Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 14
... Reyndarvoruá
árunum 1970 —
1980 tekin uppýmis
nútímaleg
vinnubrögð t.d. voru
þyrlurnotaðartil
flutninga að vitunum
og í steypuvinnu ef
þurfti að byggja eða
endurreisa vita...
14 Víkingur
Segjum okkur...
Þyrla Landhelgisgæslunnar við steypuvinnu á Hlöðuvita sem fór
er að endurreisa þann vita, segir Höskuldur.
þessi mál öll komin í hnút og
smátt og smátt dró úr allri
þjónustu við vitana. Reyndar
voru á árunum 1970—1980
tekin upp ýmis nútimaleg
vinnubrögö, t.d. voru þyrlur
notaðar til flutninga að vitun-
um og i steypuvinnu ef þurfti
að byggja eða endurreisa vita
eða vitamannvirki. Hylkin, sem
áður voru dregin yfir þúfur,
klappir og klungur, voru nú
flutt meö þyrlum svo vinnan
varö mun auðveldari og fljót-
virkari. En þetta kostaði auð-
vitað peninga og með hjálp
veröbólgunnar minnkuðu fjár-
veitingar sem Gæslan fékk til
þessara mála eins og fyrr seg-
ir, svo farið var að ganga inn á
rekstur hennar sjálfrar að áliti
stjórnarhennar.
Fulltrúar FFSÍ hóta úr-
sögn úr nefndinni
Þegar veriö var að semja
nýju lögin var kosin nefnd inn-
an FFSI sem samdi tillögur að
róttækum breytingum á þess-
um málum. Okkur fannst t.d.
óæskilegt að um stjórn vita-
mála sæju menn sem engin
tengsl hefðu við sjó og gerðu
sér ekki nógu skýra grein fyrir
á hverju kerfið byggist raun-
verulega. Ég hugsa að það sé
einsdæmi i heiminum að ekki
sé siglingafróður maður starf-
andi viö slika stofnun. Sjó-
menn verða að geta treyst á
það öryggiskerfi sem vitar og
önnur leiðamerki eru. Viti sem
sýnir vitlaust merki eða rangt
Ijóshorn, getur t.d. leitt af sér
stórslys.
Þegar við skiluðum áliti um
nýskipan mála, lögðum við að
þingmönnum að ganga skrefið
til fulls, láta Landhelgisgæsl-
una vera ábyrga fyrir þessum
málum og sjá um vitamálin.
Þar eru sérfróðir menn til að
taka þessa vita út, og einnig
í óveðri sl. vetur. Nauðsynlegt
hefði verið hægt að flytja
starfsmenn Vitastofnunar
undir stjórn Landhelgisgæsl-
unnar sem hefur tæki til að
framkvæma þessi verkefni.
Þannig hefði verið hægt að fá
meiri hagræðingu i hlutina og
sparnaö. En þeir hlustuðu ekki
á þessa tillögu okkar, allavega
létu þeir ekki verða af þessu
en komu i staðinn með þessa
vitanefnd. I henni eiga sæti
fulltrúi FFSÍ, Sjómannasam-
bandsins, LÍÚ, Félags botn-
vörpuskipaeigenda, Samtaka
farmflytjenda og formaður
sem skipaður er af sam-
gönguráöherra. Þvi starfi hef-
ur Páll Zóphaníasson gegnt
frá upphafi. Nefndin á að
koma saman a.m.k. ársfjórð-
ungslega.
Fyrir þrábeiðni okkar var
einnig komið inn ákvæðinu um
siglingafróða manninn, sem á
að sjá um eftirlit með vitunum
og viðhald við þá. Hann á