Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Page 53
undir sportmennsku frekar en at- vinnugrein vegna þess að sjóinn leggur þar ekki að jafnaði nema inni á fjörðum. Ráðstefnan Ráðstefnan var haldin í nýleg- um lýðháskóla, kenndan við Knud Rasmussen, hvar við og bjuggum, en þessi myndarlegi skóli stendur efst í bænum rétt við þyrlu- hlemminn. Lars Emil Johanssen atvinnu- málaráðherra landstjórnarinnar setti fundarhöldin (sem gestur) með skörulegri ræðu. Hann sagði m.a. að pólitíkusarnir hefðu talað um samvinnu Grænlendinga og hinna norrænu landa í mörg ár, en með misjöfnum árangri. Hingað væru nú komnir fulltrúar þeirra atvinnugreina er tengdust fisk- veiðum og fiskvinnslu. Það væri von sín að þessum fulltrúum rnætti takast að hreyfa þannig við málum að nú færi eitthvað raun- verulega að gerast. Þá sagði ráð- herrann að vera Grænlands í EBE væri landinu „lífshættuleg“ eins og hann orðaði það. Fyrsti dagur ráðstefnunnar fór svo í kynningarfyrirlestra. Fiski- fræðingar frá löndunum fjórum kynntu ástand og horfur nytja- stofna og aðrir fulltrúar kynntu uppbyggingu og rekstur fiskveiði- flota og fiskveiða í löndunum fjórum. Mjög góður andi ríkti á ráðstefnunni og tjáðu menn óspart góðan vilja sinn til samvinnu. Góð kynni tókust einnig með mönnum. Fulltrúar hinna ýmsu hagsmuna- hópa hittu þarna kollega (sem margir hverjir þekktust fyrir) og höfðu gott tækifæri til þess að ræða málin. Á öðrum degi var fundarmönnum skipt niður í 4 vinnuhópa, er ræða skyldu um hvernig fyrirhuguð samvinna mætti fram fara. Á 3. degi voru nefndarálit hinna fjögurra vinnu- hópa brædd saman í sameiginlegt ályktunarskjal. Hugmynd Græn- lendinga var sú, að NAFCO yrði ekki einungis ráðstefna heldur varanleg samtök og voru lögð drög að formlegri stofnun þeirra á Atlantshafsfiskveiðiráðstefhan fiskinum sem aðildarþjóðirnar draga á land úr Norður-Atlantshafinu sem stærstan hlut á heimsmarkaðinum. Með þetta að markmiði skulu löndin og skiptast á upplýsingum sem geta styrkt markaðsstöðu aðildarlandanna. 6) Þátttaka Kanada í NAFCO-samstarfi? Ráðstefnan ályktar að fresta því að taka af- stöðu til hugsanlegrar þátttöku Kanada í þessu samstarfi. Sisimiut, þann 2. júní 1983. Ályktun um áróðurinn gegn sel- og hvalveiðum Norður-Atlantshafsfiskveiðiráðstefnan, NAFCO, sem hagsmunaaðilar í fiskveiðum frá Grænlandi. íslandi, Færeyjum og Noregi halda í Sisimiut á Grænlandi dagana 31. maí — 3. júní 1983 hefur fjallað um örðugleika þá sem steöjað hafa að fiskveiðiþjóðum og öðrum veiðimanna- þjóðum er byggja strendur Norður-Atlantshafs, og til eru komnir vegna algerlega ástæðulausrar herferðar sem farin hefur verið af einstöku hóp- um svonefndra náttúruverndarmanna af ýmsum þjóðernum gegn hefðbundnum hval- og selveið- um íbúa Norðurhafa. Það verðfall á selskinnamörkuðum sem þessir upphlaupsmenn hafa náð að skapa hefur valdið alvarlegri tekjurýrnun og búseturöskun hjá fjölda fólks sem séð hefur sér farborða, og óskar að gera svo áfram. með ábyrgum og löglegum veiðiskap í hinum óblíðu löndum Norðursins, er vart eiga sinn líka hvað varðar erfiða staðhætti og veðurfar. Óheft fjölgun í hvala- og selastofnum vegna þessara aðgerða bitnar einnig á öðrum stórum hópi fólks, sem lifir á fiskveiðum, með því að fiskstofnar minnka og fiskimið og fiskafurðir spillast stórlega. Varla er of sterkt til orða tekið að fullyrða að margir sjómenn og veiðimenn Norðursins telja framtíðarlifsafkomu sinni ógnað með því algera skilningsleysi á afkonru- og búsetugrundvelli Norðurbúa sem áróðursmennirnir hafa sýnt með ofsóknum sínum gegn ábyrgum og löglegum at- vinnuvegum. Fyrir hönd allra „veiðimanna" Norðursins beinir NAFCO ráðstefnan þeim eindregnu til- mælum sínum til allra viðkomandi þjóða og rík- isstjórna að láta af núverandi andófi og baráttu gegn hinum gamalgrónu aðferðum til lífsbjargar á þessum svæðunt sem eru sel- og hvalveiðar og aldrei hafa átt neitt skylt við rányrkju. Ráðstefnan beinir því þess vegna til allra viðkomandi að þeir setji sig í spor veiðimannanna og reyni að skilja hina algeru nauðsyn þess að þeir fái að stunda veiðiskap sinn áfram óáreittir. Þessu er ekki síst beint til viðkomandi yfirvalda — að þau stuðli að því að slíkur skilningur nái eyrum sem flestra. VÍKINGUR 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.