Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1990, Blaðsíða 65
NýJUNGAR TÆKNI Meðalstór kælikerfi fyrir ammoníak Oft eru meöalstór matvæla- kerfi látin þjóna bæöi kæli- og frystigeymslum þar sem þær fyrrnefndu starfa við hitastigið ca 0° og þær síðarnefndu við -30 til -37°C. Þegar ammoníak er notað þýðir þetta að notast þarf við tveggja þrepa kælikerfi því annars yrði hitastig gassins eftir þjöppuna of hátt (lágur sameindaþungi ammoníaks veldur mikilli hitastigsaukningu við samþjöppun gassins). í þessu tilviki er nærtækur möguleiki að byggja upp tveggja þrepa kerfi með því að notast við tvö eins þreps kerfi, annað sem starfar við 30°C og hitt sem starfaði við 0°C eimis- hitastig. Eimsvali lághitakerfis- ins er kældur með pækli frá há- hitakerfinu og vinnur því fyrr- nefnda kerfið á hitamuninum -30/0°C og það síðara á hita- muninum 0°C/ umhverfishiti en tilsvarandi þrýstihlutfall í þjöpp- unum veldur ekki vanda gagn- vart of háu hitastigi eftir þjöpp- ur. Mynd nr. 1. sýnir þetta fyrir- komulag. Af myndinni má sjá að eim- svali háhitakerfisins er kældur með pækli sem síðan er kældur í sérstökum loftkæli eða varmaskipti sem nýta á eim- svalavarmann en einnig væri mögulegt að hafa beina vatns- kælingu á eimsvalanum. Þettafyrirkomulag býðurupp á þann kost að hægt er að af- greiða ammoníakkælikerfið al- gerlega tilbúið frá framleiðanda þar sem það hefur bæði verið þéttleika- og afkastaprófað og frágengið í gasþéttum gámi. Mynd nr. 2 sýnir gám með tilbúnu ammoníakkerfi sem síðan þarf aðeins að tengja pækilkerfum. Gámurinn er gerður af „Sabroe + Söby Köleteknik AS“ í Danmörku. Einn gámur á að geta þjónað frystigeymslu með 1500 tonn- um af matvælum. Samtök loð- dýrabænda í Sovétríkjunum hafa nýlega keypt 25 gáma af þessari gerð til geymslu á loð- dýrafóðri. Pækildælur geta fylgt með gáminum og staðsettar utan á honum þannig að allt eftirlit með þeim er aðskilið frá amm- oníakhluta kerfisins. Einnig geta öll mæli- og stjórntæki verið staðsett utan á gáminum. Góð loftræsting verður að vera frá honum í frítt loft og sjálfvirkt slökkvikerfi (C02 eða vatnsúð- un) sem fer í gang ef leki verður í kerfinu. Vélarrúm Samkvæmt ISO-staðli gildir meðal annars eftirfarandi varð- andi vélarrúm sem innihalda ammoníakkælikerfi: *Vélræn loftræsting. ‘Gasþéttar hurðir. *Veggir, gólf og þak eiga að vera gasþétt og geta staðið gegn bruna í að minnsta kosti eina klst. *Rofi utan vélasalartil að stöðva kerfið. *Engin fast staðsettur búnaður má vera í vélasalnum sem gefur frá sér neista eða blossa. í reglum skipaflokkunarfélaganna er mikilvæg grein sem segir að ammoníakkælikerfi skuli stað- sett í sérstöku gasþéttu vélar- rúmi sem hefur engin tengsl við aðalvélarrúm skipsins. Sjálf- sagt hefur þessi grein valdið því að ammoníak hefur ekki verið notað sem kælimiðill um borð í skipum á seinni árum en líkur eru á að breyting geti þar orðið á í framtíðinni. Pæklar Áður fyrr voru mikið notaðir saltpæklar en þeir voru margir tærandi og gátu skapað útfell- ingar. Góður pækill þarf að hafa eftirtalda kosti í sem rík- ustum mæli: *Óeitraður sé hann notaður við kælingu mat- væla. *Hafi lága seigju. *Sé fremur ódýr. *Sé ekki tærandi fyrir þau efni sem hann kemst í snertingu við. Með tilliti til þess- ara atriða koma eftirtaldir pækl- ar til greina : ‘Etanolvatnsupp- lausn. ‘Monopropylenglykol- vatnsupplausn. ‘Monoetylenglykolvatnsupp- lausn, þessi er að vísu eitraður en kemur til greina að nota á eimsvalahliðina. Fleiri pækla mætti tína til en flestir eru þeir í ætt við frostlegi sem notaðir eru á bíla. Þjöppur Hinar hefðbundnu ammon- íakþjöppur eru sérbyggðar Mynd nr. 2 VÍKINGUR 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.