Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 45
mánuðum saman börðust þeir gegn stormum og óveðri og miðaði oft lítt áfram. En loks er þeir komust á hinn langþráða áfangastað var liðið hátt í ár frá því lagt var að heiman. Það hljóta að hafa verið mikil viðbrigði að koma til hinnar grænu og fögru Tahiti eftir langa og þreytandi ferð. Þessi gróðursæla og vinalega eyja, aðlaðandi, og gestrisnir íbúarn- ir gætu hafa minnt marga af skipshöfninni á jarðneska paradís. Pálmar og skraut- blóm, langar sandstrendur, lygn lón og kóralrif og glamp- andi sólskin. Eyjan Tahiti er stærsta eyjan í eyjaklasa sunn- arlega á Kyrrahafi og gróflega áætlað er hún miðja vegu á milli Ástralíu og Suður-Amer- iku. Skömmu eftir komuna til Tahiti lét Bligh kalla saman höfðingja eyjar- innar þar sem þeim var tilkynnt, eftir að þeim höfðu verið færðar gjafir sem tákn vináttu, að þeir yrðu þess heiðurs aðnjótandi að mega safna saman brauð- aldintrjám fyrir hinn mikla kon- ung í Englandi. Tjaldi var slegið upp á ströndinni og á hverjum degi komu innfæddir með tré eða rætur, sem jafnharðan voru sett í pott, kassa eða önn- ur ílát. Eftir að safnast höfðu þannig rúm þúsund tré eða rætur var markinu náð. Reynd- ar höfðu þeir dvalið nokkra mánuði á þessari suðrænu eyju. Þetta var snemma árs 1789 og áformað að sigla fyrir Góðrarvonar-höfða og til Vest- ur- Indía. Þrettán dögum eftir að þeir yfirgáfu Tahiti, eða þann 28. apríl 1789, hófst uppreisn á skipinu. Þá voru þeirstaddirnálægt Tofuaí Tonga- eyjaklasanum. Bligh skipstjóri vartekinn höndum og settur í skipsbátinn ásamt 18 öðrum sem flestir voru yfir- menn og vildu fylgja honum. Matarskammtur þeirra var mjög naumur, eins og áður er minnst á. Eitt hundrað og fimm- tíu pund af brauði, tuttugu og átta gallon af vatni, lítið eitt af rommi og víni og quadrant og áttaviti. Nokkrum kókoshnet- um, dálitlu af svínakjöti og nokkrum sveðjum var kastað til þeirra. (1 gallon er rúml. 4,5 lítr- ar) Sá staður sem næst var þeim og öruggur til að lenda á var eyjan Timor, sem var í 3500 sjómílna fjarlægð, undir stjórn Hollendinga. Þessi opni bátur, sen var um 23 fet á lengd með 19 manns innan borðs virtist enga eða litl; möguleika eiga til þess ac haldast ofansjávar ef veður versnaði, svo hlaðinn sem hann var. Að mati Blighs var 8 vikna sigling til Timor og vistirn- ar voru rétt nægjanlegar fyrir tvær manneskjur. Skömmu eft- ir að þeir yfirgáfu skipið gerði ofsarok og þeir urðu að hamast við að ausa er risastórar öld- urnar þeyttu bátnum í gegnum ólgandi sælöðrið. Þegar öld- urnar lægði lét Bligh mennina fá sinn fyrsta málsverð, sem var nokkrir brauðmolar og te- skeiðarfylli af rommi. Það var skömmu síðar að þeir hittu á eyju og gerðu tilraun til þess að lenda en innfæddir réðust um- svifalaust á þá. Og þegar þeir reyndu að komast undan var birgðavörður þeirra grýttur til bana. Eftir það þorðu þeir ekki að lenda á neinni af þeim eyjum sem þeir fóru framhjá af ótta við að verða fyrir árás óvinveittra frumbyggja. Mikil regnskúr, sem dembdist yfir þá, jók vatnsforða þeirra um 34 gallon, en þeir urðu holdvotir og voru skjálfandi af kulda í nokkra sól- arhringaáðurenfötin þornuðu. Ástand mannanna var svo öm- urlegt að Bligh sá sig tilneydd- an að reyna að hressa upp á sálarástand þeirra. Þeir fengu örlítið romm, brauð og kókos- hnetumjólk, en það virtist segja lítið. Er dagar liðu fannst Bligh hann vera of rausnarlegur með matarskammtinn og taldi sig þurfa að bæta úr því. Hann út- bjó nokkurs konar vog úr kók- oshnetuhýði (sinn helminginn af kókoshnetu hvoru megin) og notaði byssukúlu sem lóð. Þannig skammtaði hann dag- lega hverjum manni örlítið af brauði. Á morgni tuttugasta og annars dags voru mennirnir hreinlega að sálast úr hungri. VÍKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.