Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 73
BÆKUR TÆKNIMENNTUN I HARTNÆR EINA ÖLD Vélstjóra- menntun á íslandi 1915-1990. Höf: Franz Gíslason. Útg: Vélskóli íslands. Saga tæknimenntunar hér á landi er ekki löng miðað við það sem gerðist hjá nágrannaþjóð- um. Þó spannar saga Vélskóla íslands nú 75 ár. Áður en sá skóli var formlega stofnaður hafði fræðsla um vélar farið fram í Stýrimannaskóla íslands í þrjú ár. Þessi merka saga er nú komin út á bók. Höfundur er Franz Gíslason, sagnfræðing- ur og kennari við Vélskóla ís- lands í mörg ár. Það má þvi segja að þar sé höfundur á heimavelli. Hann velur þann góða kost að segja frá fyrstu kynnum íslendinga af stórvirk- um vélum, allar götur frá því að Norðmenn hófu hér hvalveiðar og reistu hvalstöðvar á ofan- verðri 19. öldinni, fyrst á Vest- fjörðum en síðar austanlands. Þá rekur höfundur sögu vél- báta hér við land, en þar riðu Vestfirðingar á vaðið og fyrsti véibátur hér við land er talinn sexæringurinn Stanley frá ísa- firði, en í hann var sett vél árið 1902.1 framhaldi af því þróaðist fyrsti vísir að tæknikennslu hér á landi. Ungur Dani, J.H. Jes- sen, kom til (safjarðar gagngert til þess að setja vél í þennan bát og kenna mönnum með- ferð hennar. Hann kom aftur til landsins ári síðar, stofnaði vélsmiðju með aðstoð heima- manna á ísafirði, stofnaði heimili og tók nema í vélsmíði. Nemarnir stunduðu, jafnframt vinnu við vélsmíðar, nám í Kvöldskóla iðnaðarmanna á (safirði. Enda þótt vélbátum fjölgaði ört virðist lítil þekking á með- ferð véla, hvað þá viðgerða, hafa verið fyrir hendi meðal landsmanna og fóru mikil verð- mæti forgörðum vegna van- kunnáttu. Norskir vélamenn í hvalstöðvunum voru mönnum innan handar með viðgerðir og tilsögn í meðferð bátavélanna, en þess nutu að sjálfsögðu fyrst og fremst þeir sem stund- uðu útgerð í nágrenni við hval- stöðvarnar. í byrjun þessarar aldar gekk togaraöldin í garð. Vélstjórar á þeim voru í fyrstu erlendir, en íslenskir vélamenn leystu þá fljótlega af hólmi. Stofnun Eimskipafélags fslands varð mikill hvati aukinnar vélstjórn- armenntunar. Nokkrir fslend- ingar höfðu aflað sér vélstjóra- réttindaerlendis, m.a. Haraldur Sigurðsson sem var yfirvél- stjóri á Gullfossi hinum fyrri, í rúman aldarfjórðung. Árið 1909 komu vélamenn saman í Reykjavík og stofnuðu samtök sem gengust fyrir því að vélstjóramenntun yrði kom- ið á. í bókinni segir skilmerki- lega frá M.E. Jessen, sem kom til íslands árið 1911 frá Dan- mörku gagngert til þess að kenna íslendingum vélstjórn. Var sannkallaður lærifaðir ís- lenskra vélstjóra og skólastjóri Vélskóla íslands í hartnær hálfa öld. Vélstjóramenntun á íslandi 1915-1990 er fróðleg bók um merkan þátt þeirra framfara sem við njótum í dag. Þraut- seigja þeirra sem fyrstir fóru í baráttunni fyrir tæknimenntun var með eindæmum og lýsing- ar á aðbúnaði við kennslu fyrstu vélstjóranna næstum ótrúlegar. Svona voru þó að- stæður frumherjanna og er lík- legt að þeir sem yngri eru geti margt af þeim frásögnum lært. Húsnæðisleysi hrjáði skólann og ekki var kostur á verklegri kennslu lengi framan af. Höfundur bókarinnar hefir víða leitað fanga og heimilda er getið, svo og þeirra sem segja frá. Sýnilega hefir mörgum verið Ijúft að leggja nokkuð af mörkum til þess að saga Vél- skóla Islands yrði sem best úr garði gerð og hafa samkennar- ar höfundar og fleiri lagt honum til efnivið í ýmsa kafla. Auk hinnar hefðbundnu sögu Vélskóla íslands eru í bókinni helstu lög og reglu- gerðir varðandi vélstjórn, starfsmannatal skólans, nafna- skrá og heimildaskrá. Einnig er sagt frá félögum sem tengjast vélstjórum og skólanum. Marg- ar myndir prýða bókina, sem er 225 blaðsíður. Óhætt er að óska útgefendum, svo og höf- undinum Franz Gíslasyni til hamingju með fróðlega og læsilega bók. VÍKINGUR 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.