Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Page 45
Siglingar á 19. öld Frásögn T önnesar Wathne af siglingum til Islands Ég er fæddur í Mandal í Noregi 31. desember 1857. Fór til sjós fjórtán ára gamall, tók stýrimannspróf 1877 og var í langsiglingum sem stýri- maður til 1880. Árið 1881 sótti ég iitið gufuskip til Libau. Skipið hét „Mercur" og hafði bróðir minn, Otto Wathne, keypt það til siglinga við is- land. Siðan fór ég til Seyðis- fjarðar og var við nótalag bróður mins um sumarið. Um veturinn var ég á brunnskipi (dammskipi) frá Grimsby við linuveiðar. Árið 1882 fór ég til Reykja- vikur með síldveiðileiöangur, sem Otto gerði út í félagi við islenska vini sína. Þeir byggöu verkunarstöð á Geldinganesi við Reykjavík. Viö veiddum nokkuð af millisild og einnig lax i Grafarvogi, sem félagið leigði. En útgerðin bar sig ekki og tveimur árum seinna voru húsin rifin og flutt til Fáskrúðs- fjarðar. Þegar ég hafði verið nokk- urn tíma með gufubát, sem bróöir minn leigöi, varð ég skipstjóri á gufuskipinu „Miaca". Það var bæði far- þega- og vöruflutningskip i eigu Ottos Wathne. „Miaca" var skráð á Seyðisfirði og var undir dönsku flaggi. Ég fékk leyfi landshöfðingja til skip- stjórnarog atvinnurekstrar við Island. Í marsmánuði árið 1887 fór ég með vörufarm frá Leith til Húsavikur fyrir Louis Zöllner, við mjög háskalegar aðstæð- ur. Hafís var fyrir Norður- og Austurlandi allt til Fáskrúðs- fjarðar. Þetta varfyrsti farmur- inn sem kaupfélagið á Húsa- vik fékk, en skortur var á mat- vöru á svæðinu. En danska verslunin á staðnum hafði um haustið sent allar korn- og matvörur til verslana sinna á Austfjörðum til þess að mót- mæla stofnun kaupfélagsins á staðnum. Þetta vissi ég og varð þess vegna að komast á leiðarenda. En útlitið var ekki gott, þar sem áhöfnin neitaði að fara lengra en til Seyðisfjarðar vegna hinna erfiðu aðstæðna. Mér tókst samt að tala um fyrir þeim og við héldum áfram og gekk vel þótt hægt gengi, þar sem við urðum að fara landmegin viö borgarís, sem stóð á grunni út af Melrakka- sléttu. Tönnes Wathne, sem hér segir frá siglingum sínum til íslands, fyrir og um aldamót- in. Framkvæmdastjóri kaupfé- lagsins, sem tók á móti farm- inum, var óhemju duglegur. Hann hét Jakob Hálfdánar- son. Losað var nótt og dag þar sem við óttuðumst að isinn myndi leggjast að skipinu og leggja það saman í höfninni. Það stormaði af norðaustri með fjórtán gráðu frosti og hreyfing var komin í höfninni. Uppskipunarmennirnir þoldu mikið harðræði þar sem þeir urðu að bera 100 kílóa sekkina gegnum brimgarðinn. Þegar þeir komu aftur um þorð, voru fötin frosin og urðu þeir að þiða þau niöri i vélar- rúmi skipsins svo þeir gætu róið í land aftur. En það tókst. Ég heyrði Jakob tauta hvað eftir annað: „Blessaður mat- urinn, bölvað brimið.“ Mig minnir að verslunarskipin kæmu ekki til Norðurlandsins fyrren i byrjun ágúst þetta ár. Seinna um vorið flutti ég út- flytjendur sem ætluðu til Kanada, frá Austfjörðum til Granton. Siðan fór ég til Sauðárkróks og sótti útflytj- endur, sem ætluðu með gufu- skipinu „Camoen“ i eigu Slimoens. „Camoen“ hafði strandað á norðurströnd Skotlands. Útflytjendurnir höföu beðið í tvo mánuöi á Sauðárkróki, svo lítið var orðið um matföng hjá þeim og það sem eftir var orðið lélegt. Sem betur fór höfðum við miklar vistir um borð, svo við gátum miðlað þeim þar til við komum til Seyðisfjarðar. Verst var líðanin hjá mæðrum með ungbörn, þar sem þær höfðu ekkert að gefa börnun- um. Ég sá eina konuna gefa barni sínu eintómt vatn úr flösku! Ferðin til Granton gekk vel og útflytjendurnir héldu ferðinni áfram um Glasgow. Þar sem engar fiskveiðar voru við Austfirði vegna haf- íssins, fluttum við alla fær- eysku útróðramennina til Færeyja, einnig nokkra hesta til Leith. Ísinn var þá svo þéttur á Seyðisfirði að við vorum þrjá daga að komast út úr firöinum. Seinna um haustið fór ég með einn farm af sauðfé til Aberdeen og tvo farma til Granton. Aberdeenferðin var metferð, þar sem ég kom til Seyðisfjarðar aftur á sjöunda degi. í desember var ég i Reykjavik og lestaði þúsund fjár, sem rekið var frá Norður- ... En útlitiö var ekki gott, þarsem áhöfnin neitaöi aö fara lengra en til Seyöisfjaröar vegna hinna erfiöu aöstæöna... ... Uppskipunar- mennirnir þoldu mikiö harðræöi þar sem þeir uröu aö bera 100kílóa sekkina gegnum brimgaröinn. Þegar þeir komu aftur um borö voru fötin frosin Víkingur 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.