Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 21
ið? Nú verður sko gaman. Og svo ætla ég að skoða allar kúlurnar á jólatrénu aftur. Og lyktin af því, hún er svo góð. Og það er svo gaman á jólaballinu. Þá fæ ég að fara í fínasta kjólinn minn aftur. Já, ef ég kemst í hann. Svo förum við á sleða og skauta og það er frí í skólanum. Ofsa- lega verður gaman. Einmitt já, þrjár vikur til jóla og allt gengur Ijóm- andi vel. Það lítur út fyrir góð viðskipti fyrir hátíð- arnar. Bókasalan er fín, og þetta virðast frekar ætla að verða bókajól en plötujól. Nú, og svo leigi ég hann Lúlla Jóns til að leika jólasvein fyrir krakkagrislingana. Já, það mættijafnvel taka upp þessa amerísku siðvenju að iáta þau hvísla óska- listanum að sveinka, og þá getum við haft allt tilbúið, þegar foreldrarnir koma að versla. Flott maður, þá er fríið að koma og ekkert fram- undan, nema stanslaust partí í tvær vikur. Já, við megum ekki gleyma djúsinu, ég keypti nú nokkrar í ríkinu í gær, og svo get ég pantað fleiri með póstinum á morgun. það skal sko verða stans- laust fjör. Silli og gæjarnir ætla að koma á jóla- dag, með nýjustu músikina. Ég nenni nú ekkert að spekúlera íjólagjöfum, það getur konan gert. Þessar raddir hljóma annarlega og að sjálf- sögðu eru þærýktar, en að mörgu leyti sýna þær okkur samt þau viðhorf sem ríkja til jólanna hjá mörgum. Og leggjum við höndina á hjartað hljót- um við að kannast við einhvern tón þeirra, jafnvel við þær allar. Þreytta húsmóðirin, sem þarf að gera svo mikið og vinna svo mikið, barnið, sem hlakkar til alls tilstandsins, kaupfélagsstjórinn, sem sér fram á aukna veltu, og ungi maðurinn, sem hugsar eingöngu um að skemmta sjálfum sér; öll eiga þau ítök í okkur— öll segja þau okkur eitthvað um jólahaldið, eins og það tíðkast hér á landi. Það getur vel verið að þú, lesandi góð- ur, berjirþérá brjóst og segir: Nei, svo glannalega hugsa ég alls ekki. Ég hefekki gleymt þvísem eraðalatriðijólanna. Ég man vel uppruna þeirra. Ég hlakka ávallt til helginnar sem þá ríkir. Ég fer alltafí kirkju, og það fallegasta við jólin eru jólasálmarnir og Ijósin björtu. Það er gott, ef orð mín í upphafi hafa vakið þessar tilfinningar með þér. Gott, því að í orðum þessum liggur sú sorglega staðreynd, að svo virðist sem margir hafi gleymt upphafi jólanna, gleymttilgangiþeirra, gleymtþví, hvers vegna við höldum þau hátíðleg með því sniði sem verið hefur. í huga þeirra á Kristur ekki heima. Guð er fjarrænn og dulur og hefur engan áhuga á því, sem við gerum hérájörðu, hvað þá að hann reyni að skipta sér afþví. Nei, jólin eru aðeins siðvenja, misjafnlega Ijúf eftir aðstæðum manna, og svo er ekki meira með það. En hvað með hátíðina — tilstandið ? Hvað er ég þá að segja þér? Erégað lýsa vanþóknun minni á hátíðahöldunum, er ég að fordæma alla íslensku þjóðina fyrirþað að vera guðlaus og efnisleg? Er kannski best að hætta þessum lestri, kasta blað- inu frá sér og segja: O, þetta kristna fólk er allt eins, ekkert má nú gera. Nú má ekki einu sinni halda upp á jólin. Ónei, því fer fjarri að ég vilji lýsa vanþóknun minni á hátíðahöldum okkar íslendinga. Ég vil hins vegar aðeins benda mönnum á, aðofter gott að athuga sinn gang. Oft er gott að líta um öxl, skoða það sem við höfum tileinkað okkur, tilgang þess, og að síðustu, hvort ekki megi eitthvað betur fara. Ýmislegt í jólaundirbúningi okkar mætti betur fara. Margt af því, semgerter, verður íhugsunar- leysi, vegna þess að við höfum hreinlega ekki tíma til þess að hugsa um gjörðir okkar. Við höf- um svo mikið að gera. Álagið og streitan þjaka okkur. En reynum nú aðeins að setjast niður og velta þessari hátíð fyrir okkur. Ef til vill komumst við ekki að neinni niðurstöðu. En þá getum við að minnsta kosti friðað samviskuna og sagt: ja, ég reyndi þó að skoða málið, og má vera, að næsta ár hafi ég betri tíma. Vitanlega er jólahátíðin ekki alkristin. Til forna héldu menn sólhvarfahátíðir víða um lönd, þará meðalá íslandi. Hértíðkuðust jólablót, en nafnið jól er mun eldra en kristna hátíðin. Rómverjar hinir fornu voru með hátíð á þessum tíma. Kirkjunnar menn sáu þá, að ef há- tíðinni yrði breytt í kristna hátíð, væri það afar gott mál. Myndmálið Ijós og myrkur varalveg tilvalið til þess að túlka sannindi kristinnar trúar, komu Je- sú í heiminn, Ijóssins eiiífa sem allt myrkur hrekur á braut. Svo jólahátíðin tengir saman kristna trú og sól- arhátíð heiðinna manna. En við megum ekki gleyma því, að þetta gerðist fyrir meira en 1500 árum, og á þessum tíma hefurmikið vatn runnið til sjávar. Kristið inntak hátíðarinnar varð yfirsterk- ara og allsráðandi um langt skeið — já, næstum þvíþar til komið erað nútímanum. Á þessum tíma urðu jólin að trúarhátíð — afar fallegri hátíð. Hér á norðurslóðum varð myndmál hennar kærkomið, því hvergi annars staðar er myrkrið svo allsráð- andi um jól sem hér, og hvergi annars staðar VÍKINGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.