Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 5
Nú þegar samningar milli FFS'l og
LÍÚ, eru afstaönir spyrja menn sig
þeirrar spurningar hvaö hafi áunnist.
Eitt og annaö fékkst, þó menn heföu
gjarnan viljaö fá meira. Samningaviö-
ræöur fóru fram án milligöngu sátta-
semjara og tel ég að það hafi skilað sér
betur, því viöræöur veröa opnari og
hreinskilnari.
Hvaö varöar einstaka liði samnings-
ins veröur hver og einn aö dæma fyrir
sig, svo og yfirmenn í heild. Samnings-
staöa okkar er aö mínu mati veik og má
þar um kenna þeirri fiskveiöistefnu sem
núerígildi.
Þegar þrír mánuöir eru liönir af árinu
og menn búnir aö spá í kvótakerfiö, eru
þeir eflaust misánægöir meö sinn hlut
og fer þaö bæöi eftir aflamagni og afla-
samsetningu, hvaö mönnum finnst. En
spurningunni um hvort nægjanlegur
þorskur sé fyrir hendi í sjónum, er
örugglega vandsvaraö og jafnvel aldrei
hægt aö svara svo óyggjandi sé, hvorki
affiskifræöingum, néöörum.
Ekki er hægt aö láta hjá líöa aö ræöa
um öryggismál sjómanna, f Ijósi þeirra
atburöa sem gerst hafa undanfariö og
kemurþá upp i hugann slysiö sem varö
viö Vestmannaeyjar er Hellisey VE
fórst og aöeins einn maöur komst lífs af
og þaö á hreint undraveröan hátt. Þaö
einstæöa afrek veröur lengi í minnum
haft og er án efa frækilegasta afrek og
ætti aö verölauna viökomandi mann
fyrir.
Efsá búnaöursem vera átti um borö,
samkvæmt reglugerð, þ.e. sjálfvirkur
sleppibúnaöur á gúmmíbát, heföu
trúlega fleiri menn bjargast. Aölögun-
artími var gefinn til þess aö aöilar gætu
sett upp þennan búnaö og aöeins er
fariö fram á einn sjálfvirkan búnaö, en
ætti aö minnsta kosti aö vera tvöfaldur.
í kjölfar þess mætti athuga starfsemi
Siglingamálastofnunar, hvaö varöar
undanþáguveitingar, en þær eru meö
eindæmum hvaö varöar öryggismál
sjómanna. Ekki þarf aö undra starfs-
hætti stofnunarinnar þegar í Ijós hefur
komiö yfirgangssemi og valdníösla
ráöherra siglingamála hér á landi, þar
sem ráðherrann gefur út haffærnisskír-
teini til handa skipi, án undangenginnar
skoöunar og brýtur þar meö gildandi
lög um skoðun skipa. Þaö er einnig
vítavert af skipstjóra aö láta úr höfn án
þess aö hafa haffærnisskírteini ílagi.
Eitthvað viröast menn vera aö draga i
land meö þyrlukaup til handa Land-
helgisgæslunni, þrátt fyrir fyrri yfirlýs-
ingar þar um. Þaö er von bæöi sjó-
manna og landsmanna allra, aö viö
getum sjálfir haft meö höndum rekstur
nauösynlegra björgunartækja. Þetta
ætti aö kenna mönnum aö láta af þeirri
undanlátssemi sem hér hefur viögeng-
ist á nær öllum sviöum, sérstaklega
hvaö varöaröryggismál.
Ásmundur
Ásmundsson.
formaöurSindra.
Víkingur 5