Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 14
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
The College Of Navigation In Reykjavik
VIÐURKENNING
Hér með vottast að:
‘SencfW 'Pátl 'K'tiátiatexM,
Kennitala: 060160-4659
Hefur lokið alls 180 kennslustunda námi við Stýrimannaskójann í Reykjavík (
stjórnun 112 - Stjórnunaraðferðir / verkstjóm,
stjórnun 202 - Samskiptastjómun / verkþjálfun
stjórnun 303 - Áællanagerð / framleiðnistjórnun
Nemendur sem Ijúka 3. stigi hafafengið 180 kennslustundir í stjórnun.
góðum ábyrgðarstöðum, þar sem reynsla
þeirra sem stjórnenda til sjós nýtist vel.
Hið sama er hægt að segja um vélstjóra
og kom það reyndar vel fram í ræðu að-
stoðarforstjóra Orkuveitu Suðurnesja á
vélstjóraþinginu s.l. haust, að reynsla til
sjós hefur reynst vélstjórum og tækni-
mönnum, sem fara í land, gulls í gildi,
enda verða þeir oft einir síns liðs.að leysa
þar erfið tæknivandamál og bilanir sem
koma skyndilega upp um borð, iðulega
þegar skipin eru lengst úti í hafi, hund-
ruð sjómílna frá næstu höfn.
Nákvæmlega hið sama á við um skip-
stjórnarmenn, sem fara í land, starfs-
reynslan til sjós hefur nýst þeim vel í
öðrum störfum síðar á ævinni.
Ég nefni hér nokkur dæmi um störf,
sem fyrrverandi skipstjórnarmenn gegna
eftir að þeir fóru í land og skiptu um
starf; nokkrir þeirra hafa lokið háskóla-
eða tækniskólanámi og stóð það ekkert í
þeim: Bæjarstjórar
(t.d. á Akureyri og Ólafsfirði), stjórnar-
formaður SH, lögfræðingur og fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, einn er sýslumaður
og annar fulltrúi sýslumanns, stjórnar-
ráðsfulltrúi, ritstjórnarfulltrúi og blaða-
maður, verkfræðingur og fjölmargir
starfsmanna Siglingastofnunar, hafnar-
stjórar víða um landið, þrír skipstjórnar-
menn sitja nú á Alþingi og má svo áfram
telja. Ég ætla að lokum að vitna í viðtal
við Þóri Matthíasson sem var um tíma
forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins BGB
(nú í eigu Samherja) á Dalvík, en starfar
nú sem sölu- og markaðsstjóri Sæplasts á
Dalvík. Hann er með skipstjórnarpróf frá
Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum
og segir svo i viðtali sem birtist í Ægi
fyrir nokkrum árum: :
„Ég vildi ekki vera án þeirrar reynslu að
hafa starfað til sjós í nokkur ái; sem háseti,
stýrimaður og skipstjóri. Sú reynsla er
mér í raun ómetanleg í þessu starfi sem
framkvæmdastjóri BCB hf.”
Útskrift Stýrimannaskólans á haustönn 2001
Sex nemendur luku
farmannaprófínu
Blómarós fær blóm frá skólameistara. Ragnheiður Sveinþórsdóttir erfjórða konan sem lýkur
skipstjórnarprófum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík á skip stœrri en 30 rúmlestir og sú
þriðja sem lýltur skipstjórnarprófi 3. stigs, farmannaprófi.
Fyrstu nemendur sem luku skipstjórn-
arprófi 3. stigs eftir nýrri skipan skip-
stjórnarnámsins og áfangakerfi, sem var
tekið upp haustið 1998, útskrifuðust frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík hinn
20. desember s.l. Samtals luku sex nem-
endur farmannaprófinu : Bergur Páll
Kristinsson, Guðmundur Páll Guð-
mundsson, Helgi Aage Torfason, Jóhann-
es Haraldsson , Ragnheiður Sveinþórs-
dóttir og Valgeir Theodór Helgason.
Við afhendingu skírteina voru veittar
viðurkenningar fyrir ágæta frammistöðu.
Valgeir Theódór Helgason fékk far-
mannabikarinn fyrir hæstu einkunnir í
námsgreinum 3. stigs. Verðlaun úr Verð-
launasjóði Guðmundar B Kristjánssonar
siglingafræðikennara við Stýrimanna-
skólann í urn 40 ár, vandað armbandsúr,
áletrað, fyrir framúrskarandi árangur í
siglingafræði í gegnunt öll stig skólans
fengu Ragnheiður Sveinþórsdóttir og Jó-
14 - Sjómannablaðið Víkingur