Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 55
Smásaga
Það var nokkuð liðið á vertíð
þegar Galdri kom um borð.
Strax á útstíminu hóf hann að
sýna skipverjum galdra og
töfrabrögð. Hann framkallaði
fjöldann allan af hænueggjum
út úr svartri dúkpjötlu, peninga
týndi hann úr hausnum á
mönnum og hugsanir þóttist
hann geta lesið eins og Mogg-
ann. Fljótlega týndist hans
rétta nafn og hann var aldrei
nefndur annað en Galdri.
Hann var unglingspiltur innan
„Jæja, sjáum til,“ sagði
Galdri drýgindalega, greip um
hankann á netakúlu og starði
milli tjöruborinna möskvanna
inn i glerið með spádómsblik í
augum. Hann þuldi upp úr sér
framtíöarmöguleika i ástamál-
um vélstjórans. Skipverjar
héldu áfram að draga tross-
una, en netið hrúgaðist upp á
borðinu þegar niðurlagningin
stöðvaðist. Að lokum stöðvaði
stýrimaður spilið og menn fóru
að aðgæta hvað ylli töfunum.
Um leið reið ferleg alda und-
ir bátinn. Galdri keyrðist niður i
gólf, hófst siðan á loft þegar
báturinn stakk sér ofan i öldu-
dalinn, sveif um tíma í lausu
lofti og small siöan á magann i
gólfið. Hann brölti á fætur
brosandi út að eyrum, en hafði
misst allt úr höndum sér.
Penninn var gersamlega týnd-
ur og varð ekki meira úr rit-
göldrum í það skipti. Kom
mönnum saman um að sjald-
an hefði Galdra tekist jafnvel
A I nDI EftirHafliðaMagnússon
vlMLUni fráBíldudal
við tvitugt, alltaf salla rólegur
og sibrosandi og meira gæða-
blóð var vart hægt að hugsa
sér.
Hinsvegar kom i Ijós í fyrsta
róðri að verkmaður var hann
enginn. Hann var reyndur í
ýmsum störfum á dekkinu, en
alltaf fór hann sér of rólega og
varð alls staðar fyrir. Ef reynt
var að reka á eftir honum
brosti hann aöeins sinu blið-
asta brosi, en jók litið við hrað-
ann. Hann var svo hafður á
„garðinum“ sem kallað var við
að leggja niður kúlurnar á móti
öðrum sem lagði niður stein-
ana jafnóðum og netin voru
dregin. Ekki gekk ætið lipur-
lega hjá Galdra að koma kúl-
unum ásinn stað.
Auk galdravisinda kvaðst
Galdri vera spámaður. Hann
kvaðst sjá fyrir öll ill veður og
ókomna stórsjói og að sjálf-
sögðu vefðust örlög fólks og
fénaðar ekki fyrir spádóms-
gáfu hans. Er dráttur var hálfn-
aður á trossu, sem dregin var
eins hratt og auðið var, bauð
hann vélstjóranum að spá fyrir
um ástamál hans.
„Fjandann ætli þú getir
spáð,“ hreytti vélstjóri út úr
sér.
„Af hverju haldið þið ekki
áfram að draga trossuna?"
kallaði skipstjóri.
„Galdri er að spá fyrir vél-
stjóranum i netakúlu," svaraði
einn hásetinn.
Skipstjóri átti engin svörviö
slikri uppákomu og Galdri lauk
við spádóminn.
Það brældi óskaplega á
landstíminu og báturinn hjó
og barði í ölduna. Skipverjar
flýttu sér i kojur sinar, því ill-
stætt var á lúkarsgólfinu i
slikum látum. Galdri var að
sjálfsögðu siðastur og var að
paufast fram eftir lúkarnum,
þegar gall i einum skipverja:
„Nú væri gaman að fá aö sjá
einn galdur."
„Ekkert sjálfsagðara,"
svaraði Galdri af orði.
„Kannski ég sýni ykkur
hvernig ég les bréf í lokuðu
umslagi."
Hann stimpaðist við ölduna
fram eftir kojustokkunum, þar
til hann kom að sinni og seild-
ist þar eftir blaði, umslagi og
penna.
„Nú skrifið þið eitthvaö á
blaöið, látið það i umslagið og
lokið þvi. Svo segi ég ykkur
hvaðáþvi stendur."
upp að geta látið ritföng sin
hverfa, svo hann fyndi þau
ekki sjálfur.
Galdri átti að vera í lestinni
þegar landað var, en var þar
eins og annars staðar alger-
lega ónothæfur. Hann þvæld-
ist þar bæði fyrir mönnum og
löndunarmálinu og var ein-
göngu til óþurftar. Flestir aðrir
með sömu frammistöðu hefðu
verið látnir fara úr skiprúmi
eftir nokkra róðra, en enginn
gat hugsaö sér aö láta reka
Galdra. Hann brosti bara að
látunum og lét sér hvergi
bregða þó verið væri að
skammast i honum. Þrauta-
lendingin var að hafa hann á
bilnum við að losa löndunar-
málið. Hann hafði það af
nokkurn veginn skammlaust.
Strákarnir i lestinni misstu
nokkur stíuborð saman við
fiskinn í löndunarmálið og
þannig fékk Galdri þaö i hend-
urnar upp á bilinn. Rétt i þvi
komu nokkrir strákar af öðrum
bát hlaupandi um borð og
spurðu áfjáðir:
„Er það satt að þið séuð
með galdramann um borð?“
„Það er nú liklegt,“ var
svaraö. „Og það engan smá-
ræðisgaldramann."
.. .Auk galdra-
vísinda kvaöst
Galdri vera
spámaöur. Hann
kvaöst sjá fyrir öll ill
veöur og ókomna
stórsjói og aö
sjálfsögöu veföust
örlög fólks og
fénaöarekkifyrir
honum...
Víkingur 55