Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 29
Segulbandsháski til sjós
Stefán Arnþórsson heitir maöur búsettur á Dalvík. Hann er einn af þessum
görpum sem stundað hafa sjómennsku frá blautu barnsbeini. Á siöastiiðnum 40
árum hefur hann varla komiö í land til annars en að máta sparifötin og kannski að
draga tappa úr flösku ef vel viðrar.
Ósjaldan hafði Stebbi sagt mér frá ýmsu fróölegu sem á daga hans hafði drifið.
Nú var ætlun mín að fá hann til að trúa segulbandinu fyrir einhverju skemmtilegu.
En eins og svo oft áður þegar ég hef ætlað mér að taka viötöl við fólk sem ég
veit að lumar bæði á skemmtilegum frásagnarhæfileika og fróöleik, þá varð
Stebbi feiminn við segulbandið og lokaðist inni í skel sinni þegar hann sá þetta
skaðræðis tól.
Engu að síður ætla ég að
birta þetta spjall okkar sem
smá sýnishorn um þann
háska sem hægt er að lenda i
þegar átt er viðtal við menn
sem maður veit að eru marg-
fróðir, en þegja þunnu hljóði
þegar eitthvaö á að hafa eftir
þeim á prenti.
Ég set nýja spólu í segul-
bandið og lalla inn i klefa til
Stebba. Það er komið fram
yfir miðnætti. Væntanlegt
fórnarlamb mitt liggur uppi i
koju og les i Sjómannablað-
inu Vikingi. Hér er greinilega
ekki búist við neinni árás. Ég
fæ mér sæti, kveiki i pipu og
legg segulbandið við koju-
stokkinn.
— Með hvern andskotann
ertu þarna drengur? segir
Stebbi og horfir á segulband-
ið, um leið og hann leggur
blaðið ofan á bringu sér.
— Þetta er nú bara segul-
band, svara ég eins og ekkert
sé sjálfsagðara en ég gangi
um með slíkt'tæki á frivakt-
inni. Vertu alveg rólegur, það
bitur ekki. Ég ætla að fá að
rabba svolitið við þig.
— Mig? Rabba við mig?
Um hvað?
— Bara um daginn og veg-
inn . . Um togaraútgerð og
þess háttar.
Ég fann það á mér, aö ég
varð aö fara að öllu með gát.
Segulbandshræðslan leyndi
sér ekki i augunum á Stebba.
„Ætlarðu svo að kóróna þetta
heppnaðamynd?“
— Ég get ekki frætt þig um
neitt, svarar Stebbi og ekur
sér í kojunni. Hvað ætlarðu
að gera með þetta? Setja
það í bók eða hvað ... ertu
búinn að kveikja á bandinu?
Ég kinka kolli.
— Ég er aö hugsa um að
taka við þig stutt viðtal og
senda það i Vikinginn.
- Ha?
— Já, i sjómannablaöið
okkar, bæti ég við og bendi á
blaðið sem liggur lokað ofan
á sænginni.
— Ertu snarvitlaus dreng-
ur... ég get ekkert sagt.
— O, ég veit nú betur. Þú
þarft ekki að halda að þetta
með því að taka af mér mis-
Ljósm. G.A.
þurfi að vera háfleygt þótt
þaó eigi að koma í einhverju
blaði. Þetta á bara að vera
örstutt spjall og þú hagar þér
nákvæmlega eins og þú sitjir
frammi i borösal og sért að
Ijúga einhverju að mér.
Stebbi hristir höfuóið.
Ég læt mig ekki og byrja nú
viðtalið.
— Þar sem þú ert einn af
siðustu móhíkönunum og ert
búinn að vera svona lengi á
togurum þá...
— Svona hættu þessu ...
ég get ekkert... hvað ætli ég
geti svo sem ha? Slökktu á
þessu!
— Nei, nei, svara ég að
Viötal:
Guðlaugur
Arason
... Þar sem þú ert
einn afsíðustu
móhíkönunum og
ert búinn að vera svo
lengiá togurumþá...
Víkingur 29