Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Page 6
Frumvarp á Alþingi Sökkvum skípunum Á Alþingi hefur verið lagt fram frum- varp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun sjávar. Nái frum- varpið fram að ganga verður heimilt að farga úr sér gengnum skipum með því að sökkva þeim hér við land allt til ársloka 2004. Með þessu verði unnt að leysa ill- viðráðanlegt vandamál á hagkvæman hátt. Flutningsmenn frumvarpsins eru Einar K. Guðfinnsson og Kristján Pálsson. í greinargerð með frumvarpinu segir að mikill vandi steðji nú að í höfnum lands- ins. Úrelt skip og úr sér gengin liggi þar í stórum stíl, taki pláss í höfnunum, valdi eigendum skipanna og höfnunum fjár- hagstjóni og geti jafnvel verið hættuleg. Engin úrræði hafi fundist til þess að farga þessum skipum samkvæmt heim- ildum í gildandi lögum. Fjárhagslegar forsendur hafi ekki verið fyrir hendi svo hægt væri að búta skipin niður og koma þeim í brotajárn. Fram kemur í greinargerðinni að við athugun umhverfisnefndar Hafnarsam- bands sveitarfélaga í desember 2000 hafi komið í ljós að í höfnum landsins voru 158 verkefnalaus skip, þar af 88 fiskibát- ar, 14 skuttogarar, 38 smábátar og 20 önnur skip. Talið var að i þessum skip- um væru um 70 þúsund tonn af járni. Kostnaður við förgun stálskipa væri nú talinn vera um 15 kr. á hvert tonn. Ef þessi skip og bátar lægju hver fram af öðrum tækju þeir upp um 5 km af við- legurými. Nauðsynlegt sé að taka fram að ekki séu öll þessi skip i reiðileysi. Mörg hafi bara ekki verkefni og eigendur að kanna sölumöguleika. Eigi að síður sé ljóst að ýmis þeirra bíði förgunar, en lög komi i veg fyrir að henni verði komið við nema með gríðarlegum kostnaði. Valdi- marsdómurinn hafi enn aukið á vand- ann. Samkvæmt hinum svokallaða OSPAR- samningi um verndun Norðaustur-Atl- antshafsins frá 1992 og tók gildi 25. mars 1998 sé varp skipa í hafið heimilað til 31. desemer 2004. Pegar flutt hafi ver- ið stjórnarfrumvarp árið 1996 um breyt- ingu á lögum um varnir gegn mengun sjávar hafi ætlunin verið að styðjast við þessa heimild úr OSPAR-samningnum og gert ráð fyrir að Hollustuvernd gæti leyft til ársloka 2004 að farga skipum á þenn- an hátt. Alþingi hafi hins vegar ákveðið að fella brott heimildina án þes að það væri í raun rökstutt 1 nefndaráliti. Hér sé lagt til að tekið verið upp það fyrirkomu- lag sem stjórnarfrumvarpið frá 1998 gerði ráð fyrir og OSPAR-samningurinn heimili. í reglugerð verði kveðið á út- færslu þessa ákvæðis. Öll mengandi efni verði fjarlægð áður en skipum og bátum verði sökkt i sæ og fyrirfram séu ákveðin þau svæði þar sem bátarnir megi liggja og þess gætt að þeir séu utan hefðbund- innar veiðislóðar. Lífeyríssjóður sjó- mannafer í hart Dregur íslenska ríkiö fyrir Mannréttinda- nefnd Evrópu „Við unum ekki dómi Hæstaréttar og því var ákveðið að fara með mál sjóðsins gegn ríkinu til Mannréttinda- nefndar Evrópu sem ákveður hvort það fari síðan til Mannréttindadóm- stólsins,” sagði Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs sjó- manna i samtali við blaðið. Seint á síðasta ári sýknaði Hæstiréttur ríkið af kröfum sjóðsins um greiðslu kostnað- ar sem hlaust af lækkun á ellilífeyris- aldri sjómanna sem Alþingi ákvað á sínum tíma án þess að taka á sig nokkrar skuldbindingar varðandi þau útgjöld sem lögin sköpuðu fyrir sjóð- inn. Með samþykkt Alþingis árið 1981 var elliífeyrisaldur sjómanna lækkaður úr 65 árum í 60 og stóð svo til ársins 1994 án þess að sjóðurinn fengi nokkuð á móti frá ríkinu til að mæta auknum útgjöldum sem fylgdu lögunum. Þar með voru auknar álög- ur lagðar á þá sjóðfélaga sem ekki nutu þess að fá þennan lífeyri. t Jónas Sigurðsson Þann 7. mars síðastliðinn lést Jónas Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík í hárri elli. Jónas var fæddur 13. mars 1911. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1930, fyrrihlutaprófi í vélaverkfrræði frá Technische Hochschule Darmstad 1933, fiskimannaprófi hinu meira 1940 og farman- naprófi 1941. Hann var kennari um áratugaskeið við Stýriman- naskólann í Reykjavík og skólastjóri hans frá 1962 til 1981. Jónas var heiðursfélagi Félags islenskra skipstjórnar- manna. Eiginkona Jónasar var Pálína Árnasóttir, en hún lést 1993. Börn þeirra eru Árni Björn, verkfræðingur, Baldur verkfræðingur og Ebba Sigurbjörg bankastarfs- maður. Fyrir átti Jónas soninn Sigurð Rúnar bifvélavirkja. Útför Jónasar Sigurðssonar fór fram frá Hallgrímskirkju 14. mars. Sjómanna- blaðið Víkingur sendir ástvinum hans samúðarkveðjur. 6 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.