Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 8
8 NYIR SAMNINGAR Kjarasamningar fiskimanna 3. apríl sl. voru undirritaðir samningar milli FFSÍ og FÍB fyrir yfirmenn á stórum tog- urum og LÍÚ fyrir yfirmenn á minni togurum og bátum. Það er síðan á valdi hvers félags innan FFSÍ, hvort samningur- inn verður samþykktur. Að sögn Guðjóns A. Kristj- ánssonar, forseta FFSÍ, eru menn nokkuö ánægöir með samningana miöað viö að- stæður, en hann vildi undir- strika að þeir eru gerðir í tengslum við loforð sjávarút- vegsráðherra um aö á næsta Alþingi verði flutt frumvarp til laga um lífeyrisgreiðslur af öllum tekjum sjómanna. Helstu atriði samningsins eru þau að kaup og aðrir launaliðir hækka um 6% frá 1. apríl, hjá bátamönnum en frá upphafi fyrstu veiðiferðar i mars, hjá stóru togurunum. Síðan um 2% 1. júní, 3% 1. september og 3% 1. janúar 1985, verði samningum ekki sagt lausum með mánaðarfyr- irvara, fyrir 1. september 1984 eða 1. janúar 1985, en um þessi uppsagnarákvæði var samiö, i 6. grein samningsins. Auk þessa hækkar kaup- trygging yfirmanna á bátum og minni togurum i þau hlutföll að skipstjóri, 1. stýrimaður og 1. vélstjóri hafi 1.5 kauptrygg- ingu háseta, II. vélstjóri og II. stýrimaður hafi 1.25 kaup- tryggingu háseta og III. vél- stjóri 1.125 kauptryggingu háseta. Hækkun þessi skal koma til framkvæmda að hálfu leyti 1. september nk. og að öllu leyti 1. janúar 1985, enda hafi samningnum ekki verið sagt lausum samkvæmt heim- ildarákvæöum 6. greinar. Samið var við báða aðila um eftirfarandi: Noti yfirmaður sannanlega eigin bifreið eða sima í þágu útgerðar, skal út- gerðarmaður greiða þann kostnað eftir nánara sam- komulagi. Samið var viö LIÚ um kaup á meðan á viðgerð skips stend- ur, utan heimahafnar, og greiöist eftirfarandi til yfir- manna fyrstu tiu dagana, fari þeirmeð skipið: Skipstjóri 1.340,- I. stýrimaðurkr. 980.- II. stýrimaður kr. 850.- I. vélstjóri kr. 1.120,- II. vélstjóri kr. 850.- III. vélstjóri kr. 850.- Sé skip lengur til viðgerða en 10 daga, skal yfirmönnum greitt tímakaup frá og með 11. degi. Vinna umfram 8 klst. og vinna á laugar- og helgidögum greiðist með yfirvinnu, enda sé skipið i nausti eöa við land. Við báða aðila var samiö um afleysingamenn og er sú sam- þykkt svohljóöandi: Sé ráðinn afleysingamaður og hafi hann starfað i 9 mán- uði eða lengur meö eðlilegri fritöku á undangengnum 12 mánuðum hjá sömu útgerð, öðlast hann öll þau réttindi sem fastráðinn væri, enda hafi hann full réttindi til að gegna viðkomandi stöðu. Við FÍB var samið um að fella eftirfarandi inn i 6. gr. aðalkjarasamningsins: Hafi yfirmaður starfað í þrjá mán- uði hjá sömu útgerð skal hann fá greidda fridaga frá upphafi. Einnig var samþykkt að ef aðilar samningsins yrðu sam- mála um breytingu á mönnum á stórum togurum, og sam- þykktu nýjan kjarasamning miöað við þá breytingu, falli þessi samningur úr gildi. i samningnum við LÍÚ, er ákvæði þar sem aðilar sam- þykkja að endurskoða sér- samninga um rækjuveiðar og að gera heildarendurskoðun á kjarasamningum til einföldun- ar. Á þeirri endurskoöun að vera lokið fyrir 15. mai 1984. Samningarnir gilda báðir til 19. april 1985, verði þeim ekki sagt upp fyrr, samkvæmt um- sömdum uppsagnarákvæð- um. Víkingur Nýir kjarasamn- ingaryfirmanna- félaga Stýrimannafélag íslands, Vélstjórafélag íslands, Félag islenskra loftskeytamanna og Félag bryta gengu hinn 20. mars sl. frá kjarasamningi við Vinnuveitendasamband ís- lands f.h. kaupskipaútgerð- anna, Vinnumálasamband samvinnufélaga f.h. skipa- deildar SIS og Vinnumála- nefnd rikisins f.h. Rikisskips, Landhelgisgæslunnar og Sementsverksmiöjunnar. i stórum dráttum gengur samkomulagiö út á sömu atriði og samningur Alþýðu- sambandsins við Vinnuveit- endasambandið. Þannig hækka laun allra félagsmanna ofangreindra stéttarfélaga um 5% þann 21. febrúar 1984. Siðan um 2% þann 1. júni, um 3% 1. september og loks um 3%hinn 1.janúar1985. Samningurinn gildir til 15. apríl 1985, þó er heimilt að segja launaliðum samnings- ins upp þannig að þeir verði lausir 1. sept. 1984 og 1. jan- úar1985. Útgerðirnar gáfu út yfirlýs- ingu um endurmenntun til handa yfirmönnum á skipun- um og samþykktu að skipa starfshóp beggja aðila til að vinna að framgangi nám- skeiða og frekari skipulagn- ingu endurmenntunarinnar. Þær breytingar urðu á út- reikningi yfirvinnutaxta að í stað þess að B-taxti hefur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.