Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 57
GALDRI... þeim afleiðingum að Galdri tókst á loft og stakkst á höf uð- ið ofan i rjómakirnuna. Hann fálmaöi sig á fætur, alhvitur i framan, en i gegnum rjóma- froöuna skein i breitt bros. Galdra brá hvorki við högg né bana. En ekki varð meira úr að hann iðkaði matargerðarlist á þeirri vertið. Í landlegu siðla vetrar sátu nokkrir skipverjar inni i verbúð og létu sér leiðast. Þóttust þeir hafa lítið við að vera og kenndu einkum um brenni- vinsleysi. „Komið þið hérna út að glugganum,“ sagði Galdri. „Hvurn fjandann á svo sem að sjá þar?“ umluðu menn fýldir, en hundskuðust samt út aðglugganum. „Þið sjáiö trilluna, sem er bundin þarna," hélt Galdri áfram. „Ég hef heyrt að eig- andinn bruggi og feli kútinn umboröitrillunni." Það brá fyrir glampa í aug- um manna. „Er eitthvað til í þessu?“ spurði einn og var áfjáður i röddinni. „Alveg áreiðanlega. Ólyginn sagöi mér.“ Nú var sest á rökstóla um hvernig helst skyldi leiða sannleikann i Ijós um tilveru bruggsins. „Það er ekkert um aö vill- ast,“ varö einum að orði. „Auövitað verður Galdri að athuga um bruggið. Hann byrj- aði að þvæla um það svo að honum ber að sækja þaö. Ég veit ekki til að neinn hafi verið að hugsa um brugg fyrr en Galdri fór að tala um brugg. Eða var það, strákar? Hann verður að fara og stela brugg- inu.“ Galdri fór undan í flæmingi. „Það var ekki þar með sagt að ég ætlaði að fara að stela neinu bruggi,“ sagöi hann. „Sko, þaö er engin áhætta að stela bruggi. Þó jafnvel eig- andinn komi að þér getur hann ekki kært þig. Brugg er nefni- lega bannað með lögum, veskú.“ „Og svona brugg er best komið ofan i heiðarlega sjó- menn,“ bætti annarvið. Galdri taldi þetta spaklega mælt. „Ojæja, skítt og laggó,“ sagði hann. „Best aö vinda séri það.“ Hann rölti yfir að trillunni og klungraðist fram í lúkarinn. Hann var rétt byrjaður að skyggnast um, þegar heyrðist til mannaferöa og bátseigandi birtistí lúkarsgatinu. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði hann með þjósti. „Leita að bruggi," svaraði Galdri rólega. Kallinumsvelgdistá. „Hvaöa helvitis bruggi? Hér er ekkert brugg. Komdu þér strax i burtu. Það er ég sem á þennanbát.“ „Það er vist brugg hérna og ég heimta að fá brugg.“ „Hættu þessu bulli, drengur og hafðu þig á brott." Og báts- eigandi kóklaðist niður stiga- boruna og gerði sig liklegan til aö veitast að Galdra. „Ég skal þá finna það með göldrum og jóga,“ sagði Galdri. Hann settist fram i stafn og otaði höndunum með útglenntum fingrum að báts- eiganda. Hann starði á hann glóandi galdraaugum og hóf að lesa særingarþulu, dimmri röddu. Bátseigandi snarstansaði og starði á móti með opinn munn. Siðan snerist hann á hæli og tróð séræpandi upp úr lúkarnum. Hann hljóp upp bryggjuna veinandi: „Það er geggjaður maður um borð i trillunni minni. Greinilega snarvitlaus mað- ur.“ Galdri hélt i rólegheitum áfram leit sinni og er hann lyfti setu af bekknum kom kúturinn í Ijós. Hann leit i kringum sig eftir iláti aö fá sér slurk úr kútnum, en yppti siðan öxlum. „Þetta er ekki til skiptanna," tautaði hann, kippti kútnum upp úr bekknum og rölti með hann upp i verbúð. Menn settust fljótlega að sumbli og þótti þeim Galdri hafa unnið hetjudáð mikla, enda slikur maður ómissandi i skiprúmi. Áður en vertið lauk upp- götvaði Galdri, aö nú hefði hann fengið sig fullsaddan af sjómennsku. Hann sagðist hafa i hyggju að sýna galdra og spádóma á kabarettum í menningarbæjum. „Þú ættir ekki að vera að ráða þig á vertíð, ef þú getur ekki haldið hana út,“ sagði skiþstjóri. „Allt er best i hófi,“ sagði Galdri og brosti. Hann stóð á bryggjunni, þegar sleppt var í næsta róð- ur, haldandi á pokaskjattanum i annarri hendi, en með hinni veifaði hann i kveðjuskyni, meö krossgátubókinni. Sarnafí'I VIÐHALDSFRÍTT ÞAKEFNI ÁBYRGÐ Á EFNI OG VINNU ... Hann settist fram ístafn og otaöi höndunum meö útglenntum fingrum aö bátseiganda. Hann staröi á hann glóandi galdra- augum... FAGTÚN HF. LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230 Víkingur 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.