Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 16
Brunaæfing hjá Bylgjunni
16 Víkingur
Guðmundur Helgason, slökkvistjóri á ísafirði útskýrir slökkvitæki fyrir áhöfn Dagrúnar, við
hlið hans er Viðar Axelsson vélstjóri, Siguröur Ringsted háseti og Hávarður Olgeirsson skip-
stjóri, klórar sér í kollinum.
Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Bylgjan á isafirði hefur
undanfarið gengist fyrir eld-
varnanámskeiðum i samvinnu
við slökkviliðsstjórann á isa-
firöi. Á námskeiöunum er
kennd meðferð slökkvitækja,
reykköfun og eldvarnakerfi
skipa prófuð. Áætlaö er að
halda slík námskeið um borð i
öllum skipum i Vestfiröinga-
fjórðungi.
Að sögn Guðmundar
Kristjánssonar, formanns
Bylgjunnar, hafa námskeiðin
tekist mjög vel og eru allir aðil-
ar jákvæðir og áhugasamir.
Fyrsta námskeiðið var haldið i
Bolungarvík með áhöfnum
skipanna Dagrúnar og Heið-
rúnar og stóð útgerð skipsins,
Einar Guðfinnsson hf. straum
af kostnaði viö æfinguna.
Guðmundur sagöi að mikil
þörf væri fyrir slik námskeið,
bæði fyrir áhöfnina til að læra
rétt viðbrögð ef eld ber að
höndum og eins til að athuga
hvort brunavarnakerfið sé í
lagi. T.d. kom i Ijós i Dagrúnu,
sem er níu ára gamalt skip, að
slöngurnar voru orðnar fúnar
í sjómannastofunni í Bolungarvík var haldinn fyrirlestur um
meðferð slökkvitækja. í fremstu röð sitja Aðalsteinn Kristjáns-
son, slökkvistjóri, Guömundur Kristjánsson, stýrimaður á Feng
og formaður Bylgjunnar, Hávarður Olgeirsson, Hlíðar Kjartans-
son, kokkur og Jón Eggert Sigurgeirsson, skipstjóri á Heiðrúnu.
Ljósm. G. Halls.
og láku, en þær höfðu aldrei
verið notaðar. Þessu verður
strax kippt í lag og áhöfnin þvi
öruggari á eftir.
Þeir Bylgjumenn hafa i
hyggju að standa fyrir sams
konar námskeiði i slysahjálp
þegar eldvarnanámskeiðun-
um er lokið. Mættu önnur félög
taka þá til fyrirmyndar, því þó
allir séu sammála um nauösyn
alls kyns björgunaræfinga,
virðist ekki á hreinu hver á að
hafa frumkvæði að fram-
kvæmd þeirra.