Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1984, Blaðsíða 51
Vélstjórar í eitt félag í síðasta tölublaði Víkingsins birtust viðtöl við tvo vélstjóra sem sátu þing Farmanna- og fiskimannasam- bandsins, þá Svein K. Baldursson vélfræðing við Kröflu og Gísla Eiríksson formann Vélstjórafélags Vestmanna- eyja. Mér þótti margt athyglisvert sem kom fram hjá þessum tveim starfsbræðrum mínum, en þar sem ég er ekki sam- mála þeim í ýmsum atriöum langar mig til að koma á framfæri mínum hugmyndum um málefni sem þarna voru rædd. Fyrirsögn að viðtalinu við Svein er„Landsbyggðarmenn vilja eiga mann í stjórn Vél- stjórafélagsins". Ég hef nú i nokkur skipti verið kosinn i nefnd þá sem sér um val manna til kjörs i stjórn Vél- stjórafélags Islands, og i þau skipti hefur jafnan verið leitað eftir þvi að fá menn búsetta á landsbyggðinni til þess að gefa kost á sér. I síðustu stjórn átti sæti sem fulltrúi vélstjóra á fiskiskipum, mað- ur búsettur á Akureyri og vel að merkja, Sveinn K. Baldurs- son átti þar einnig sæti sem fulltrúi vélstjóra sem í landi vinna, að visu sem varamaður, en varamenn eiga fullan rétt á setu á stjórnarfundum. Sú var raunar ástæðan fyrir því að Sveinn sat þing F.F.S.Í, að þessu sinni, en einhver kynni að hafa spurt sig að því, hvað maður ofan af öræfum væri að gera á slíku þingi. Því er til aö svara að nú um nokk- urt skeið a.m.k. hefur það ver- ið stefna stjórnar V.S.F.Í. að bæði stjórn og varastjórn skuli sitja þingið auk fulltrúa úr röð- um vélstjóra á far- og fiski- skipum. Þetta er m.a. gert til þess að allir þeir sem að stjórninni standa séu sem best i stakk búnir til þess að takast á við þau málefni sem upp kunna að koma hverju sinni, m.ö.o. að allir stjórnarmenn séu eins vel og kostur er inní málefnum allra starfsgreina félagsins. I kjöri til núverandi stjórnar voru auk manna búsettra á Reykjavíkursvæöinu, maður búsettur á Ísafirði fyrir fiski- menn, maður búsettur i Reykjahlið fyrir landvélstjóra og maöur búsettur á Eskifirði fyrirfiskimenn. Tveir hinna fyrrnefndu náðu kjöri. Það er svo annað mál að kiörfylgi fer sjaldnast eftir per- sónulegum óskum. Ég vil ekki halda því fram að það fyrir- komulag sem nú er i gildi um stjórn V.S.F.Í. og kosningu til hennar sé algott og hafið yfir gagnrýni, við höfum einfald- lega ekki fundið annað betra. V.S.F.Í. staðið í öllum samningum Gisli Eiríksson, formaður Vélstjórafélags Vestmanna- eyja, segist óttast miðstýringu úr Reykjaik, gangi hann og fé- lagar hans til samstarfs viö Vélstjórafélag islands. Þetta er ástæðulaus ótti. Ég held að enginn ætlist til þess að þeir leggi niðurfélag sitt. Eina sem leitað er eftir er samvinna um þau hagsmunamál sem viö hljótum að eiga sameiginleg. Þar ber hæst kjaramál. Það er staðreynd að allir kjarasamn- ingar sem gerðir hafa verið fyrir vélstjóra i landinu, bæði til sjós og lands, hafa verið gerð- ir af V.S.F.I, það eitt hefur bor- ið kostnað af gerð þeirra. Það er lika staðreynd að misbrest- ur hefur orðið á þvi að allir þeir sem njóta samninganna greiöi sinn hlut i þeim kostnaöi. Mörg verkalýðsfélög, einkum á smærri stöðum á landsbyggð- inni, gera þessa samninga að sínum og hirða gjöld af þeim sem eftir þeim vinna. Hvað sjómenn varðar þá eru kjara- samningar i grundvallaratrið- um þeir sömu um allt land, þó aö i vissum tilvikum þurfi að gera sérstök ákvæði vegna mismunandi aðstæðna á ýmsum stöðum. Þetta á raun- ar einnig við um samninga fyrir vélstjóra i landi. V.S.F.I. er með kjarasamninga við L.i.Ú. fyrir vélstjóra á bátum og minni togurum, við F.Í.B. fyrir vélstjóra á stórum togurum, við allar útgerðir farskipa, ferjuskipa, sanddælu- og björgunarskipa. Veröum að standa saman Vélstjórar koma viðar við sögu i atvinnulífi landsins heldur en til sjós. Ungir og kappsfullir menn sem velja sér vélstjórn aö ævistarfi og leggja á sig nám til þess, vilja gjarnan vera á sjónum meöan þrekið er óskert. Að þvi kemur þó hjá flestum, fyrr eða siðar, að þeirvilja faraíland. Vélstjórar eiga engin lög- vernduð störf i landi. Allt frá fyrstu tíð hefur það verið á stefnuskrá hjá V.S.F.I. að tryggja félögum sinum at- vinnumöguleika í landi með gerð kjarasamninga við ýmsa aðila. Nefna má samninga við Landsvirkjun, Launadeild rík- issins vegna áburðar- og sementsverksmiðja, við Raf- magnsveitur rikisins, V.S.Í. Framhald á bls. 62 Aðalsteinn Gíslason Aöalsteinn Gíslason er vélstjóri á Keflavíkurflug- velli en stundaöi sjóinn um 15ára skeiö. Hann sat í stjórn VSFÍ tvö síöustu kjörtímabil. Víkingur 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.