Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Síða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Síða 12
Gestur Gunnarsson skrifar irapa d íimdið Bandaríkjamenn skera upp liðlega 120 milljónir tonna af maís á ári. Er það heldur meira en hveitiuppskera þeirra og þykir hún allnokkur. íslenska fiskveiði- lögsagan er uum það bil 700 þúsund ferkílómetrar. Árlegur vöxtur grænþör- unga er talin nema u.þ.b. 200 grömmum á fermetra, eða fjórfalt heimsmeðaltal. Þessi árlegi vöxtur er heldur meiri en framangreind maísuppskera. Grænþör- ungarnir eru undirstaða alls lífs á ís- landsmiðum. Næst á eftir þörungunum er áta, svo fiskar eins og síld og loðna á- samt skíðishvölum. Vinur okkar allra þorskurinn er svo i fjórða þrepi. Einu sinni var talið að nýting milli þrepa væri u.þ.b. 1.0% þannig að 1000 tonn af grænþörungum gæfu af sér 1 tonn af þorski. Þetta er auðvitað breytileg stærð, háð fæðuframboði. í hafinu er bara um tvennt að ræða, éta eða vera étinn. Allt er étið af einhverjum. Ef framboð fæðu er lítið fer mikil orka í fæðuleit og þar af Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðar og heimili. Lyf & heilsa •Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 •Hafnarstræti Akureyri, sími: 460 3452 Gestur Gunnarsson leiðandi er vöxtur hægari en þegar nóg er um æti. Dr. Jónas Bjarnason ritaði nýlega grein í Morgunblaðið um meinta, dularfulla glötun þorskstofnsins. Dr. Jónas taldi hugsanlega skýringu vera þá að búið væri með veiðurn að grisja burt fljót- vaxnasta fiskinn. Þessi minnkaði vaxtar- hraði getur allt eins stafað af því að meiri orka fari í fæðuleit en áður. Nú er mað- urinn í samkeppni við þorskinn um æti hér á miðunum. Jafnhliða þessari meintu minnkun þorskstofnsins hafa loðnuveið- ar komið til og nema um það bil milljón tonnum á ári. Loðnu sem breytt er í mjöl verður ekki að þorskholdi. Nú kann ein- hver að segja að þetta séu bara hundrað þúsund tonn þvi nýting milli fæðuþrepa er jú 10%. Málið er ekki svo einfalt, fiskur sem liggur fyrir fullur af loðnu vex mikið og hratt. Fæðunýting hugsanlega 1:3 þannig að fundin eru 300 þúsund tonn af þessari hálfu milljón sem veiddist áður en loðnuveiðar hófust. Jólatíðin getur oft verið erfið hvað varðar holdsöfnun. Hjá þorskinum hefj- ast jólin aðeins seinna en hjá mönnunum eða í byrjun janúar þegar loðnan fer að þéttast norður af Vestfjörðum. Þorskur- inn er 5-10 sinnum lengri en loðnan, ef líkanlögmál Froudes er gildandi fyrir þessa fiska er eðlilegur sundhraði þorsks 2-3 sinnum sundhraði loðnu, það segir okkur að þorskurinn eyðir sáralítilli orku við það að elta loðnuna. Dr. Gylfi Þ. Gíslason hefir skrifað bók um fiskihag- fræði, á blaðsíðu 86 er línurit sem sýnir landaðan afla af íslandsmiðum á seinustu öld. Þetta línurit sýnir að hámarksveiði á botnfiski er um miðjan sjötta áratuginn og fer jafnt og þétt minkandi eftir það. Aftur á móti er veiði uppsjávarfiska sára- lítil um miðja öldina en eykst jafnt og þétt, er sá afli nú komin í vel á aðra milljón tonna á ári en þorskafli hefir minnkað úr rösklega hálfri milljón lonna í tvö hundruð þúsund. Þegar á allt er litið, virðist þetta aðeins vera rekstrarfræðilegt viðfangsefni hvort á að veiða milljón tonn af loðnu eða þrjúhundruð þúsund tonn af þorski. Bandaríski hagfræðingurinn J.K. Gail- braith sagði einu sinni að kommúnismi og kapítalismi væru kenningar sarndar af mönnum sem ættu erfitt með að hugsa og réðu þess vegna ekki við viðfangsefni líðandi stundar. Þá væri ráðið að búa til eitthvert kerfi sem leysti allt sjálfvirkt. Þennan pytt virðast íslenskir ráðamenn hafa dottið í þegar þeim datt í hug að stjórna lífi í hafinu með lagaboði sem er í raun ólöglegt ef mið er tekið af eignar- réttar og atvinnufrelsis ákvæðum stjórn- arskrárinnar. Bandarískir hagfræðingar kenndir við háskólann í Chicago hafa haft atvinnu af því að kenna ríkisstjórn- um í rómönsku Ameríku kapítalisma og árangurinn mjög lítill hvað varðar bætta afkomu almennings í þessum löndum. Allir þekkja árangurinn í Sovétríkjunum þar sem kommúnisminn átti að færa fólki betri kjör. Þessi Chicago kapital- isrni hefir borist hingað til lands og er m.a. ætlað að stýra stærð fiskistofna. Ágætur prófessor við Háskóla íslands, sem i eðli sínu er skemmtikraftur á heimsmælikvarða, hefir skrifað bók um það hvernig íslendingar geta orðið rík- asta þjóð í heimi. Sá er þetta ritar er sam- mála prófessornum um rikidæmið en tel- ur að leiðin til ríkidæmisins liggi um gróður hafsins umhverfis ísland. T æringarvarnarefni fyrir gufukatla KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.