Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1983, Síða 68
Ungur rnaður hér sunnanlands keypti hross óséð af presti einum fyrir norðan. Þegar hesturinn svo kom, reyndist þetta vera mesta trunta og hól prestsins og lýsing á honum átti sér engan stað. Ungi maðurinn brást reiður við og skrifaði presti langt og kjarnyrt skammarbréf. Hann byrjaði bréfið með þess- um orðum: „Hví svíkur þú mannsins son með hrossi?“ ♦ Dómarinn spurði þann ákærða: — Viðurkennið þér að hafa kallað kærandann beinasna? — Mér er nú bara ómöglegt að muna það, sagði maðurinn. — En því lengur sem ég virði hann fyrir mér, því líklegra finnst mér það. ♦ Kunnur sögukennari lagði þessa spurningu fyrir nemendurna: — Hver sló hvern, hvar og hvenær? ♦ Hvítra manna galdur, vatnið sýður áðuren kveiktur er eldurinn. Maður nokkur var dæmur í tveggja daga fangelsi, vegna þess að hann hafði ekki aflað sér per- sónuskilríkja, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir löggæslunnar. Síðan mætti hann á tilteknum tíma í fangelsinu, en var rekinn á dyr. Hann hafði engin persónu- skilríki. ♦ Kona var að kenna dóttur sinni biblíusögur og segir: — Og svo sagði guð við högg- orminn, eftir að hann hafði freist- að Evu: — Þú skalt skríða á kviði þínum og eta mold alla þína ævi. Þá spyr dóttirin: — Hvernig komst hann áfram áður? ♦ Skammist þér yðar ekki fyrir að stela bílum á þessum aldri? „Fyrirgefið, herra dómari, en í æsku minni voru þeirekki til.“ Kennarinn: — Hver getur nefnt mér fugl, sem nú er útdauður? Kalli réttir upp hendina og segir: — Kanarífuglinn, herra kennari. — Hvernig dettur þér þetta í hug, Kalli? — Kötturinn okkar át hann upp til agna í gær, svaraði Kalli. Daníval bóndi á Litla-Vatnsskarði var drykkfelldur og oft skrítinn í tilsvörum. Einu sinni kom hann drukkinn að Stóra-Vatnsskarði. Hann þáði þar góðgerðir, og er hann hafði dvalið alllengi fylgdi Guðrún húsfreyja honum til dyra. Daníval fer nú á bak hesti sín- um, situr nokkra stund þegjandi á hestbaki, snýr sér síðan að hús- freyju og segir: — Segðu mér nú eins og er, Guðrún mín. Er ég að koma eða fara? 68 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.