Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 23
Þorskkóngar...
Ýsukrypplingur; hlutföll í afturbol og stirtlu öll úr lagi gengin. (Ljósmynd: Guöm. Svavar Jónsson,
Hafrannsóknastofnun).
Þorskkrypplingur; bolurinn óeðlilega stuttur auk þess sem
stirtlan er ekki bein heldur er byrjuö aö fá á sig S-sveigju (Ljós-
mynd: Guöm. Svavar Jónsson, Hafrannsóknastofnun.)
yrðu þessi óhollu áhrif vænt-
anlega að vera meiri en ella til
þess að hafa áhrif á vöxt
fisksins þar sem hann er þá
kominn af allra viökvæmasta
skeiðinu. Þá mætti og hugsa
sér að hér væru komnir af-
komendur þorsks sem hefði
hrygnt i ísafjarðardjúpi við
óhagstæðar aðstæður. Það
sem vitað er um hrygningu
þorsks við Vestfiröi og fyrir
Norðurlandi, er að slikt á sér
stað i litlum mæli og þá mjög
seint á vorin ef til sliks kemur.
Svo seinklaktir þyrsklingar
eru eðlilega miklu smærri að
hausti en þeir sem koma úr
klaki siðari hluta vetrar eða
snemma vors af Selvogs-
banka. Meðallengd þyrsk-
linga á fyrsta ári i Djúpinu
haustiö 1976 reyndist ekki
minna en oft gerist, ef frá eru
teknir krypplingarnir. Já ein-
mitt, kynni nú einhver að
segja. Afstyrmin voru inn-
fæddir Vestfiröingar, i heim-
inn komnir i allt of köldum sjó
og báru þess merki æ síðan.
Þetta er ef til vill ekki verri
skýring en hver önnur, en öllu
erfiðara er að bendla öfug-
uggana af Eldeyjarmiðum við
slika skýringu, a.m.k. ekki við
kaldan sjó. Eins og áður
sagöi er mest allur ungþorsk-
ur sem finnst fyrir vestan og
norðan land i heiminn kominn
við SV-land, þar sem skilyrð-
in eru hagstæðust til hrygn-
ingar (hlýr sjór). Þetta getur
þó varla átt við hvað varöar
vanskapningana við Eldey þvi
þeir hefðu trauðlega haldið
svo hópinn ef þeir hefðu kom-
ið langan veg aö, auk þess
sem ókynþroska ungþorskur
heldur ekki upp i langar göng-
ur á SV-mið fyrr en hann hef-
ur hrygningargöngur. Hafi
oröiö einhver smááföll viö af-
komu klaks við SV-land, hafa
þau áföll visast orsakast af
öðru en of lágu hitastigi og
skal ekki reynt að gera þvi
skóna hvað valdið hefur.
Tilviljanir eöa óeðli-
legtnáttúrufar?
Þótt aöeins geti verið um
getgátur að ræða hvað það er
nákvæmlega sem veldur
vanskapnaöi hjá þorskinum
og fleiri fiskum, skýra þessi
tvö dæmi um fjöldavanskapn-
að sem hér hafa verið tilfærð,
ef til vill tilkomu þeirra 0,1%
vanskapaðra þorska sem alla
jafnan er hér að finna. Þó
vanskapnaðurinn eigi líklega
við um þúsundasta hvern
þorsk þegar á heildina er litið,
virðist það of há tala til þess
að um tilviljun eða dynt nátt-
úrunnar geti veriö að ræða,
ekki sist í Ijósi þess að slikir
fiskar heltast áreiðanlega
örar úr lestinni en hinir sem
eru rétt skapaðir. Öðru hvoru
valda einhverjir óhagstæðir
eða óeðlilegir umhverfisþætt-
ir (likast til um og eftir hrygn-
ingartimann) sem viö vitum
ekki nákvæmlega hverjir eru,
slikri vansköpun á stórum
hópi fiska. Þetta skeður
sjaldan og á takmörkuðum
svæðum, en samt i nægjan-
legum mæli til þess að setja
mark á þorskstofninn þótt lit-
ið sé, þar sem eru þorsk-
kóngar og þeirra likar.
... Afstyrmin voru
innfæddir Vestfirö-
ingar, íheiminn
komnir íalltof
köldum sjó og báru
þess merki æ
síöan...
... Þó vanskapnaö-
urinn eigi líklega viö
um þúsundasta
hvern þorsk þegar á
heildina er litiö,
viröistþaö ofhá tala
til þess aö um
tilviljun eöa dynti
náttúrunnar geti
veriö aö ræöa...
Víkingur 23