Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 75
Sumum var skilað til eigenda sinna eftir fárra mánaða þjónustu, af ýmsum ástæðum, þau skip voru um miðjan aldur eða eldri og hefðu við eðli- legar aðstæður verið tekin úr notkun en var haldið til fiskveiða stríðsárin. Þegar togurunum var breytt í herskiþ var fiskilestunum breytt í vistaver- ur til þess að taka við tvöföldun áhafnarinnar. Grimsbyflotinn missti 115 skip í stríðinu. Fáum mánuðum eftir að stríðið hófst, hafði bestu íshafstogurum Grimsbyflot- ans verið breytt í herskip til varnar gegn kafbátum og til varðgæslu. Minni togararnir sluppu ekki heldur, þeir urðu tundurduflaslæðarar og eftir- litsskip. Aðeins elstu skipin héldu áfram fiskveið- um. Saga þessara litlu herskipa er mikil og merk. Þarna voru reyndustu sjómenn herveldisins að störfum. Hér fer á eftir stutt frásögn þar sem vopnaði togarinn Northern Reward kom við ís- lenska siglinga-og sjóslysasögu: Hinn 10. nóvember1944 var verndarskipið Northern Reward úti af Reykjanesi á 38 faðma dýpi til fylgdar lítilli skipalest, UR-142, á leið frá Bretlandi til Reykjavíkur. Komið var undir hádegi, veður var aust-suðaustan stormur með stórsjó en skyggni var gott. Þýski kafbáturinn U-300 var undan Garðskaga. Hann var af gerðinni VII-C/41, endurbætt gerð af raðs- míðuðu árásarkafbátunum og var undir stjórn Oberleutenant Fritz Hein. Kafbáturinn hafði þegar lokið einum leiðangri og verið laskaður af Catalina „F“ frá 162. liðssveit RCAF, á siglinga- leiðinni undan Norður-Noregi. Gert hafði verið við hann og var hann nú sem fyrr segir á siglingaleið- inni til Reykjavíkur undan Garðskaga, við gröf margra góðra skipa við Reykjanes. Skipalestin UR142 var nærri og í sjónmáli frá kafbátnum. Fritz Hein valdi sem fyrsta skotmark 6.017 tonna tank- skipið „Shirvan", lestað 8.050 tonnum af bensíni. „Shirvan“varáleiðtil Hvalfjarðar undir stjórn E.F. Pattenden skipstjóra. Tundurskeytið hitti í mark og eldur kom strax upp í tankskipinu, en áhöfnin bjargaðist öll. (slenska vöruflutningaskipið Goða- foss, undir stjórn Sigurðar Gíslasonar skipstjóra, hélt án tafar að laskaða tankskipinu og bjargaði 19 mönnum af áhöfn þess, sumum með mikil brunasár. Goðafoss hélt síðan áleiðis til Reykjavíkur á fullri ferð. Aðeins klukkustund síðar varð hann einnig fyrir tundurskeyti frá U-300 með miklu mannfalli. Fjórtán úr áhöfn Goðafoss, tíu farþegar, þar af tvö börn, og allir 19 skipbrotsmennirnir af Shirvan fórust. Goðafoss var annað fórnarlamb U-300 þennan dag og einu til viðbótar var sökkt. Yfirmaður flotadeildar UR-142 hafði óskað eftir aðstoð dráttarbáts frá Reykjavík, þar sem hann taldi mikil líkindi til þess að enn mætti bjarga „Shirvan". Dráttarbáturinn „Empire World“, 296 tonn að stærð, með 10 manna áhöfn, var á fullri ferð á slysstað, þegar tundurskeyti frá U-300 hitti hann og sprengdi í tætlur. Enginn komst af. Northern Reward og norski togarinn „Honningsvaag" fundu kafbátinn og réðust .að honum með djúpsprengjum en hann komst und- an. Þremur mánuðum síðar náðist U-300 er hann hélt frá Tangier, þar sem hann hafði leitað at- hvarfs. Samkvæmt alþjóðareglum fékk hann 72 klst. til þess að sjóbúast (ekki vígbúast) áður en hann lét úr höfn. Foringinn var ekki meðal þeirra sem björguðust. Löngu fyrr í stríðinu, 23. mars 1940, var Northern Reward við eftirlit á hafinu milli (slands og Bretlands, þegar sást til U-38 (foringi Heinrich Liebe). Togarinn hóf skothríð með fjögurra þumlunga fallbyssu sinni, en U-38 komst undan án erfiðleika, vegna meiri gang- hraða. Úr bókinni „Grimsby’s Fighting Fleet“ eftir Harry C. Hustson, Hut- ton Press, 1990. Tæringarvarnaefni fyrir sjótanka og díselvélar KEMHYDRO - salan simi 91-12521 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.