Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 84

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 84
Gámur skrifar „EG SKIPTI " -spjallaö i talstöðina Á næstu dögum má búast viö miklum deilum enn á ný vegna kvótakerfisins. Nýju kvótalögin taka gildi um áramót og þá fara öll skip sem voru á sóknarmarki yfir á aflamark. Viö þaö breytist margt hjá skipunum. Fastlega má gera ráö fyrir harkalegum viðbrögöum. Raunar má segja aö fyrstu viðbrögðin séu komin í Ijós, en þaö var hjá trillukörlum. Þeir fá nú aflakvóta sem tekur mark af reynslu þeirra síö- ustu 3 árin. Fjölmargir trillukarlar hafa við orö að þetta sé„ aftaka“ á þeim. Sumir spá því aö allt aö helming trillubáta veröi lagt. Kvóti þeirra sé svo lítill aö ekki taki því að gera trillurnar út á þann kvóta. Talað er um aö tveir eða þrír trillukarlar muni slá sér saman. Með því móti aö nota kvóta tveggja eöa þriggja báta og veiða hann á einni trillu geti þeir haft sæmilegt upp. Þegar bréfin til trillukarlanna frá sjávarútvegs- ráöuneytinu voru aö berast þeim í hendur, óskaöi Halldór Blöndal alþingismaöur eftir lista frá sjáv- arútvegsráðuneytinu yfir kvóta hvers trillukarls. Af einhverjum orsökum neitaði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráöherra aö afhenda Halldóri listann. Afleiðingarnar uröu þær aö Halldór fór upp utan dagskrár í sameinuöu þingi og geröi allt vitlaust eins og alþjóö fékk aö sjá í sjónvarpinu. Þeir sem gerst þekkja til segja aö Halldór hafi ekki viljað afhenda listann vegna þess aö hann vissi aö viöbrögö margra trillukarla yröu harkarleg. Enda fór þaö svo að varla var vinnufriöur í ráðu- neytinu eftir aö fyrstu trillukarlarnir fengu bréfin meö tilkynningunni um kvóta þeirra. Menn voru að gera því skóna niður á Alþingi á dögunum aö ástæöan fyrir því aö Skúli Alexand- ersson ákvaö að láta af þingmennsku eftir næstu kosningar væri kæran og dómurinn í undirrétti sem hann fékk fyrir kvótasvindl, en máliö er nú til meðferðar í Hæstarétti. í þessum umræðum sagöi einn þingmanna: Næöir kalt um nes og tind, neistaflug á Vesturlandi. Nærstaddur blaöamaöur botnaöi: Kiknaði undan kvótasynd keisarinn á Hellissandi. Mörgum þótti undarleg lokin á kjaradeilu FFSÍ og útvegsmanna á dögunum. Fyrst var skrifað undir samninga og þeir síöan kolfelldir. Þá er enn boðað verkfall en tveimur tímum eftir aö þaö var skollið á þann 20. nóvember var enn samiö en þá var verkfalli aflýst. Menn spyrja hvers vegna var því ekki frestað. Hvaö ef samningarnir veröa felldir aftur? Getur veriö pólitískur þefur af þessu máli?? Mun minna verður um siglingar togara í desem- bermánuöi en verið hefur undanfarin ár. Ástæöan er sú að vegna ótta við sjómannaverk- fall 20. nóvember sl. sóttu togarar og önnur fiski- skip sem áttu einhvern kvóta eftir mun stífar en ella. Það er þvf harla lítill kvóti eftir hjá flestum. Siglingar í desember hafa verið fastur og vinsæll liður hjá togarasjómönnum. Fiskverö er vanalega gott í desember og því eru siglingatúrarnir veru- leg uppbót fyrir marga og eins þykir vinsælt aö komast í jólakauptíöina bæöi í Englandi og Þýskalandi. Nú er Ijóst orðið aö minna verður um loðnuveiöar á þessari vertíð en veriö hefur undanfarin ár. Svo mikið magn af smáloðnu er innanum hrygningar- loönuna aö loka hefur oröið tveimur svæöum í haust. Bregöist loöan er þaö að sjálfsögðu mikið áfall fyrir loönuveiöisjómenn og útgeröarmenn. Þeir hafa nú farið fram á þaö aö fá loðnutapið bætt í bolfiskkvóta. Samkvæmt lögum getur sjáv- arútvegsráöuneytiö ekki staðiö gegn því. Þá verður sá fiskur tekin af öllum hinum veiðiskipun- um, þannig aö um verulega skeröingu veröur aö ræða enda loðnuveiðiflotinn stór eöa á milli 40 og 50 skip. Á það hefur verið bent að þegar Skúli Alex- andersson hverfur af þingi eftir næstu kosningar eigi sjávarútvegurinn engan mann á Alþingi meö einhverja þekkingu á málefnum hans. Skúli hefur verið mestur sérfræöingur í útgerö og fiskvinnslu undanfarin ár og aðrir þingmenn hafa staöiö hon- um langt að baki hvaö þekkingu á þessum málum varöar. Menn hafa verið að gera því skóna aö Matthías Bjarnason muni hætta þingmennsku fljótlega eftir næstu kosningar. Þá myndi Guöjón A. Kristjánsson, skipstjóri og forseti FFSÍ kom inná þing í stað hans. Þar með myndi sjávar- útvegurinn eignast einn sérfræöing á þingi. Gufukatlar frá Englandi KEMHYDRO - salan sími 91-12521 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.