Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 58
MEÐ „LEIFI EIRIKSSYNI“ f siglingunni upp Hud- son fljótið. Kári Jónasson og við hlið hans Johnson mót- orinn, sem komið var fyrir í miðju skipinu. Við létum fara lítið fyrir vél- inni vegna ótal Ijós- myndara og breiddum meira aö segja poka yfir hana til öryggis. Viggó skipper okkar við stýrið og Markús Örn fylgist með siglingunni. 58 VÍKINGUR ...stormsveipur kom æðandi Það var 3. júlí, daginn fyrir siglinguna miklu. Við vorum á heimleið að Pier 42. Við höfðum góðan byr upp Hudson fljótið og „Leifur Eiríksson" óð á söxum. Enginn okkar uggði að sér, þegar storm- sveipur kom æðandi sunnan yfir fljótið. í sömu andrá skall hvirfillinn á skipinu okkar, það lagðist næstum á hliðina, kolgruggugt árvatnið féll inn eftir gjörvallri stjórnborðshlið og hálffyllti. Fellið seglið, hrópaði skipperinn og nú kom sér vel að miðskipsmenn voru handfljótir. Skipið rétti sig en nú var lítið borð fyrir báru, engin flotholt og tveggja tonna barlest jók hættu á að skipið sykki. Okkur tókst að koma Johnson vélinni í gang og jusum sem óðir. Eftir nokkrar mínútur var mesta hættan liðin hjá. Við athugun kom í Ijós að segl og skip var óskemmt. Seglið var sett upp á ný — nú rifað - og eftir nokkurn tíma náðum við Pier 42. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna, 4. júlí, rann upp bjartur og fagur. Öll skip sem þátt tóku í siglingunni áttu að vera tilbúin á flóanum við Sandy Hook, fyrir neðan Verrazano brúna ekki síðar en klukkan 07.00. Við ákváðum að fara af hótelinu kl. 04:00. Morgunþokunni var að létta þegar við kvöddum Manhattan og sigldum fram hjá Virkisgarðinum neðst á Manhattan, fram hjá Ellis Island — þar sem innflytjendum til Banda- ríkjanna var forðum smalað saman og þar sem þeir biðu örlaga sinna við ömurlegan aðbúnað, kafli í sögu þessa mikla lands sem flestir Banda- ríkjamenn vilja gleyma — og við dáðumst að Frelsisstyttunni, þar sem hún stóð tignarleg og sveipuö morgunþokunni. Tímavélin hans H.G.Wells Við nálguðumst brúna miklu og sáum flotann, 230 skip, sem lá þarna á lognsléttum sjónum. Við sigldum,, Leifi Eiríkssyni" á svæði ætlað minnstu skipum í siglingunni. Næst okkur lá Santa María, skip Kólumbusar. Hvert sem litið var voru segl- skip af ólíklegustu gerðum, eftirlíkingar skipa aft- an úr öldum. Auðvelt var að ímynda sér að við hefðum lent í Tímavélinni hans H.G. Wells og værum staddir einhversstaðar við suðræna strönd fyrir 300 árum. Sólin kom upp og gyllti þennan ævintýralega flota og umhverfið. Fátt var sagt um borð. Skipshöfnin var sem dáleidd. Á þessari stundu voru, að ég held, flestum okkar gleymdar hrakspár blaða og annarra fjölmiðla, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.