Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 61
Kristinn Snæland: Smásaga REFABÚIÐ Hann var úr sveit, hét Sigurlás, var rúmlega tvítugur og hafði verið smyrjari á Skálafellinu í nær tvö ár. Þcir sátu við borðið sitt í matsalnum, hann og Gísli, hinn smyrjarinn. Gísli hafði orðið að venju, sjáðu til Lási minn ef þú vilt komast á loðnuflotann þá talar þú bara við mig, ég skal redda þér plássi hvort sem þú vilt á Sigurði eða Eldborginni. Gísli lét alltaf svona, hann átti ráð við öllu, hvort sem það voru bílakaup, íbúðarkaup, loðnu- eða togaraflotinn eða jafnvel kvennafar. Allt þetta þekkti Gísli út og inn að eigin sögn og vissulega átti hann glæsilegan Buick og góða íbúð og hann hafði verið bæði á loðnu og togara en reynsla hans í kvennamálunum var dregin í efa, því Gísli sem var rúmlega fimmtugur hafði ekki svo nokkrum væri kunnugt tekið í hendina á kvenmanni hvað þá meira. Allt um það Gísli gaf ráð í öllum þessum efnum og síðan Lási hafði yrnprað á því að gaman væri að komast á loðnu hafði Gísli lýst loðnuflotanum nær hverjum bát og með mikilli ánægju. Sjáðu Lási minn, þú bara velur hvort skipið þú vilt. Eldborgin er stærri og vegna þess að hún lestar meira er lengur verið að dæla úr nót- inni. Þetta þýðir svo að reykpásurnar eru lengri á Eldborginni en á Sigurði. Á Sigurði er kallinn aftur á móti með músíkdellu og er búinn að fá sér skemmtara um borð og spilar svo á hann fyrir strákana á landstíminu. Þarna getur þú séð að þetta er ein- falt mál, þú velur bara hvort þú vilt reykpásurnar á Eldborginni eða músíkina hjá kallinum á Sigurði og svo redda ég hvoru plássinu sem þú vilt. Lási brosti, en Gísli, sagði hann, hvernig er það með kvennamálin hjá loðnustrákunum? Gísli lyftist bók- staflega upp af bekknum, kvenfólkið VÍKINGUR drengur blessaður vertu, þær bíða í biðröðum á bryggjunum og nú varð Gísli alvarlegur og sagði með þunga þess sem reynsluna hefur, þú verður bara að passa þig, þær eru vitlausar í að giftast strákunum á loðnubátunum og nú glotti Gísli til okkar hinna en Lási sagði. ja það er þó alltaf munur að standa klár að þessu og stóð upp, ætli sé ekki best að koma sér niður í skrölthúsið. Hann stansaði andartak við þungar dyrnar að vélarrúminu og setti á sig eyrnahlífarnar. Slíkur hávaði var í vélunum að samræður niðri voru óhugsandi en þeim mun betra næði til þess að hugsa. Lási hafði reynt að vera niðri án eyrnahlífanna en fékk þá bara höf- uðverk, en það var einkennilegt að með eyrnahlífunum og hugsun sinni fékk hann stunduni verk í hjartað, það var þegar hann hugsaði heim og til föður síns og orða hans er hann kvaddi, jæja drengur minn, þú ert að fara suður og ætlar á sjóinn, ég hélt nú að þú myndir festa rætur hér heima og taka við búinu, ég hafði hugsað mér að það gæti komið að því og sei sei já. Hann hafði fundið að honum var mikið niðri fyrir, það var þungi í orð- unum og eins og fjarlægur sársauki í röddinni. Lási átti skilvindurnar þennan dag, það þurfti að hreinsa þær tvisvar á sólarhring. Hann byrjaði á svartolíunni, slökkti á hitaranum og mótornum og skrúf- aði fyrir rörin að og frá skilvindunni. Þá var að bíða eftir að hún stansaði og Lási settist á kassa aftan við aðalvél- ina og kveikti sér í sígarettu. Skilvindurnar voru tvær og því tveggja sígarettu verk að hreinsa þær. Honum varð hugsað til móður sinnar meðan hann reykti, honum þótti vænt um þau bæði, en móðir hans hafði sérstakt dálæti á honum og hann hafði reynst henni góður sonur og með aldrinum urðu þau auk þess góðir vinir og félagar, allt hafði hann getað rætt við móður sína, líka drauma sína um siglingar til ókunnra landa, hann minntist þess núna að þá hafði hún verið ósköp hljóð, þó hún brosti við honum og áhuga hans. Þegar þau kvöddust sagði hún aðeins, Guð veri með þér. drengurinn minn, og þú kemur nú heim í fríununr og svo hvíslaði hún, ef þér fer að leið- ast á sjónum þá kemur þú hingað, hérna áttu heima. Og hann fór, komst á skip sem sigldi út um heim og nú voru liðin þrjú ár. Þegar skilvindan var stönsuð drap hann á sígarettunni í dieselolíudall- inum sem notaður var til þess að þvo í skilvinduhlutana, opnaði toppstykk- ið, festi spjöldin og sló hringróna sem hélt draslinu saman lausa. Hann kippti lausu hlutunum upp úr og lét þá í olíubaðið. Skilvindan var full af drullu, andskoti sem hún var misjöfn svartolían. Á Akureyri höfðu þeir fengið olíu sem mikið var af vatni í, hjá Rússum fengu þeir jafnbestu olí- una, í Belgíu höfðu þeir fengið verstu olíuna en þá bestu í Hollandi, hún var svo hrein að meðan hún var notuð þurfti ekki að hreinsa skilvinduna nema einu sinni á dag og þá var hún nærri hrein og Gísli fullyrti að það væri jafnvel túlípanailmur af olíunni. Lási hélt nú að ekki væri mikill ilmur af túlípönum. en Gísla varð ekki haggað, hvað er þetta maður, finnur 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.