Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Side 56
var kominn tími til þess að kveðja Holsteinsborg og Grænland. Þokan grúfði yfir kl. 8 um morg- uninn er við gengum þennan stutta spotta niður að þyrlupall- inum. Ég var að yfirgefa bæinn í þriðja sinn. Þessi Grænlandsferð hafði að vísu verið skemmtileg, en var þó ekkert nýnæmi fyrir mig. Ég hafði unnið hér í nær hálft ár fyrir meira en 10 árum síðan. í fyrrasumar hafði ég komið hér aftur eftir að hafa ferðast um Grænland í um mánaðartíma. Grænland og þá ekki síst Holsteinsborg hafa því orðið mér hugleikin. Víst var hér margt sem betur rnátti fara, en til þess eru verkin að vinna þau. í þetta sinn hafði ég ekki komið til Holsteins- borgar sem verkamaður eða túristi heldur fulltrúi minnar eigin þjóð- ar sem tók þátt í þeirri umræðu hvernig Grænlendingar mættu Helstu frumkvöðlar ráðstefnunnar, Græn- lendingamir Nils Fensbo og Karl Olsen. sem best haga sínum málum í samvinnu við grannþjóðirnar. Ég var sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr að báðar þjóðirnar geta hagnast á slíku samstarfi. Þyrlan nötraði undan átök- unum er hún dróst í loftið upp af þyrlupallinum í Sisimiut. Svo greip hún lárétt og þýtt flug, stefndi út fjörðinn og skreið síðan með sjó og löndum undir þoku- bakkanum allt til flugvallarins í Syðra-Straumfirði. Eftir um klukkustundar bið þar, kom há- stéljan okkar kanadíska fljúgandi frá Nuuk og tók okkur með í austurátt yfir jökul og haf. Við töldum okkur hafa tekið þátt í því að leggja grundvöll að samvinnu við grannan í vestri á sviði fisk- veiða og fiskvinnslu. Nú liggur næst fyrir að byggja á þeim grunni. Pokaprestur var að útskýra fyrir söfnuðinum, hve kristindómurinn væri mikill þáttur í lífi manna og kæmi víða við. Hann sagði meðal annars: — Það má segja, að kristin- dómurinn geti brugðið sér í allra kivkinda líki. • Tveir menn unnu saman á skrif- stofu. Klukkan var orðin tólf. Annar stjakaði við félaga sínum, sem hafði fallið í sætan blund fram á borðið. „Vaknaðu, það er kominn tími til að fara í mat.“ Hinn hreyfði sig aðeins og umlaði: „Ég hef engan tíma. Ég vinn í allan dag.“ Ekki of mikið Gunna, ég vil ógjarnan missa stjóm ó Alfreð. Háseti á einum Fossinum kom inn á rakarastofu. Inflúensa var þá slæm í bænum og varð tíðrætt um hana. Loks segir hásetinn með rauna- svip: „Hún er víst komin í skipið okkar. Einn skipverjinn vildi hvorki sígarettur né brennivín í morgun.“ • Inga litla, þriggja ára, var dóttir sjómanns, sem sjaldan kom í land. Einu sinni var hann þó lengur en vant var. Þegar hann hafði verið þrjá daga, sagði Inga við mömmu sína: „Fer hann ekki bráðum að fara, karlinn.“ 56 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.