að sama skapi að taka sig á loft út hann. Því fer betur að veður eru hér nær alltaf stillt. Á þessum slóðum er landræman undan jökli hvað breiðust á Grænlandi eða liðlega 100 km. Örmjór Straumfjörðurinn hinn syðri sker sig á ská inn í land- ið og er orðinn allt að 150 km langur er hann nær jökli. Þarna innst inni ríkir hálfgert megin- landsloftslag, stillur og sólfar mikið. Hið sama má reyndar segja um mest alla Vesturströndina, en þar gætir hins vegar nálægðar hins kalda sjávar með dimmum og köldum þokum er sæfarendur kannast svo vel við. Þessum þok- um léttir þó oftast við ströndina þegar kemur fram á morguninn svo blíðasta veður getur verið í grænlensku byggðunum mest all- an daginn þótt næturnar og morgnarnir geti verið napurkaldir, jafnvel á miðju sumri við Hvarf. Straumfjörðurinn heilsaði okk- ur með glampandi sólskini, logni og að því er virtist hita. Er betur var að gáð voru þó pollar í skugga hemaðir og gróður hvergi farinn að taka á sig lit. Fjörðurinn sjálfur var enn ísilagður, en landið snjó- laust að kalla nema í efstu fjöllum. Syðri-Straumfjörður er aðal- VÍKINGUR Atvinnumálaráðherra Grænlendinga held- ur ræðu, í baksýn má sjá merki ráðstefn- unnar. millilandaflugvöllur Grænlend- inga. Þar er myndarleg flugstöðv- arbygging með hóteli fyrir um 350 manns. Ameríska herstöðin hin- um megin við völlinn er nú vart rneira en nafnið eitt. Okkur var tjáð að þar störfuðu um 100 Ame- ríkanar (auk 300 Dana er sæju um viðhald og rekstur). Helsta verk- svið stöðvarinnar er að sjá radar- stöðvum uppi á jöklinum fyrir vistum og olíu og sáum við stórar flutningaflugvélar búnar skíðum á vellinum. Grænlendingar vilja úr EBE Norðmennirnir og megnið af Færeyingunum á ráðstefnunni voru ekki væntanlegir fyrr en daginn eftir frá Kaupmannahöfn. Við gistum því eina nótt þarna á hótelinu. Um kvöldið rákunst við fyrir tilviljun á Moses Olsen fjár- málaráðherra grænlensku heima-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.